Vaka - 01.11.1928, Síða 97
[vaka]
ENSKIR SKÓLAR.
351
óðum. Ferðalög skólabarna um landið undir forustu
kennaranna fara mjög í vöxt. Kvikmyndir eru notaðar
til kennslu og útvarpið hefir haldið innreið sína i skól-
ana. Vöxtur og þróun er þar á öllum sviðum; áhugi og
starfsgleði kennaranna hefir aukizt stórum, en það er
hinn öruggasti vottur um ágæti skólanna.
Forskólar. Flest börnin fara í unglinga- og
menntaskólana beina leið úr barnaskólunum. En þó er
til fjöldi heimavistarskóla fyrir börn, þar sem þau eru
sérstaklega búin undir að ganga í hina æðri skóla. Þess-
ir forskólar fyrir átta lil J)rettán ára gömul börn eru
að mestu sniðnir eftir hinum gömlu heimavistar-
menntaskólum, sem siðar verður vikið að, og eru ásamt
þeim sérkennilegir fyrir enskt uppeldi. Hliðstæðir skól-
ar þekkjast vart í öðrum löndum. Þeir eru reknir af
einstökum mönnum eða félögum, án afskifta rikis-
valdsins og taka því tiltölulega hátt kennslugjald. Rik
áherzla er lögð á líkamsuppeldi, nægan svefn, holla
fæðu, leiki og íþróttir reglulega milli kennslustunda.
Námsgreinar eru mjög mismunandi, en eiga þó yfirleitt
meir skylt við unglinga- en barnaskóla. En höfuð-
áherzlan er þó á skólalífinu, skyldurækni, sjálfsljórn
og drengskap. Tilgangurinn er að ala upp drengskapar-
og dugnaðarmenn. Mest veltur á skólastjórunum um
skólabraginn, en til þessara skóla hafa valizt sumir af
beztu menntamönnum landsins. Verkefnið og aðstað-
an laðar þangað afburðamennina. í hverri deild eru
fáir nemendur, svo kennararnir geta gefið sig að
hverjum einstökum. í heimavistarskóla er margt hægt
að gera utan kennslustunda. Prófin eru fá og rígbinda
ekki öll störf. Kennslustundirnar eru aðeins einn þátt-
ur skólalifsins. Skólinn er eitt félag, litið þjóðfélag út
af fyrir sig, hefir sitt eigið merki, einkunnarorð og
skólasöng. Kappleikir eru háðir við aðra skóla. Heiður
skólans er kominn undir afrekum skólasveinanna. Um
rekstur slíkra skóla hvílir mikil ábyrgð á kennurun-