Vaka - 01.11.1928, Side 102
356
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
[vaka]
Drengir eru góðir áheyrendur. Þeir þola illa orðagjálf-
ur, en finni þeir, að talað sé til sín, hlusta þeir vel.
Það er vart á annara færi að prédika fyrir þeim en
þeirra, sem þekkja daglegt líf þeirra, tækifæri og
hættur. Skólastjórinn er hinn bezti heimilisprestur,
hann fer ekki með kreddur, sem þaulæfðir kirkjugestir
einir fella sig við. En þá þýðingu hefir skólakapellan,
að margir námssveinarnir fara úr skóla með þeirri trú,
að breytni mannsins sé fyrir öllu og að grunntónn til-
verunnar sé sú fegurð, vizka og kærleikur, sem birtist i
fyllingu sinni i lífi og kenningu Jesú Krists.
En fæstir hafa efni á að senda börn sín í hina gömlu
og virðulegu heimavistar menntaskóla, og enn færri eru
útvaldir til að njóta þeirra styrkja, sem kostur er á.
Heimavistarskólarnir eru fyrir fáa útvalda. Auður og
hæfileikar eru lyklarnir að hliðum þeirra. Meginið af
menntaskólum Englands eru dagskólar. Dagskólunum
hefir fjölgað gífurlega á seinni áratugum. Þeir eru ým-
ist fyrir pilta eða stúlkur eða hvorttveggja. Þeir njóta
ílest allir styrks af almanna fé, úr héraðs- eða ríkis-
sjóði og eru undir eftirliti fræðslumálastjórnarinnar.
Skólagjöld eru mjög mismunandi, frá fimmtíu til þús-
und krónur á ári, en fjórðungur nemenda nýtur fri-
kennslu. Fylgir því sá ókostur, að efnaðir foreldrai'
senda börn sín heldur í þá skóla, sem dýrastir eru. Er
sá skilningur algengur, að ágæti skólanna fari eftir dýr-
leikanum. Stéttaskifting eftir skólum er hættuleg
hverju þjóðfélagi og er því unnið á móti þessari að-
greining ríkra og fátækra með auknum námsstyrkjum
og fríkennslu. í heiinavistarskólunum eru nemendur
úr öllum landshlutum, en dagskólarnir þjóna hver sínu
héraði, eftir þvi sem samgöngur leyfa. Er stefnt að þvi,
að hver námfús unglingur eigi kost á nálægum dag-
skóla og ekki verður vart við, að menn óttist, að skól-
arnir geri nemendur sína óhæfa til að lifa, enda grein-
asl straumarnir frá menntaskólunum til margbreyttra