Vaka - 01.11.1928, Síða 103
[vaka]
ENSKIR SKÓLAR.
357
sérskóla. Surair fara úr þeim við sextán ára aldur, aðrir
átján ára, eftir því hvort þeir ætla sér að stunda háskóla-
nám eða iðn- og verzlunarnám. Stundum þykir þó rétt
hlutfall í aðsókninni að sérskólunum raskast, og nægir
þá venjulega að skýra námsmönnum frá því, hvar sé of
eða yanskipað, til að beina straumnum í rétta átt.
H á s k ó 1 a r . Háskólum f jölgar stöðugt á Englandi
eins og meðal annara menningarþjóða, enda hafa verk-
efni háskólanna aukizt stórum við hina miklu breyt-
ing, sem orðið hefir á lifnaðar- og atvinnuháttum þjóð-
anna síðustu mannsaldra. Fyrst rís upp sérskóli i
einhverri grein, sem heimtar menntaskólanám til und-
irbúnings. Síðan bætast fleiri við og að lokum sameinast
þessar stofnanir og fá háskólatign. Þannig hafa hinir
nýju háskólar Englands myndazt hver af öðrum, fyrst
Lundúnaháskóli fyrir einni öld og síðan hver af öðr-
um. Flestar atvinnugreinar hafa nú, ef svo má að
orði kveða, öðlazt háskólaborgararétt. Byggingarlisl,
vélfræði, námurekstur og landbúnaður eru orðnar há-
skólagreinar. Hinir nýju háskólar hafa byggt brú milli
hins fornhelga háskólanáms og nútímans þarfa. Há-
skólakennararnir leggja nú orðið mikla stund á alþýðu-
fræðslu utan skólamúranna. Þeir halda uppi námsskeið-
um og fyrirlestrum fyrir alþýðu manna um land allt.
Að fyrirlestrum er heimill aðgangur, meðan húsrúm
leyfir, en eftir lesturinn er umræðufundur með fáum
skráðum mönnum, sem vilja ræða og rita um viðfangs-
efnin. Námsskeiðin standa mismunandi lengi, frá ein-
um mánuði upp i þrjú ár, tvær til fjórar stundir á
viku. Námsgreinar og fyrirlestrarefni fara mikið eftir
óskum nemendanna. Mörg önnur félög og stofnanir
vinna með líkum hætti að alþýðufræðslu. Fræðslustarf-
seini þessi er engin ákæra á barna- og unglingafræðs!-
una. Skólar eru ekki til þess ætlaðir að taka af mönn-
um ómakið við að læra, þegar þeim sleppir. Sjálfsnám
byggir þar ofan á með stuðningi alþýðufræðslunnar.