Vaka - 01.11.1928, Síða 108

Vaka - 01.11.1928, Síða 108
HELGI HJÖRVAR: [vakaJ J62 nútímans heí'ur tekið þeim bótum, að nú er gert úrvals- stál úr því járni, sem áður varð ekki nema sori einn. Degi síðar fór ég nœsta áfanga, norður á Jamtaland. Það er svipuð leið og úr Reykjavík, sveitir allar norður að Mývatni; það er 8 stunda i'erð með hraðlest. Nú tekur landið annan svip. Það hækkar jafnt og þétt, skógurinn færist í aukana, geysimikill barrskógur. Það er líkast því og að aka í gljúfrum, þar sem greni- skógurinn er ruddur fyrir brautinni, eins og hamra- veggir á tvær hendur af háum, þykkvum skógi. Hér talca við bændabýli með Dalasvip, rauðmáluð húsin ðll, lág og traust, útihúsin bjálkabyggð, fallegir, hlýlegir bæir, prýði landsins, hvar sem litið er. En stórskógurinn eykst, smágróðrinum og laufskóginum hnignar því meir sem norðar dregur. Þar sein sér yfir víðan greniskóg, þá er það ein sú sjón, sem aldrei fyrnist þeim, sem séð hefúr. Ekki verð- ur því með orðum lýst, fremur en ægileik úthafsins eða hvíti jökulbreiðunnar. Grönin er beinust allra trjáa og hvössust á svipinn, einkum langt til að sjá. Þar sem hávaxinn greniskógur þekur stóra dali og víðar lendur, eins og í Norður-Svíþjóð, þá er eins og óvígur her hafi skipazt til varnar, styðjist við spjót sín, en hárbeittir oddarnir vita beint upp, þúsundir þúsunda. Fylkingin stendur þarna og bíður, rósöm og ægileg, og hrærist ekki. Ég naut ekki lengi útsýnis þennan dag. Norðanhríð kom á og jókst því meir sem skyggja tók. Þegar lestin stóð við, var eins og hríðinni slotaði allt í einu, því að raunar var hægðarveður. En drífan sýndist miklu meiri en var, vegna þess að lestin rann í veðrið. Kvöld- ið varð dimmt og dapurt, og ískyggilegt út að sjá. Ég horfði út í myrkrið og hríðina með tilfinning þess, sem veit af smalamanni og fénu úti, en getur ekki lið veitt. Eg hugsaði til feðra minna, sem öld eftir öld hafa þaufað heim fénu úr grenjandi hríðum, kaldir og klaka-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.