Vaka - 01.11.1928, Síða 108
HELGI HJÖRVAR:
[vakaJ
J62
nútímans heí'ur tekið þeim bótum, að nú er gert úrvals-
stál úr því járni, sem áður varð ekki nema sori einn.
Degi síðar fór ég nœsta áfanga, norður á Jamtaland.
Það er svipuð leið og úr Reykjavík, sveitir allar norður
að Mývatni; það er 8 stunda i'erð með hraðlest.
Nú tekur landið annan svip. Það hækkar jafnt og
þétt, skógurinn færist í aukana, geysimikill barrskógur.
Það er líkast því og að aka í gljúfrum, þar sem greni-
skógurinn er ruddur fyrir brautinni, eins og hamra-
veggir á tvær hendur af háum, þykkvum skógi. Hér talca
við bændabýli með Dalasvip, rauðmáluð húsin ðll, lág
og traust, útihúsin bjálkabyggð, fallegir, hlýlegir bæir,
prýði landsins, hvar sem litið er. En stórskógurinn
eykst, smágróðrinum og laufskóginum hnignar því
meir sem norðar dregur.
Þar sein sér yfir víðan greniskóg, þá er það ein sú
sjón, sem aldrei fyrnist þeim, sem séð hefúr. Ekki verð-
ur því með orðum lýst, fremur en ægileik úthafsins eða
hvíti jökulbreiðunnar. Grönin er beinust allra trjáa og
hvössust á svipinn, einkum langt til að sjá. Þar sem
hávaxinn greniskógur þekur stóra dali og víðar lendur,
eins og í Norður-Svíþjóð, þá er eins og óvígur her hafi
skipazt til varnar, styðjist við spjót sín, en hárbeittir
oddarnir vita beint upp, þúsundir þúsunda. Fylkingin
stendur þarna og bíður, rósöm og ægileg, og hrærist
ekki.
Ég naut ekki lengi útsýnis þennan dag. Norðanhríð
kom á og jókst því meir sem skyggja tók. Þegar lestin
stóð við, var eins og hríðinni slotaði allt í einu, því að
raunar var hægðarveður. En drífan sýndist miklu
meiri en var, vegna þess að lestin rann í veðrið. Kvöld-
ið varð dimmt og dapurt, og ískyggilegt út að sjá. Ég
horfði út í myrkrið og hríðina með tilfinning þess, sem
veit af smalamanni og fénu úti, en getur ekki lið veitt.
Eg hugsaði til feðra minna, sem öld eftir öld hafa
þaufað heim fénu úr grenjandi hríðum, kaldir og klaka-