Vaka - 01.11.1928, Page 109
!vakaJ
KERÐABRÉK.
36S
barnir. Nú sat ég þarna í hægum sessi og hlýindum og
fann vel, að mig skorti allt þrek til að í'ara í fðtin þeirra
og taka upp þeirra baráttu. Hríðin gerði mér ekki
grand. En það hrikti í lestarvagninum eins og brengl-
aðri bæjarhurð, eins og þegar pabbi var aleinn úti að
koma kindunum heim, en kalt inni, og alltaf dimmdi
og dimmdi, en allir í bænum þögulir og kvíðafullir, úr-
ræðalausir og aumir, hvað sem út af kynni að bera. Það
var eins og kofarnir væru að síga saman undan ein-
hverju heljarfargi og allt líf að slokkna út á jörðunni.
Þessi kvíði skammdegiskvöldanna fer aldrei úr sál
þess, sem hann hefur reynt á barnsaldri. Ég hafði slit-
ið mig burt frá góðum vinum um daginn, og óveðrið
og inyrkrið lagðist á mig. Mér fannst ég heyra hrynjað
fé jarma sáran úti i kolsvartri hríðinni.
En lestin rann sína settu leið og skilaði öllum í rétt-
an næturstað, að Austursundi á Jamtalandi. Austur-
sund stendur við Stórasjó, og er bær á við Reykjavík,
miklu útkjálkalegri þó, og liggur álíka norðarlega og
Reykjavík.
Þjóðin, sem þetta land byggir, á að venjast hriðum og
frosti, miklu meir en við íslendingar yfirleitt. Landið
er byggt frá Noregi, úr Þrændalögum, eigi miður en
austan frá, og ættu þvi Jamtar að vera skyldastir okkur
af Svíum, enda hafa nýjar rannsóknir sannað, að svo
er. En ólíkt er hér með skyldum um varnirnar gegn
harðýðgi náttúrunnar. Bæði er hér skógurinn, sem
dregur úr hriðum, og úr skóginum fær ærið efni til
húsa. Hér geta menn gert sér hlý og rúmgóð híbýli úr
skógarviði, og eldsneyti er óþrjótandi til að verma bú-
staði manna. Svo var þetta að minnsta kosti áður fyr,
en nú er hver hrisla komin í eigu ríkismanna í Stokk-
hólmi. Enn er annað: íslendingar verða úti milli bæja
i írostlitlu veðri, vegna klæðleysis og fákunnáttu í út-
búnaði í ferðalögum. Hér gera menn sér hin beztu vetr-
arklæði úr heimafengnu efni, gæruskinnuin, sem ís-