Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 110
364
HELGI HJÖRVAR:
[ VA K A ]
lendinga skortir sízt. Alþýða manna hefur frá ómunatíð
kunnað að tilreiða skinnin, heima hjá sér, súta þau og
verka, klippa þau allsnöggt, og verða þau við það létt
og voðfelld. Með skinnum þessuin fóðra menn vetrar-
kápur og vetrarstígvél, en utanyfirföt, stakkar og káp-
ur, úr gæruskinnum einum eru algeng, einkum um Dali
og Jamtaland. En Lappar gera sér vetrarklæði úr hrein-
feldum, sem kunnugt er. Og miklu er Lappinn skvn-
samlegar búinn en flestir íslendingar. En við eigum
eftir að læra betur að hagnýta okkur gærurnar, sem
bæði að ullinni til og gæðum skinnsins eru með af-
brigðum. — Reykvíksk kona, sem ég þekki, hefur af
eigin smekkvísi búið vetrarkápu sina prýðilega með
íslenzku gæruskinni gráu, sjálfum sauðarlitnum, klippl
ullina hæfilega; þetta færist nú í vöxt. Slík loðskinn
verða ótrúlega falleg. í Stokkhólmi ganga prúðbúnir
heldri menn ineð loðhúfur úr kliptum gæruskinnum,
gráum eða hvítum. fslendingar selja gærur við litlu
verði, en kaupa dýrar og ónýtar loðhúfur frá öðrum
löndum.
Ég var sneinma á ferli næsta dag. Þennan sama
morgun fyrir mörgum árum stóð ég yfir vini mínum
dauðum úti á íslandi. Nú vaknaði ég lengst austur á
Jamtalandi. Dagur var nýrunninn og bjart í austri, en
annars þykkt loft og snjólegt, milt veður og kyrrt, og
birti fljótt. Stórisjór Iiggur þarna, lengri en augað eyg-
ir, og svartur að sjá í snævi þöktum ásum. Skógurinn
er ekki grænn, heldur svartur; barrið er orðið dökkt
af haustkuldunum. Snjóinn sér ekki i skóginum til-
sýndar; hann gleypir kynstur af fönn, svo að hvergi
sér stað. En skóglausu svæðin eru alhvít.
Eimlestin hefur staðið þarna á brautarteinunum uin
nóttina. Nú Ieggur hún enn upp í nýja ferð, stundu fyr-
ir dagmál. Það ýlir og marrar i hjólum og teinum, þeg-
ar hún sígur af stað; lestin er stirðnuð i hverjum Iið,