Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 112
366
H15LGI HJÖRVAK:
Ivaka]
inum, en leiðtogar jarls bundu höfuðsárið Gunnlaugs yfir
dauðum val níu íslendinga. Þeir Hrafn fóru upp Vera-
dal, sem er næsti dalur fyrir norðan, og þar eru vötnin
tvö á heiðunum. Norðmenn segja, að staðurinn sé auð-
þekktur, og hefur Finnur Jónsson staðfest það, en hann
hefur farið þá hina sömu leið.
Hvort sem nú saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs er
sönn eða eigi, þá tók hún mig nú fastari tökum en fyr,
fastar miklu á þessuin slóðum, er ég var svo nærri
vettvanginum, heldur en á Borg eða Gilsbakka. Sólin
skein gegnum mjúk ský, hrein og mild, yfir snævi
þakin heiðafjöll, og var rennikóf á hæðunum. Langt
burtu sýndist mér snærinn blóði drifinn. Hörð og þver
var sú lund, sem kom tveim mönnum til þess að fara
land úr landi, til þess að berjast hér uppi á Kili af þrá
eftir einni konu. — En hvernig var konan? Hún var
fegurst kona, sem verið hefur á íslandi, og hár hennar
svo fagurt sem gullband, segir Gunnlaugssaga. En fyrir
margra augum mun Helga hin fagra vera fegurst og
minnisstæðust eins og henni er lýst í eldaskálanum í
Hraundal, þar sem hún situr, blíð og harmþrungin, og
rekur skikkjuna Gunnlaugs í dauðanum. Ótrúlega
margir eru þeir Islendingar, sem aldrei hafa lesið
Gunnlaugssögu, en fjöldi þeirra, sem lesið hafa, munu
títt hafa veitt þvi athygli, að sagan hermir að eins eitt
tilsvar eftir Helgu, þegar Hrafn segir henni draum
sinn, og þau orð eru allt annað en blíð eða beygjuleg:
„Hugðumk ormi á armi
ýdöggvar þér höggvinn,
væri beðr í blóði,
brúðr, þinn roðinn mínu
„Það mun ég aldrei gráta“, segir hiin, Helga hin fagra
og góða, við manninn, sem hjá henni hvíldi. Draumur-
inn átti sér skamman aldur. Konan veitti Hrafni sárið,
rétt sem hann vaknaði, meira miklu og kvalafyllra en i