Vaka - 01.11.1928, Síða 120
374
KR. LINNET.
[vaka]
stuðningi, einstaklingunum til handa. En almenna skipu-
lagsbundna stefnu i þessa átt hafa þessir flokkar hvorki
i framkvæmdinni né á stefnuskrám sínum. Þetta álít ég
rangt og einnig óviturt, litið frá stjórnmálalegu sjón-
armiði. Því að kröfur fjöldans um þetta eru bæði svo
réttmætar og byggðar á svo mikilli nauðsyn, að þær hljóta
að verða teknar til greina. Er þá eðlilegt, að almenn-
ingur hallist mjög að stefnu jafnaðarmanna, sem legg-
ur mest kapp á þetta og berst fyrir ákveðinni leið í
þessu. En einmitt vegna þess að vér, sem erum í öðr-
um flokkum, ekki aðhyllumst þessa leið, heldur álít-
um hana ai' mörgum ástæðum óheppilega, þá verðum
vér að benda á aðra vegu. En þar sem hcr er að ræða
um mál, sem varðar þjóðfélagið afar miklu, ber flokk-
unum að sjálfsögðu að hafa sem stefnuatriði þá leið,
er þeir vilja fara í þvi. Að sú leið sé
ALMENNAR SKIPULAGSBUNDNAR TRYGGINGAR
tei ég víst, að bæði íhaldsflokkurinn, Framsóknar-
flokkurinn og sá Frjálslyndi sé sammála um. Hitt mun
menn fremur greina á um, hve langt þessar tryggingar
eigi að ná og með hverjum hætti þær skuli vera. Er
nú ætlun mín að fara nokkrum orðum um stefnu mína
í þessu. Tek ég til athugunar þær tryggingar, sem
mestu skiftir, sem eru: elli-, sjúkra- og atvinnutrygg-
ingar. Þegar öllum gömlum mönnum, veikum og vinnu-
lausum, er fjárhagslega sæmilega borgið, verður ísland
öðrum löndum til fyrirmyndar og samvizka þjóðfélags-
ins léttari.
ELLI- OG SJÚKRATRYGGINGAR.
Það iná slá því föstu — reynslan er ótvírætt búin að
sýna það — að frjálsar tryggingar, studdar af því op-
inbera, eru alls ónógar. Þær verða aldrei eins almennar