Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 122
KR. LINNET:
[ VAKA ]
:i7(>
hyggjura hefði verið létt af, ef tillögur inínar hefðu náð
fram að ganga þegar fyrir tíu árum, er ég fyrst bar
þær fram.
Það er þýðingarlítið að fara hér að ræða um einstök
atriði. Má þar vísa til lagafrumvarps Jóns Sigurðsson-
ar alþ.m. á Reynistað, er fram kom fyrir nokkrum ár-
um. Átti ég ekki lítinn þátt í því og tel það sæmileg-
an grundvöll með nokkrum Umbótum. En aulc þeirrar
undirstöðu, sem ég hefi nefnt, ætla ég að drepa laus-
Iega á nokkra meginþætti hugmyndar minnar og síðan
fara fáum orðum um helztu andmælin.
Hver kaupstaður og hver sýsla hefir sinn sjóð.
Nokkuð af árlegum tekjum hans á að leggjast til hlið-
ar. Því fé skal fyrst og fremst verja til þess að byggja
fyrir sjúkrahús og elliheimili, og ef til vill styrkja
rekstur þeirra að einhverju leyti. Ég álít, að allir þeir,
sem liggja langar legur og hafa miður góðar heimilis-
ástæður, eigi að vera á sjúkrahúsum án sérstaks kostn-
aðar fyrir sig. Þess vegna þurfa sjúkrahúsin að vera
mörg og stór. Ég tel, að elliheimilin eigi að vera svo
mörg og svo stór, að þau geti orðið heimili allra
heimilislausra gamalmenna. Þ a ð m u n d i f 1 ý t a
mjög fyrir því, að þetta kæmist í fram-
lcvæmd, ef til væru sjóðir, sem gætu
lánað fé til þessa. Lánskjörin eiga að vera
miklu betri en venja er um önnur lán. Lánað t. d. til
hundrað ára og með lágum vöxtum. Þetta er einn
kostur á fyrirkomulagi því, sem ég sting upp á, og
hann ekki lítill.
í sambandi við þessa skyldutrygging á að vera i'rjáls
trygging, sem myndar sérstaka deild, bæði sjúkratrygg-
ing og ellitrygging. Til hennar greiddu svo þeir, sem
vildu ög gætu tryggt líf og heilsu fram yfir það, sem
skyldutryggingin leggur á herðar. Sérstaklega á þetta
við i upphafi, meðan sjóðirnir eru litlir og' ekki allir fá
greiðslur úr þeiin. Væri sennilega rétt, að rikissjóður