Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 123
[VAKA1
ÖRYGGI AFKOMUNNAR.
377
ýtti eitthvað undir þetta nieð fjárframlagi. Geta menn
þá keypt sér hærri elligreiðslu og lífeyri, enda fengjn
allir þar greiðslur, sem væru meðlimir hinna frjálsu
trygginga. —
Þá ætla ég að minnast á nokkur helztu andmælin
gegn þessu, sem ég hefi orðið var við. Frá mér litið
eru þau afar veigalítil.
Sumir menn tala mikið um, að hér sé hinn langláti
nefskattur að stinga upp höfðinu. Ég hefi þegar rök-
stutt vegna hvers ég álít að beint einstaklingsgjald eigi
að vera. Nefskattur er það ekki — i þessa orðs rétta
skilningi. Því að það er vitanlegt, að þar sem gert er
ráð fyrir, að bæði ríkis-, bæjar- og sýslusjóðir greiði á-
kveðin tillög (eftir íhúatölu), þá koma gjöld þessi harð-
ast niður á þeim efnameiri, sem auðvitað greiða lang-
mest til allra þessara sjóða. Sé dæmt um þetta af sann-
girni og hluldrægnislaust, hljóta menn að kannast við,
að rétt sé, sem ég fullyrði, að um engan nefskalt sé
að ræða.
Aðrir halda fram, að það sé óviðunandi, að ekki fái
allir greiðslur úr sjóðum þessum, enda þótt allir borgi.
og sé þetta andstætt öllu eðli trygginga. Leiði einnig af
þessu, að það verði að „skammta mönnum“ og setja
suma hjá. En þetta sé bæði örðugt og óvinsælt og komi
þurfalingsbrag 1 greiðslurnar.
Að nokkru leyli er þessu svarað hér að framan með
því að benda á, að menn verði oft hér í lífinu að læra
að skríða, áður en þeir fara að ganga, og að ekki verði
allt tekið í einu stökki. Mestu varðar, að einhverntíma
sé lagt á stað að markinu. En að þessu slepptu virðast
mér andmæli þessi mjög vanhugsuð.
Það má að vísu færa rök fyrir því, að eins og flest-
ir kaupa sama hlutinn sama verði í sömu Inið, eigi all-
fr að fá sömu hlunnindi fyrir það, er þeir leggja til að
tryggja elli sína og heilsu. En á móti þessu kemur sú
meginhugsun, að það er æðri siðferðishugsun, að þeir.