Vaka - 01.11.1928, Page 125
ÖRYGGI AFKOMUNNAR.
379
VAKA'i
á nokkrum rökum byggS. Þau eru, að ókleift eða ill-
kleift muni verða að innheimta þessi gjöld hjá mörg-
uin gjaldendum.
Gegn þessu vil ég taka fram.
Nú greiðir embættismaður, oft af fremur lágum laun-
uin sínum, 200—300 krónur árlega til ellitryggingar og
fatlist hann til frambúðar frá störfum.
Þessi tiltölulega mikla upphæð er tekin af launum
hans, jafnóðum og þau eru greidd.
Ég álít, að það sem alinenningur á að greiða í áður
nefndu skyni, megi fá greitt á svipaðan hátt. Ég tel, að
það megi skylda þann mann, sem hefir aðra í vinnu
hjá sér á ákveðnum tímum ársins, til þess að borga gjöld
þessi af kaupi mannsins, nema að hann sýni, að liann
sc sjálfur búinn að því eða aðrir fyrir hann. Væru þá,
eins og nú hagar til, sjálfsagðir mánuðirnir febrúar—
maí og júlí—september. Með þessum hætti yrði komizt
hjá mestu örðugleikunum á innheimtunni.
Að lokum ætla ég að svara mótmæluin, sem aldrei
koma fram, en þó eru efalaust rík í hugum ýmsra, vit-
andi og óvitándi. Það eru mótmælin, sem síngirnin og
sínkan hvísla að mönnum. Hér er um það að ræða, að
taka á sig annara byrðar. Líkna sjúkum og bágstödd-
um, en fá ekkert fyrir það. Ekki einu sinni þakklæti
þeirra. Til þessara manna vil ég tala nolckrum huggun-
arorðum. f fyrsla lagi léttast vitanlega sveitarþyngslin
með þessu. Þeir verða efalaust færri, sem þurfa opin-
beran styrk vegna elli og sjúkleika. Útsvörin lækka
því eitthvað vegna þessa. í öðru lagi veit enginn nema
hann þurli einhverntíma á þessu að halda fyrir sjálf-
an sig. Fáir eru svo vel stæðir, að ekki geti komiö fyrir,
að þeir þurfi hjálpar við. Því síður vita menn, hvort
börn þeirra verði svo stæð. Er þá að minnsta kosti búið
í haginn fyrir þau. Athugið þetta og reiknið út, hvort
ekki geti hugsazt að það borgi sig að greiða þessi gjöld.