Vaka - 01.11.1928, Side 126
380
KR. LINNET:
| vaka]
Hver veit nema að það geti orðið útkoman á d;eminur
þegar allt er tekið með.
ATVINNUTRYGGINGAR.
Þá kem ég að því viðfangsefninu, sem örðugast er og
jafnframt viðkvœmast. Mér dettur ekki í hug, að ég sé
fær um að benda á hina einu sáluhjálplegu leið í þess-
um efnum. Fjarri þvi. Þó vil ég í þessu sambandi láta
í ljcs skoðun mína á því, hvað ég álít rétt að reyna.
Mergurinn málsins er hér, að prófa sig fram og láta
reynsluna skera úr. Jafnaðannenn álíta, að það megi
leysa „gordiska“ hnútinn með breyttu þjóðskipulagi og
í einu stökki. Ég hefi ekki minnstu trú á þessu. í þessu
máli, fremur en mörgum öðrum, verður að feta sig fram.
Ég er þeirrar skoðunar, að það sé einhver æðsta
skylda hvers þjóðfélags að sjá um, að allir þegnar þess
geti fengið vinnu, þeir sem vilja og geta unnið. Ég er
þeirrar skoðunar, að þessi skylda sé hörmulega van-
rækt, og þau sjálfsögðu mannréttindi allt of mjög fyrir
borð borin. En hinsvegar veit ég einnig og játa, að þetta
er einhver örðugasta þjóðfélagsskyldan og sú, sem ó-
kleift er að gegna til hlítar, og lengi mun verða ókleift.
Veldur því m. a. sífelld fjölgun þegnanna.
Jafnaðarmenn báru á síðasta Alþingi fram frumvarp
um atvinnuleysistryggingar. Frumvarp þetta var fellt
og ekki þekki ég fylgi manna við það. Grundvallar-
hugsun þessa frumvarps var sú, að ríkið styrkti frjáls
samtök v e r k a m a n n a í að tryggja þeim einhverja
greiðslu eftir efnum og ástæðum, þegar þeir væru al-
vinnulausir. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi grund-
vallarhugsun sé röng og mjög óheppileg i framkvæmd.
Ég álít, að grundvallarhugsunin eigi að vera atvinnu-
trygging en ekki atvinnuleysi s-trygging. Það er
að segja, að ég tel, að leggja eigi meiri skyldur á hið
opinbera en til þessa hefir tíðkazt, að sjá mönnuin fyr-