Vaka - 01.11.1928, Page 128
382 KR. LINNET: ÖRYGGI AFKOMUNNAR. [vakaj
trygging og ellitrygging. Lög um þetta eru öll frá árinu
sem leið. Þau eru lög um ellieyri, lög um sjúkrasamlög
og um öryrkja. I lögum um ellieyri er svo ákveðið, að
þeir, sem eru eldri en 65 ára (undantekningar þó um
suma frá 60. aldursári) skuli, ef þeir fullnægja ákveðn-
um skilyrðum, fá ákveðna upphæð til styrktar í ellinni.
Greiðist þetta næstum eingöngu úr ríkissjóði. Auk þess
er nokkrum bæjarstjórnum heimilað að veita lítinn
styrk til viðbótar. Skilyrðin eru m. a., að menn hafi ó-
spillt mannorð, hafi ekki þegið sveitarstyrk síðustu þrjú
árin og að líferni manna hafi ekki undangengin 5 ár
verið til hneykslis með drykkjuskap og öðru. Þá er elli-
eyririnn mjög hundinn við tekjur manna. Umsóknir
sendast bæjar- og sveitastjórnum, sem rannsaka, hvort
umsækjandi fullnægir skilyrðum laganna um efnahag
og annað.
Það er ýmsum skilyrðum bundið að geta orðið með-
limur í sjúkrasamlögunum dönslcu. Um það eru gefnar
út nákvæmar reglur þriðja hvert ár. En meginreglan er
sú, að aðrir koma þar ekki til greina en efnalausir
verkamenn og þeir, sem talið er hafi svipaða fjárhags-
lega aðstöðu. Hlunnindin eru: ókeypis læknishjálp að
einhverju leyti eða öllu. Ókeypis vist á sjúkrahúsi fyrir
meðlimina og börn þeirra undir 15 ára aldri. Dagpen-
ingar ekki minni en 40 aurar.
í sambandi við sjúkrasamlögin eru öryrkjabætur eftir
sérstökum lögum. Hver meðlimur í samlagi á, eftir að
hann er orðinn 18 ára, að greiða sérstakt aukagjald
vegna öryrkjatryggingar og er gegn því tryggður eftir
ákveðnum reglum, þangað til hann er 62 ára. Öryrkjar
eru menn taldir, þegar starfsháefi þeirra er aðeins einn
þriðji hluti af því er var.
Af því, sem hér er minnzt á, er auðséð, að allar eru
þessar greiðslur afar takmarkaðar. Það er ekki allra
minnsta efa undirorpið, að fyrirkomulag það, sem ég
berst fyrir, tekur því stórum fram um það að búast má
við, að miklu fleiri njóti góðs af tryggingunum, eink-
um þegar frá líður. Mér að minnsta kosti virðist það
hvorki til hins lakara né frágangssök, að einstakling-
arnir verði e i 11 h v a ð að leggja á sig þess vegna.
K. L.