Vaka - 01.11.1928, Síða 134
388
RITFREGNIR.
[vaka]
hjá nánustu frændþjóðum vorum eigi enn eftir að verða
fyrir heilnæmum áhrifum frá Bretlandi og Þýzkalandi,
líkt og ástundan fornritanna endur fyrir löngu.
.S. N.
RITFREGNIR.
Magnús Jónsson: PÁLL POSTULI OG FRUM-
KRISTNIN UM HANS DAGA.
Það er mikið nauðsynjaverk að skýra fyrir almenn-
ingi biblíusöguna. Aðaldrættir hinna merkilegu rann-
sókna á biblíunni, sem framdar hafa verið á síðustu
tímum, þurfa að verða almenningseign. Takmark þeirra
rannsókna hefir verið að komast að raun um, hvað væri
sannast og réttast um allt það er biblíuna snertir. Rann-
sóknirnar hai'a stundað margir ágætir menn að lærdómi
og sannleiksást, enda hefir árangurinn orðið mikill.
Rökkur miðaldanna grúfir ekki lengur yfir sögu frum-
kristninnar. Hún stendur fyrir oss í nýju ljósi, svo
hjörtu, að vér sjáum skýrt móta fyrir frumherjunum,
uppruna trúarsetninga og þróun þeirra. Hver sá, sem
flytur almenningi árangur þess milda starfs, vinnur gott
verk. Fjöldi manna lifir og hrærist í biblíulegum hug-
myndum og orðatiltækjum. Er þeim mönnum hin mesta
nauðsyn að fá að skyggnast bak við fortjald biblíuvís-
indanna.
Bók Magnúsar Jónssonar prófessors kemur þvi í góð-
ar þarfir. Bréf Páls postula hat'a oft verið lesin eins og
þar væri um játningarrit að ræða, ritgerðir um trúfræði,
ritaðar svo að segja með fingri guðs. En þar er í raun-
inni um regluleg sendibréf að ræða, sem bregða upp
skýrri mynd af bréfritaranum, starfi hans, gleði og sorg,
trúarhliða og trúarskoðunum. Páll postuli er ekki mest-
ur sem trúfræðingur. Hann er hinn mikli trúboði krist-
innar kirkju. Hann setur sér það mark að leggja lönd
heiðninnar undir vehli kristninnar og jafnframt hefjast
með honum áhrif heiðninnar á hugmyndir kristinna