Vaka - 01.11.1928, Síða 139
[vaka]
SVAR TIL JÓNASAR ÞORBERGSSONAR.
393
valda i þjóðfélögunum. Öil ]>cssi nöfn ltafa því fyrir iöngu
fengið fasta sögulega merkingu, og get cg ekki séð, að neitt vit
sé í því að vera að reyna að rugla þeirri merkingu hér úti á
yzta útskeri álfunnar. En íslendingar þjást nú sem stend-
ur m. a. af þeim kvilla, að vilja skipa öllum sínum málum að
útlendri fyrirmynd. Þess vegna höfum við ekki getað unað öðru
en að taka upp útlend flokksheiti, þó að þau á engan iiátt geti
samrýmzt högum vorum í fortíö eða nútíð.
Öllum má vera kunnugt, hvernig komið var fyrir fslandi
1874, er þjóðin fékk loks aftur nokkur ráð vfir máluin sínum
eftir margra alda áþján. Þar er skemmst af aða segja, að allt
var í rústum. Þá var nálega ekkert það til á íslandi, sem ein-
kennir menningarlíf nútímans, nema auðug tunga og fátaeklegar
bókmenntir. Vitanlega má segja, að hér hafi verið nokkur stétta-
greining, — húsbændur og hjú, embættismenn og alþýða, — en
]>ó hafði fátæktin jafnað svo lífskjör einstaklinganna, að slíks
munu fá eða engin dæmi i sögu þjóðanna. Ekki kreppti þá ís-
lenzkt auðvald að almenningi, enda var þá engin peningastofnun
til á landinu, nema einn sparisjóður. Hann var stofnaður árið
1872, og voru 13,000 krónur í honum við lok þess árs!
Hvernig á nú pólitísk íhaldsstefna að spretta upp úr slíkum
jarðvegi? Sannleikurinn er sá, að yfir land vort hafa gengið
tvær landnámsaldir, og stóð hin fyrri yfir 874—930, en hin síð-
ari hófst 1874 og er Iivergi nærri lokið enn. fsland er ennþá van-
liirt og lílt numin nýlenda. En í ungum nýlendum geta ílialds-eða
afturhaldsflokkar ekki þrifizt. Það er haft eftir Magnúsi lands-
höfðingja Stephensen, að hann liafi aldrei ]>ekkt íslending, sem
vildi kannast við, að hann væri íhaldssamur. Sjálfsagt hafa þó
margir samtíðarmenn hans verið íhaldsmenn að eðlisfari. En
þeir hafa haft ljóst hugboð um, að hér á landi háttaði svo til,
að engin ihaldsstefna gæti fest rætur. Öll þjóðin var nauðug,
viljug knúin til framsóknar, ef hún ætlaði sér ekki að liggja
sem kolbítur í bæli sínu um aldir alda. Við höfðum ekkert eða
nálega ekkert, sem vert var að „halda í“, nema tungu og bók-
menntir. En á þeiin sviðum erum við allir eða viljum við allir
vera bæði íhaldsmenn og framsóknar i senn, eftir því sem við
höfum vit og menningu til.
Á tveimur síðustu áratugum hafa þau stórtiðindi gerzt hér
á landi, að þjóðin hefir hafið framsóknarbaráttu, sem er miklu
tilþrifameiri og víðtækari lieldur en nokkur umbóta-viðleitni,
sem áður hefir þekkzt hér á landi. Allar stéttir og flokkar ])jóð-
félagsins hafa tekið l>átt i þeirri baráttu, en ])ó hefir þeim þvi
miður ckki öllum skilað jafnvel áfram. Bændastéttin hefir ó-