Vaka - 01.11.1928, Síða 142
396
SVAH TIL JÓNASAR ÞORBERGSSONAR.
[vaka].
Jónas Þorbergsson ritstjóri minnist á „almenn réttindi“
sem höfuðdeilumál flokka. En hvernig fer um almenn réttindi
]>ar sem gerræðismenn fara með völd? Nú er svo komið, að menn
þykjast hér á landi hafa talsverða ástæðu til ]iess að ugga um
skoðanafrelsi þeirra manna, sem nokkuð eiga undir landsstjórn-
inni. Hvernig lízt „I’ramsókn" á ])á l)liku? Hvcrnig lízt „Fram-
sókn“ á einræði og gerræði, á rangindi og lagabrot? Þeir, sem
vilja ieita svars við ])eim spurningum, ættu að lesa síðustu Al-
])ingistiðindi, ])ví að þar er svarið að finna, — og er ]>að ekki
„Framsókn" til sóma. Það mun og mega telja til almennra rétt-
inda, að borgararnir liafi nokkurn veginn jafnan kosningarétt.
Allir vita, að kjördæmaskipun þessa lands er orðin að luiðulegri
vitleysu, sem byggist á einum saman rangindum. Hvernig hefir
„Framsókn“ snúizt við kröfunni um endurbætta lcjördæmaskip-
un? „Tíminn“ hefir ausið ókvæðisorðum yfir ])á málaleitun. Og
inargt fleira mætti tii tína, ef tími og rúm leyfði, sem bendir til
ótviræðrar afturhaldstilhneigingar hjá flokknum, sem her hið
glæsilega nafn „Framsókn".
En hvort sem ílialdsflokkurinn heldur áfram að bera ]>að rang-
nefni, sem hann hefir valið sjálfum sér, eða hann l>reytir um
nafn, ])á er eitt vist: að nú er lionum „völlur vitaður". Hann á
nú haráttu fyrir höndum, sem ef til vill verður erfið, m. a.
vegna þess, að flokkurinn liefir margar yfirsjónir á samvizk-
unni. Það tjáir ekki að lialda því fram, að skjöldur lians sé
lireinn og flekklaus. En ])ó verður það nú hans sögulega lilut-
verk að glæða pólitíska sómatiifinning þjóðarinnar, að vekja
virðingu hennar fyrir lögum og landsrélti og veita kúgunartil-
lineigingum og þingspillingu öfluga mótspyrnu. Ef flokknum ekki
tekst að inna ])að hlutverk sæmilega af hendi, þá er ekki gott að
segja, hver tiðindi kunna að vera í aðsigi í ]>essu umkomulitla
þjóðfélagi.
Árni l'álsson.