Vikan


Vikan - 15.12.1960, Síða 2

Vikan - 15.12.1960, Síða 2
MIBUNUCmUR í KVIKHYHDAHUSUH Af hverju getur fólk ekki beðið eftir því að myndinni ljúki, spyr Maggi líka áþreifanlegar sannanir fyrir þvf, að í Reykjavík er aragrúi fólks, sem aldrei hefur í Listasafnið komið og hefur engan hug á að leggja leið sína þangað, þrátt fyrir lista- verkagetraunina okkar. Letileg hljóðfæri Kæra Vika! Eitt er það, sem mér finnst að Pósturinn ætti að taka alvarlega fyrir, þvi mér sýnist að hann láti sér fátt mannlegt óviðkomandi, það er þessi bölvaður æðibunugangur í fólki i bíó. Um leið og hillir undir, að myndinni fari að Ijúka, er eins og allir sitji á nálum eða eldsvoði sé á ferð. Það er farið að aka sér í sætunum, snýta sér svo drynur i, geispa og gera alls konar hundakúnstir. Konur hnýta á sig höfuðklúta og karlmenn kveikja sér í sigarettum. Svo þegar kemur að þvi að tónlistin verður sterkari, eins og oft er undir lokin, brýzt loks „eldsvoðinn“ út fyrir alvöru, og allir taka að ryðjast með pústrum og hrindingum í átt til dyra. Þvi er nú eitt sinn þannig farið, að oft er endir kvikmynda ekki síður listrænn en það sem á undan er gengið. Við, þessar fáu hræður, sem förum í bíó til þess að sjá myndina til enda, tiltaka nakvæmlega, hvenær sýningu lýkur á hverri mynd, svo að gestir geti fyrirfram fund- ið út, hve lengi þeir verða að vera hverju sinni, og sitji svo kyrrir, þar til sýningu lýkur? Maggi. Tillögunni er hér með komið á framfæri með fullum stuðningi Póstsins. Getraun eða happdrætti Kæra Vika. Þökk fyrir margvíslegt og skemmtilegt lestrar- efni sem þú birtir, en ekki finnst okkur úti á landi réttlátt að visa Reykvíkingum á hvar myndirnar í getrauninni er að sjá, það er engin getraun fyrir þá bara happdrætti. Okkur úti á landi virðist réttlátt, að hið sama gildi fyrir þá og okkur, að þeir verði að þekkja eða gizka á rétt listamannsnafn. Konur í klúbb. Kæra Vika! Gætirðu ekki komið þvi á framfæri við hljóm- sveitirnar á skemmtistöðum í Reykjavík, að þær létu einhvern eða einhverja spila fyrir sig, þegar þær taka sér langa hvíld. Það er ekkert gaman að sitja og biða eftir því að þeim þóknist að koma aftur úr kaffi og horfa á iðjulaus hljóð- færin á meðan. Helga. höfum ekkert næði til þess, því að annaðhvort eru allir risnir úr sætum og skyggja á, eða þeir eru á leið til dyra með ys og gný. Ég veit þess meira að segja dæmi, að mikill hluti bíógesta hafi verið kominn út, þegar myndin náði hámarki í endann. Er ekki hægt að fá kvikmyndahúsin til þess að Konur í klúbb! Mér finnst svolítils mis- skilnings gæta í þessu bréfi. Við bentum öllum landsmönnum og öðrum lesendum Vik- unnar á, hvar myndirnar í getrauninni er að sjá, en ekki bara Reykvíkingum. Hitt er svo hlutur, sem við hér á Vikunni eigum enga sök á, að Listasafn ríkisins skuli vera stað- sett í Reykjavík en ekki úti á landi. Við höfum Þessi tillaga er líka studd — og henni komið á framfæri. Minnkun í að læra dans? Kæra Vika! Hvernig stendur á þvi, að strákum þykir ___________________________-— _____x, ORION Universal ORION BARNAFÖT ORION UNIVERSAL tveggja nálaborða er löngu viðurkennd sem ein allra fullkomnasta heimilisprjónavélin sem framleidd hefur verið. ORION UNIVERSAL er óvenju sterkbyggð, ná- kvæm, handhæg og lipur i meðförum og skilar frábærlega jöfnu prjóni. Umferðateljarinn auðveldar vinnuna til muna, þar sem ekki þarf að leggja umf. á minnið. Með því að snúa hnöppum á hvorum sleða vélarinnar prjónar ORION UNI- VERSAL sjálfkrafa einf. eða tvöfalt „garðaprjón" sem svo mjög er í tizku nú. Með þvi aðeins að snúa 2 hnöppum á vél- inni prjónar hún hringprjón án þess að á hana þurfi að setja nokkur auka-áhöld. Þannig má losna við saum á sokk- um, tvöföldum treflum og öðru þvíliku. ORION 220 er nýjasta gerðin af ORION-PRJ ÓNAVÉLUM. Hún er sérstaklega gerð vegna fjölmargra óska um hentuga og ódýra prjóna- vél fyrir fólk sem gripa vill í prjónavél endrum og eins. ORION 220 hefur eitt nálaborð. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.