Vikan


Vikan - 15.12.1960, Page 22

Vikan - 15.12.1960, Page 22
Gamall draumur Sture Lagerwall heitir maðurinn með byssuna, og í janúar næstkomandi rætist gamall draumur hans. Frá því að hann var sárungur, hefur hann langað stórlega til þess að fara til Nairobi og veiða ljón af fílsbaki, og nú er það ákveðið, að hann leggi af stað i janúar. Hann er þegar byrjaður að æfa sig með skot- vopnið heima hjá sér, og Anna María konan hans fylgist vand- lega með. Enda ætlar hún að fylgja manni sínum til Nairobi,. til þess að fullvissa sig um, að ljónin hafi ekki endaskipti á hlut- verkum og veiði karlinn hennar. Negrasöngkonan Ertha Kitt er nú komin til London til þess. að fara með aðalhlutverk í kabarettleik, sem í (mjög) laus- legri þýðingu mundi heita „Orðrómurinn“. Fyrir utan að' syngja þar öllum til ánægju, vekur hún yl í brjóstum karl- manna með því að koma fram í búningi, sem virðist verai fulllítill á hana, og orðrómur gengur um það, að hún megii ekki draga andann djúpt, því þá verði hún að laga saumsprett- ur þegar sýningunni lýkur. Úr þvi að við erum að tala umi búninginn hennar, er rétt að geta þess, að hann kostaði um: 700.000.00 kr. ísl. — svo það er betra að hún dragi andann ekkii allt of djúpt. Einu sinni átti Ertha tvær óskir: í fyrsta lagi ætlaði húm að ná sér í hvítan og góðan mann. Það heppnaðist. Hún giftist; kaupmanni að nafni William McDonald. Hin óskin: Að eign- ast tvö börn, sem bæði hefðu ljósa hárið hans pabba síns. Sái draumur hefur enn ekki ræzt, en vonandi vcrður þess ekkii langt að bíða. ic Ertha viö hljóönemann í 700 þús. kr. kjólnum. Ertha og maöur hennar, William McDonald. 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.