Vikan


Vikan - 15.12.1960, Side 26

Vikan - 15.12.1960, Side 26
Öllum börnum finnst gaman að gefa eitthvað sem þau hafa búið til sjálf og hvers vegna ekki að spara peningana fyrir jólakortunum í ár og búa þau til sjálf. Hérna eru tvö kort í réttri stœrS, sem þiS getið málað, klippt út og limt á pappa. Ilugsið ykkur hvað þau munu líta vel út, þegar þið eruð búin að mála jólasveinana rauða, trén græn ljósið gult og himinn bláan. Annars ráðið þið alveg hvernig þið hafið þau á litinn. En notið ekki vaxliti eða pastelliti, þeir smita bara út Ef þú þarft fleiri kort en þessi, geturðu tekið eftir þeim og ef þið eruð mjög dugleg getið þið teiknað eftir þeim, annars leggið þið þunnan pappir yfir, áður en þið málið, og teikniS eftir strikunum og þegar þið teiknið i gegn, getið þið breytt teikningunum eftir vild, sleppt einhverju eða bætt einhverju við. Þetta er t. d. alveg tilvalið fyrir börn í skólum sem þurfa að senda ógrynnin öll af kortum. r@\l / •9 Þennan skemmtilega sprellikarl geturðu auðveldlega búið til á eftir- farandi hátt: Stækkaðu fyrst fyrirmyndina á rúðupappírnum og not- aðu rúðurnar þér til hjálpar. Þú hefur pappírinn jafnlangan og jafn- breiðan og rúðurnar eiga að vera 2x2 cm. Þegar þú hefur lokið við að stækka fyrirmyndina, tekur þú myndirnar upp á pappa og notar við það kalkipappir. TeikniS upp einn búk með höfði, tvo hand- leggi og tvo fætur (neðst til hægri). Klippið svo hlutina út og litið annaðhvort með vatnslitum eða öðruvisi litum. MuniS eftir aS hafa hægri og vinstri hönd ekki eins, eins er með fæturna. Búkur, hendur og fætur eru nú sett saman með seglgarnsspottum, sem þú bindur hnúta á, og á milli handa og fóta gerir þú stórar lykkjur, og þegar þú togar i þær . . . Já, þá hvað? ^ L L I K A R L 1 t< 26 vixan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.