Vikan


Vikan - 15.12.1960, Síða 41

Vikan - 15.12.1960, Síða 41
Jólabakstur og jólasælgæti Framhald af bls. 16. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Flórsykri og kókósmjöli er blandað varlega saman við. Bakað er í kringl- óttu eða ferköntuðu tertumóti við hægan hita (um 1 klst.), þar til rend- ur kökunnar eru farnar að dökkna og kakan fallega gulbrún. Þá er hún kæld. KremiO: Rauðurnar eru hrærðar með flórsykrinum, Þar til þær eru ljósar og léttar. Smjör og súkkulaði brætt saman yfir gufu, hrært saman við, látið yfir kökuna, þegar það er farið að þykkna. Á jólunum er fallegt að skreyta kökuna með grænum marsípanblöðum eða marsípanstöfum. Smákökur Vaniljuhringir. 250 gr hveiti, 150 gr sykur, 150 gr smjörlíki, 1 egg, 50 gr möndl- ur, 1 tesk. vanilja, hjartasalt á hnifsoddi. Möndlurnar eru afhýddar og sax- aðar mjög smátt. Hveiti, sykri og hjartasalti er blandað saman, smjör- líkið mulið í, vætt í með eggi og vanilju, hnoðað saman með möndl- unum, kælt, hakkað og mótað í kransa, sem eru látnir á smurða plötu og bakaðir við jafnan, hægan hita ljósbrúnir. Kókoskökur. 375 gr hveiti, 250 gr kókosmjöl, 375 gr sykur, 1 tesk. hjartasalt, 250 gr smjörliki, 125 gr rúsínur, 2 egg. Hnoðaö deig, rúllað í lengjur, sem eru mótaðar kantaðar, — kældar, skornar í sneiðar, bakaðar við góð- an hita. Hnetukökur. 3 bollar haframjöl, 1% bolli hveiti, 1 tesk. hjartasalt, 1 bolli púðursykur, 1 bolli strásykur, 250 gr smjörlíki, 1 bolli hnetur, 2 egg, 1 tesk. vanilja. Smjörlíkið er hrært með sykrinum, eggin hrærð saman við eitt og eitt. Hveitið og hjartasaltið er sáldað saman við haframjölið, hneturnar saxaðar smátt og látnar saman við. Allt er hnoðað saman ásamt vanilj- unni. Deigið er blautt, svo að betra er að sálda dálítið hveiti á borðið, meðan það er mótað i lengjur, kælt og geymt til næsta dags, skorið í sneiðar og bakað við jafnan hita, þar til kökurnar eru dekkri á röndunum. Mömmukökur. 125 gr smjörliki, 100 gr sykur, 250 gr síróp, 1 egg, 500 gr hveiti, 2 tesk. engifer, 1 tesk. natrón. Smjörið, sykurinn og sírópið er sett í pott og hitað, — kælt. Þegar það er næstum kalt, er eggið hrært saman við, Hveitið er sáldað með kryddinu og natróninu og því hrært saman við, látið standa eina nótt, breitt þunnt út, skorið með litlu, kringlóttu móti, bakað við góðan hita, tvær og tvær lagðar saman með smjörkremi eða öðru kremi. Smjörkrevi: 100 gr smjör hrært lint, 150 gr flórsykur sáldaður og hrærður saman við ásamt 1 eggja- rauðu og 1 tesk. af vanilju. Súkkulaðimarange. 1 eggjahvita, 20 gr kakó, 250 gr flórsykur, 1 tesk. vatn. Flórsykur er sáldaður ásamt kakó- inu, vætt með eggjahvítunni og vatn- inu, hnoðað, mótað í hakkavél í af- aflangar, þunnar lengjur, sem eru skornar á ská (um 7 cm), látnar á hveitistráða plötu og bakaðar við hægan hita. Bornar íram með kaffi, einnig ágætar með ís. Brúnar kökur. % dl síróp, 1% dl sykur, 75 gr smjörlíki, % dl rjómi (má vera súr), 1 tesk. negull, % msk. kan- ill, 1 tesk. engifer,’ 400 gr hveiti, 1 tesk. matarsódi, 75 gr möndlur. Smjörlíkið er hrært lint, sykurinn hrærður saman við ásamt sírópinu, hveitið, sódaduftið og kryddið sáld- að á borð, rjóminn þeyttur, allt hnoðað saman í þétt deig (hveiti bætt við, ef með þarf), flatt út í þunnar kökur, skorið með kringlóttu móti, penslað með vatni, % mandla sett á miðju hverrar köku, bakað við hæg- an hita. Ef kökurnar renna út, er hveiti hnoðað upp í deigið. Or þessu deigi má búa til stjörnur, hjörtu, jóla- karla, dýr o. fl. Jólasælgæti Marsípan nr. I. 25 gr smjörlíki, 40 gr hveiti, um % dl rjómi, möndludropar, 2— 300 gr flórsykur. Smjorlíkið er brætt, hveitið hrært saman við, þynnt með rjómanum, kælt, flórsykurinn sáldaður, hnoöað upp í deigið. Marsípan nr. II. 1 dl hveiti og 1 dl rjómabland soð- ið saman, kælt, hnoðað ásamt 200 gr af flórsykri og möndludropum. Heimatilbúið marsípan er ágætt að nota í konfekt. Þá eru sett í mis- munandi bragðefni, svo sem súkku- laði brytjað, saxaðar möndlur eða hnetur, gráfikjur, rúsmur, döðlur o. s. frv. saman við og hjúpað með hjúpsúkkulaði, ef vill, — skreytt með því, sem í er. E'inn- ig má búa til eftirlikingar af græn- meti og ávöxtum úr þessum massa og nota mislit bréf til skreyting- ar. Þetta marsípan er einnig ágætt utan um kökur, er þá flatt út á smjör- pappír. Hraun. 125 gr kókossmjör eða jurta- feiti, 65 gr flórsykur, 50 gr kakó, 65 gr hrís eða kornflök (corn flakes). Allt hitað saman í potti, þar til feitin er bráðnuð, sett á smurðan smjörpappír og látið storkna. Nota má hnetur, möndlur og rúsínur í staðinn fyrir hrísinn. Geymist á köldum stað. Piparmyntukonfekt. 250 gr ílórsykur, 1 eggjahvíta, 1 msk. rjómi, 2 dropar pipar- myntuolia. Flórsykurinn er sáldaður, vætt í með hvítu, rjóma og dropum, hnoð- að i lengjur og skorið í litla bita, sem eru látnir storkna. Kókosbollur. % dl rjómi, 50 gr smjör, 25 gr kakó, 150 gr flórsykur, 200 gr kókosmjöl. Smjöri, kakói og rjóma er blandað saman í potti og hitað, flórsykri vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.