Vikan


Vikan - 15.12.1960, Side 46

Vikan - 15.12.1960, Side 46
PRIIVIO F=,F?IIVIO Primo er ódýrastur, aðeins 16,10 % 1. flaska. Primo er nýr þvottalögur. Primo er einstæð húshjálp, sparar tíma og erfiði. Primo leysir upp óhreinindin Primo í þvottinn Primo í uppþvottinn. VERKSMIÐJAN MJÖLL H.F. landamaður. Ég sagði sem var, að ég væri af Islandi. Það kom þá í ljós, að hann var sjálfur Islendingur að uppruna. Hann hafði verið munaðar- laus og fór ungur í siglingar. Svo hafði hann kvænzt austur í Jórdaníu og tekið þar við verzlun. — Hefur þú ekki kvænzt um dag- ana ? — Nei, hef verið einhleypur. Hins vegar á ég tvö börn, annað með norskri stúlku og hitt með ítalskri. — Eru þau með mæðrum sínum í heimalöndum þeirra? — Nei, ekki núna. Þau eru í Sviss. Ég kosta þau á skóla þar. — Svo að þú heldur þá sambandi við þau. — Ji, það geri ég og ætla mér að sji um menntun þeirra. — Langar þig ekki til þess að sjá ísiamj aftur? — Jú, ekki hefði ég á móti því. — Þú ættir að geta veitt þér ann- r.ð eins. — Spurningin er ekki um það, heldur hitt, að ég hef brotið brýrn- ar. Ég held, að maður eigi að halda sínu striki og aldrei áð snúa við. Þeg- ar ég fór frá íslandi, þá var ég á- kveðinn í því að koma þangað ekki aftur. —• Þú gætir farið þangað sem bandarískur ferðamaðúr og talað ensku. — Ég held ekki. Ég gæti ekki hugsað mér að koma til Islands og tala ekki íslenzku. Þó að ég færi með þeim ásetningi að leika útlending, þá félli ég fyrr eða síðar, þegar ég heyrði málið talað í kringum mig. GS. Síðasta jólakveðjan hans Framhald af bls. 11. kvæmlega það sama og hans: Fyrirgefðu mér öll bituryrðin, en þú veizt, að ég elska þig svo inni- lega, og það var einmitt þess vegna, sem ég var svo beizk í orðum. Ég lofa þér því, að ég skal aldrei framar segja eitt cinasta biturt orð við þig..... !--------------------------------- Ég hef lntgboð um, að hann liafi fengið þessa jólakveðju í tæka tið. Ekki veit ég, hvernig menn fá liug- mynd um slíkt, en cg er viss um, að aðrar sjómánnskonur taka undir það með mér, að þess konar til- finningar séu næmari hjá okkur en öðru fólki. í draumum mínum hef ég oft séð hann fara í bátinn í jólabylnum með bréfið og jólabögglana bundna saman í pinltil. Ég lief séð liann opna höggulinn í draumnum, séð skelfingu hans brcytast í breitt og gleiti bros, sem ég þekkti svo vel, — þegar hann tók utan af potta- leppnum, pappírsbílunum og öðrum smáhlutum. Ég held, að þessi draumur sýni mér veruleikann, og fyrir það veitist mér léttara að bera harndeik þessara jóla. Ekkert harnanna veit enn, að faðir þeirra fórst á jólunum. Ég hef ek.ki getað fengið af mér að segja þeim frá þvi, vegna þess að ég veit, að ])að mundi eyðileggja hvert einasta aðfangadagskvöld i hernsku þeirra hér eftir, ef þau kæmust að þvi. Hitt er mér Ijóst, að einhvern tíma verða þau að fá að vita það. Ég vona, að það verði sem siðast. Við bænir mínar bæti ég einni ákveðinni setningu: Hjálpaðu mér til þess, að ég geti haldið þessi jól með börnum mínum þannig, að þau verði sú hátíð gteði og öryggis, sem þau eiga að vera. Ég veit, að hver einasta móðir i landinu skilur þessa bæn. Og ég veit þær munu einnig skilja, hve óendanlega erfitt það er að vera í jólaskapi. Það tókst á jóhinum, sem slysið varð, og það tókst lika í fyrra. Ég vona, að það takist jafn- vel nú í þetta sinn og öll þau að- fnngadagskvöld, sem ókomin eru. En guð veit, hve ég Iilakka til ])ess aðfangadagskvölds, þegar ég má gera hið eina, sem ég hef innsta og dýpsta löngun til: gráta heitt og lengi..... * Brýrnar eru brotnar Framhald af bls. 15. áður. Ég fór að láta mér detta það í hug, að ég hefði átt þarna heima í fyrra lífi, en þá hugsun flæmdi ég burt eins og hverja aðra fjarstæðu. En mér fannst fólkið ákaflega hjálp- samt og elskulegt. — Lærðir þú ekki talsvert í tungu- málum á þessum ferðalögum? — Það er að minnsta kosti betra ástand í þeim efnum en þegar ég kom út hingað haustið góða. Ég tala níu tungumál nokkurn veginn alveg og hrafl í öðrum. — E'n hvers vegna býrð þú hér í Kaupmannahöfn á sumrin? — Ég kom nú hingað fyrst til út- landa, eins og áður er sagt, og hef haldið tryggð við staðinn síðan. Svo er Kaupmannahöfn orðin höfuðstað- ur Evrópu, síðan stríðinu lauk. Áður var það Paris, en nú er alls konar skepnuskapur á svo háu stigi Þar, aö Höfn hefur tekið við hlutverkinu, og hér er geysimikill ferðamanna- straumur. — Norðurlandabúar eru talsvert ólíkir þessum suðrænu þjóðum í Suður-Ameríku, sem þú kannt svo vel við, — eða finnst þér það ekki? — Jú, þeir eru ólikir. Norður- Evrópumenn standa á æðra menn- ingarstigi og hafa meiri áhyggjur af morgundeginum, en maður hittir góða menn og vonda af öllum þjóðflokkum. — Hefurðu víða orðið var við Is- lendinga á ferðum þinum? — ÍVtaður hittir þá á ótrúlegustu stöðum. En þeir hafa flestir breytt um nöfn, vegna þess að íslenzku nöfnin eru mjög stirð fyrir flestar þjóðir, og þá uppgötvar maður ekki, að þeir séu frá Islandi, nema náin kynni komi til. Ég get sagt þér til dæmis, að ég átti góðan kunningja í Ameriku, sem ég hafði Þekkt í tvö ár, þegar ég komst að því, að hann var Islendingur. Ég hef líka hitt landa í Suður-Ameríku og Nýja- Sjálandi og einn austur í Trans- Jórdaníu. Hann var kaupmaður þar og spurði mlg, hvort ég væri Noröur- 'lólagjöf scni PIERPOHT ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: höggvarið Jr vatnsþétt ★ glæsilegt ★ árs ábyrgð Jr óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. Sendi í póstkröfu um állt land. Garðar Ólafsson, úrsmiður. LæTcjartorgi — Sírni 10081 4 6 vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.