Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 10

Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 10
10 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR FJÖLMIÐLAR Samanlagðar tekjur fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga, ásamt tekjum af kost- un, námu ríflega 9,8 milljörðum króna árið 2008, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Fram kemur að auglýsingatekj- ur miðlanna hafi dregist saman um fimm prósent milli ára. „Reiknað á meðalverðlagi ársins 2008 rýrn- uðu auglýsingatekjurnar um 15 af hundraði,“ segir Hagstofan. Af þeim flokkum fjölmiðla sem tölur um auglýsingatekjur ná til, féll stærstur hluti tekna til frétta- blaða (dagblaða og vikublaða), eða 58 prósent, en ríflega fjórðungur til sjónvarps. Hlutfall útvarps af auglýsingatekjum nam 14 prósent- um. „Restina ráku kvikmynda- hús, mynddiskar og myndbönd með samanlagt laust innan við tvo af hundraði teknanna,“ segir í til- kynningu Hagstofunnar. Skipting auglýsingatekna milli miðla er að mestu óbreytt síðustu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, segir að í ljósi talna um hlutfallsskipt- ingu fjölmiðla á auglýsingamark- aði sé athyglisvert að velta fyrir sér stöðunni á sjónvarpsmarkaði. „Hún er gríðarlega ójöfn með þenn- an risa inni á markaðnum sem fær til sín einhverjar 3.600 milljónir af skattfé okkar til að keppa við einka- fyrirtækin,“ segir hún og staldrar við tölu í nýjum ársreikningi Rík- isútvarpsins (RÚV) um 336 millj- óna króna sölukostnað. „Ég lít svo á að þar sé herkostnaður sem ríkið leggur út í til að keppa á þessum markaði,“ segir hún og bendir á að Landlæknisembættið fái úthlutað svipaðri tölu á fjárlögum 2010. Sigríður kveðst annars ánægð með gang mála hjá Skjánum frá því ákveðið var fyrir mánuði að breyta Skjá einum í áskriftarstöð. „Við erum á næstu dögum að fara að verðlauna áskrifanda númer 20 þúsund,“ segir hún, en í þeirri tölu er vísað til virkra áskrifenda. Þorsteinn Þorsteinsson, mark- aðsstjóri RÚV, segir meintan „her- kostnað“ hins vegar fremur lítinn í samanburði við annað, innan við 10 prósent af auglýsingatekjum. Með í sölukostnaði sé allur dagskrárkynn- ingarkostnaður, fjölmiðlakannan- ir, allar afskriftir, sem í fyrra hafi numið 40 milljónum króna, auk afnotadeildar, sem hafi verið starf- andi á þessum tíma. „Minnihlutinn af þessu er beinn sölukostnaður,“ segir hann og bætir við að á þessu ári hafi afföll af auglýsingatekjum aukist verulega, en þær falli undir afskriftirnar. Þorsteinn segir skekkja nýbirt- an reikning að reikningsárið byrji í september. „En við erum búin að vera í samdrætti alveg frá því í jan- úar.“ olikr@frettabladid.is Auglýsingatekjur voru 9,8 milljarðar í fyrra Ríkisútvarpið sækir ekki hart á auglýsingamarkað að sögn markaðsstjóra RÚV. Ójöfn samkeppni, segir framkvæmdastjóri Skjásins. Sjónvarpsstöðvarnar deila með sér rúmum fjórðungi auglýsingakökunnar á fjölmiðlamarkaði. SNJÓMOKSTUR Á BÍLÞAKI Scott Carver í borginni Salina í Kansas, Bandaríkj- unum, gerði sér lítið fyrir og brá sér upp á bílinn sinn þegar hann þurfti að sópa af honum snjó morgun einn í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 · Stór snertiskjár · 5MP myndavél · Tónlistaspilari · Spilar Divx kvikmyndir · Styður 3G háhraðanet Þinn fyrsti LG Glæsilegur farsími með snertiskjá Skátar vilja í Voga Bandalag íslenskra skáta hefur sent bæjarráði Voga bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um endurreisn skátastarfs í sveitarfélaginu. Bæjar- ráð fagnar erindinu og vísar því til frístunda- og menningarfulltrúa. Milljón króna styrkur frá VR Stjórn VR hefur ákveðið að styrkja átakið Karlmenn og krabbamein um eina milljón króna. Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrr á árinu fyrir átakinu sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að karlar fylgist með einkennum krabbameins. LÍKNARMÁL Borgarlistinn hættir Samfylkingin í Borgarnesi hefur ákveðið að bjóða fram undir eigin merkjum í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þar með lýkur samstarfi flokksins við Vinstri græna og óháða, en það hefur staðið í þrjú kjörtímabil. SVEITASTJÓRNARMÁL BRETLAND, AP Breska stjórnin ætlar að leggja fimmtíu prósent skatt á ofurbónus bankamanna, sem þó á að taka aðeins af greiðsl- um ársins 2009. „Sumir bankar telja það enn for- gangsmál að greiða starfsfólki, sem fyrir er á háum launum, veru- legan kaupauka,“ sagði Alistair Darling fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagaskýrsluna. „Ég er staðráðinn í að krækja í peninga aftur handa skattgreið- endum.“ Stjórnarandstaðan segir þetta aðeins kosningabrellu, til þess ætl- aða að koma í veg fyrir tap Verka- mannaflokksins í kosningum í vor. Darling viðurkenndi jafnframt að efnahagssamdráttur á þessu ári verði 4,75 prósent, sem er töluvert hærra en spáð var í apríl. - gb Breska ríkisstjórnin: Ofurskattur á ofurkaupauka FJÖLMIÐLAR Samdráttur á auglýsingamarkaði á þessu ári gæti numið þriðjungi eða svo, að mati Ara Edwald, forstjóra 365. Hann segir stöðuna heldur hafa batnað í haust og vonar að botni sé náð. Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgun- blaðsins, segir auglýsingamarkaðinn hafa verið mjög erfiðan allt þetta ár og frá hruni í fyrra. „En þó eru ýmis teikn á lofti um að eitt- hvað muni glæðast á næsta ári. Fyrirtæki á borð við bankana eru að koma sér í meiri stell- ingar en þau hafa getað gert og ég vænti þess að bankarnir þurfi að stunda eðlilega markaðs- starfsemi.“ Óskar segist jafnframt vona að það sama komi til með að eiga við um bílasölu, að þar taki markaður að glæðast eitthvað sem og í fasteignum. „Almennt getum við hjá Árvakri sagt að við þær breytingar sem hér hafa verið gerðar hefur áhugi á blaðinu aukist með ýmsum hætti og það er út af fyrir sig gott. Við teljum okkur því ágætlega sett í samkeppninni ef þetta fer eitthvað að taka við sér.“ Ari Edwald segir að fram undir haustið hafi menn þar á bæ metið sem svo að samdráttur á auglýsingamarkaði næmi um 35 prósentum á þessu ári og kæmi hvað harðast niður hjá prentmiðlum. „En markaðurinn er aðeins að taka við sér. Svo skiptir líka máli að viðmið- unarmánuðirnir eru komnir í að vera mánuð- irnir eftir hrun.“ Þá segist Ari líka hafa á tilfinningunni að samdráttur í auglýsingatekjum 365 sé minni en annars staðar. Fjölmiðlar félagsins, Frétta- blaðið, Stöð 2 og Vísir, hafi aukið hlut sinn eitthvað og því dregist minna saman en mark- aðurinn í heild. Almennt verði bati þó hægur. „Við gerum ráð fyrir mjög lítilli raunaukn- ingu auglýsingatekna á næsta ári.“ - óká Dagblöð og tímarit deila með sér tæpum 60 prósentum auglýsingamarkaðar fjölmiðla: Erfiður auglýsingamarkaður allt þetta ár 25% Auglýsingatekjur eftir flokkum fjölmiðla 2007-2008 Fréttablöð Hljóðvarp Sjónvarp Kvikmyndahús, mynddiskar og bönd 58%14% 26% 2% 61% 13% 2007 2008 1% FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ARI EDWALDÓSKAR MAGNÚSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.