Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 10
10 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR
FJÖLMIÐLAR Samanlagðar tekjur
fjölmiðla af birtingu og flutningi
auglýsinga, ásamt tekjum af kost-
un, námu ríflega 9,8 milljörðum
króna árið 2008, samkvæmt tölum
sem Hagstofa Íslands birti í gær.
Fram kemur að auglýsingatekj-
ur miðlanna hafi dregist saman um
fimm prósent milli ára. „Reiknað
á meðalverðlagi ársins 2008 rýrn-
uðu auglýsingatekjurnar um 15 af
hundraði,“ segir Hagstofan.
Af þeim flokkum fjölmiðla sem
tölur um auglýsingatekjur ná til,
féll stærstur hluti tekna til frétta-
blaða (dagblaða og vikublaða), eða
58 prósent, en ríflega fjórðungur
til sjónvarps. Hlutfall útvarps af
auglýsingatekjum nam 14 prósent-
um. „Restina ráku kvikmynda-
hús, mynddiskar og myndbönd
með samanlagt laust innan við tvo
af hundraði teknanna,“ segir í til-
kynningu Hagstofunnar. Skipting
auglýsingatekna milli miðla er að
mestu óbreytt síðustu ár.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
framkvæmdastjóri Skjásins, segir
að í ljósi talna um hlutfallsskipt-
ingu fjölmiðla á auglýsingamark-
aði sé athyglisvert að velta fyrir
sér stöðunni á sjónvarpsmarkaði.
„Hún er gríðarlega ójöfn með þenn-
an risa inni á markaðnum sem fær
til sín einhverjar 3.600 milljónir af
skattfé okkar til að keppa við einka-
fyrirtækin,“ segir hún og staldrar
við tölu í nýjum ársreikningi Rík-
isútvarpsins (RÚV) um 336 millj-
óna króna sölukostnað. „Ég lít svo
á að þar sé herkostnaður sem ríkið
leggur út í til að keppa á þessum
markaði,“ segir hún og bendir á að
Landlæknisembættið fái úthlutað
svipaðri tölu á fjárlögum 2010.
Sigríður kveðst annars ánægð
með gang mála hjá Skjánum frá
því ákveðið var fyrir mánuði að
breyta Skjá einum í áskriftarstöð.
„Við erum á næstu dögum að fara
að verðlauna áskrifanda númer 20
þúsund,“ segir hún, en í þeirri tölu
er vísað til virkra áskrifenda.
Þorsteinn Þorsteinsson, mark-
aðsstjóri RÚV, segir meintan „her-
kostnað“ hins vegar fremur lítinn í
samanburði við annað, innan við 10
prósent af auglýsingatekjum. Með í
sölukostnaði sé allur dagskrárkynn-
ingarkostnaður, fjölmiðlakannan-
ir, allar afskriftir, sem í fyrra hafi
numið 40 milljónum króna, auk
afnotadeildar, sem hafi verið starf-
andi á þessum tíma. „Minnihlutinn
af þessu er beinn sölukostnaður,“
segir hann og bætir við að á þessu
ári hafi afföll af auglýsingatekjum
aukist verulega, en þær falli undir
afskriftirnar.
Þorsteinn segir skekkja nýbirt-
an reikning að reikningsárið byrji
í september. „En við erum búin að
vera í samdrætti alveg frá því í jan-
úar.“ olikr@frettabladid.is
Auglýsingatekjur voru
9,8 milljarðar í fyrra
Ríkisútvarpið sækir ekki hart á auglýsingamarkað að sögn markaðsstjóra RÚV.
Ójöfn samkeppni, segir framkvæmdastjóri Skjásins. Sjónvarpsstöðvarnar deila
með sér rúmum fjórðungi auglýsingakökunnar á fjölmiðlamarkaði.
SNJÓMOKSTUR Á BÍLÞAKI Scott Carver
í borginni Salina í Kansas, Bandaríkj-
unum, gerði sér lítið fyrir og brá sér
upp á bílinn sinn þegar hann þurfti
að sópa af honum snjó morgun einn í
vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hollráð um eldvarnir
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Reykskynjarar bjarga mannslífum
Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar,
slökkvitæki og eldvarnateppi.
Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur
er að finna á oryggi.is.
PPII
PPAAA
RRRRRR
\\\\\\\\\\\\
TTTTTTTTTTBBBBB
WWWWWW
AAAA
••
SSÍÍ
AAA
•
9
2
2
5
4
5
44
9
2
2
5
9
2
2
· Stór snertiskjár
· 5MP myndavél
· Tónlistaspilari
· Spilar Divx kvikmyndir
· Styður 3G háhraðanet
Þinn fyrsti LG
Glæsilegur farsími
með snertiskjá
Skátar vilja í Voga
Bandalag íslenskra skáta hefur sent
bæjarráði Voga bréf þar sem óskað
er eftir viðræðum um endurreisn
skátastarfs í sveitarfélaginu. Bæjar-
ráð fagnar erindinu og vísar því til
frístunda- og menningarfulltrúa.
Milljón króna styrkur frá VR
Stjórn VR hefur ákveðið að styrkja
átakið Karlmenn og krabbamein um
eina milljón króna. Krabbameinsfélag
Íslands stóð fyrr á árinu fyrir átakinu
sem er ætlað að vekja athygli á
mikilvægi þess að karlar fylgist með
einkennum krabbameins.
LÍKNARMÁL
Borgarlistinn hættir
Samfylkingin í Borgarnesi hefur
ákveðið að bjóða fram undir eigin
merkjum í sveitarstjórnarkosningum í
vor. Þar með lýkur samstarfi flokksins
við Vinstri græna og óháða, en það
hefur staðið í þrjú kjörtímabil.
SVEITASTJÓRNARMÁL
BRETLAND, AP Breska stjórnin
ætlar að leggja fimmtíu prósent
skatt á ofurbónus bankamanna,
sem þó á að taka aðeins af greiðsl-
um ársins 2009.
„Sumir bankar telja það enn for-
gangsmál að greiða starfsfólki,
sem fyrir er á háum launum, veru-
legan kaupauka,“ sagði Alistair
Darling fjármálaráðherra þegar
hann kynnti fjárlagaskýrsluna.
„Ég er staðráðinn í að krækja í
peninga aftur handa skattgreið-
endum.“
Stjórnarandstaðan segir þetta
aðeins kosningabrellu, til þess ætl-
aða að koma í veg fyrir tap Verka-
mannaflokksins í kosningum í vor.
Darling viðurkenndi jafnframt að
efnahagssamdráttur á þessu ári
verði 4,75 prósent, sem er töluvert
hærra en spáð var í apríl. - gb
Breska ríkisstjórnin:
Ofurskattur á
ofurkaupauka
FJÖLMIÐLAR Samdráttur á auglýsingamarkaði á
þessu ári gæti numið þriðjungi eða svo, að mati
Ara Edwald, forstjóra 365. Hann segir stöðuna
heldur hafa batnað í haust og vonar að botni sé
náð.
Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgun-
blaðsins, segir auglýsingamarkaðinn hafa
verið mjög erfiðan allt þetta ár og frá hruni í
fyrra. „En þó eru ýmis teikn á lofti um að eitt-
hvað muni glæðast á næsta ári. Fyrirtæki á
borð við bankana eru að koma sér í meiri stell-
ingar en þau hafa getað gert og ég vænti þess
að bankarnir þurfi að stunda eðlilega markaðs-
starfsemi.“
Óskar segist jafnframt vona að það sama
komi til með að eiga við um bílasölu, að þar
taki markaður að glæðast eitthvað sem og í
fasteignum. „Almennt getum við hjá Árvakri
sagt að við þær breytingar sem hér hafa
verið gerðar hefur áhugi á blaðinu aukist með
ýmsum hætti og það er út af fyrir sig gott. Við
teljum okkur því ágætlega sett í samkeppninni
ef þetta fer eitthvað að taka við sér.“
Ari Edwald segir að fram undir haustið hafi
menn þar á bæ metið sem svo að samdráttur
á auglýsingamarkaði næmi um 35 prósentum
á þessu ári og kæmi hvað harðast niður hjá
prentmiðlum. „En markaðurinn er aðeins að
taka við sér. Svo skiptir líka máli að viðmið-
unarmánuðirnir eru komnir í að vera mánuð-
irnir eftir hrun.“
Þá segist Ari líka hafa á tilfinningunni að
samdráttur í auglýsingatekjum 365 sé minni
en annars staðar. Fjölmiðlar félagsins, Frétta-
blaðið, Stöð 2 og Vísir, hafi aukið hlut sinn
eitthvað og því dregist minna saman en mark-
aðurinn í heild. Almennt verði bati þó hægur.
„Við gerum ráð fyrir mjög lítilli raunaukn-
ingu auglýsingatekna á næsta ári.“ - óká
Dagblöð og tímarit deila með sér tæpum 60 prósentum auglýsingamarkaðar fjölmiðla:
Erfiður auglýsingamarkaður allt þetta ár
25%
Auglýsingatekjur eftir flokkum fjölmiðla 2007-2008
Fréttablöð
Hljóðvarp
Sjónvarp
Kvikmyndahús,
mynddiskar og bönd
58%14%
26%
2%
61%
13%
2007 2008
1%
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ARI EDWALDÓSKAR MAGNÚSSON