Fréttablaðið - 10.12.2009, Side 45
FIMMTUDAGUR 10. desember 2009 3
Í tilefni tíu ára afmælis skart-
gripaverslunarinnar Aurum verð-
ur boðið upp á fínasta súkkulaði
í versluninni í dag.
„Árin hafa liðið ótrúlega hratt og
kannski er ánægjulegast að sjá
hvernig hönnunin hefur þróast og
orðið margbreytilegri hér heima,“
segir Guðbjörg Kristín Ingvars-
dóttir, sem stofnaði skartgripa-
verslunina Aurum fyrir jólin 1999.
Hún hefur síðan rekið verslunina
í miðborg Reykjavíkur og undan-
farin ár í Bankastræti 4.
Í tilefni afmælisins býður Guð-
björg fólki að koma í verslunina
í dag og þiggja gómsætt súkku-
laði. „Það var útbúið í samvinnu
við Ásgeir í Sandholt en í súkkul-
aðinu endurspeglast nýjustu skart-
gripirnir mínir,“ segir Guðbjörg.
Hún mun enda frumsýna nýjustu
skartgripalínu sína í dag en
í ár hefur hún þegar hann-
að þrjár aðrar línur
sem kall-
ast Kar-
lotta, Móey
og L aufey.
Nafnið á síðustu
línunni verður
upplýst í dag en
Guðbjörg læðir
að blaðamanni
þeirri staðreynd að
sú sé mjög íslensk.
Guðbjörg sækir oft innblást-
ur í íslenska náttúru. Hún legg-
ur áherslu á léttleika í hönnun
sinni og hefur orðið þekkt fyrir
þrívíddarform sín. Sumir af nýju
skartgripunum eru þó með flat-
ara formi auk þess sem þeir eru
stærri en hún er vön að hafa þá.
Þess má geta að Guðbjörg hlaut
Sjónlistarverðlaunin 2008 í flokki
hönnunar. Hægt er skoða og kaupa
skartgripi Guðbjargar á vefsíð-
unni www.aurum.is - sg
Aurum í tíu ár
Móey.
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skart-
gripahönnuður opnaði verslunina
Aurum fyrir tíu árum.
Uppblásanlegir brjóstapúðar
gætu orðið nýjasta æðið.
Við þekkjum aðhaldsnærbux-
urnar sem halda inni maganum,
aðhaldssokkabuxur sem móta
rass og læri og silíkonpúðana
sem hægt er að smeygja inn í
brjóstahöldin til að gefa fyllri
barm.
En nú er komið nýtt leyni-
vopn í baráttu kvenna fyrir
hinu fullkomna útliti. Hér er um
að ræða uppblásna brjóstahald-
ara sem eru nú seldir í verslun-
um Debenhams víða um heim.
Konur hafa tekið við sér og
hundruð uppblásinna brjósta-
halda seldust fyrstu dagana.
Tilgangur hins nýja undirf-
atnaðar er að veita konum hina
fullkomnu brjóstaskoru sem
vitaskuld er erfitt að vera án
þegar farið er út á lífið. Ótví-
ræður kostur er að hægt er að
blása upp á örskotsstundu en
einnig tekur stutta stund að
hleypa loftinu úr allt eftir því
hvort sæti gluggaþvottamað-
urinn eða fúli múli á móti eru
nálægt.
Í brjóstahaldinu
eru púðar sem líkj-
ast útflöttum kjúkl-
ingabringum. Með
því að ýta á takka
pumpast loft í
þá. Þannig má
stækka brjóst-
in um allt að
eina ská la -
stærð. Draum-
ur hverrar konu ekki
satt?
Nýjasta
leynivopnið
Hver er hinn fullkomni
barmur? Það er stóra
spurningin.
Hvað á að gefa í jóla-gjöf? er spurning dagsins. Í París eru sumir heppnari en
aðrir því tískuhús bjóða nú
viðskiptavinum að versla með
afslætti, löngu áður en vetrarút-
sölur hefjast. Sumum finnst súrt
í broti að borga fullu verði það
sem í janúar fer á útsölu. Því er
verslunin í fínu tískuhúsunum
ekki svo mikil fyrir hátíðarn-
ar. Alltaf eru þó einhverjir sem
hætta sér út á þann hála ís að
reyna að klæða vini og vanda-
menn og því er oft mikið um
skipti milli jóla og nýárs.
Fylgihlutir eru auðveldari við-
ureignar því ekki þarf að finna
réttu stærðina heldur aðeins
það sem passar við stíl hvers og
eins. Klútar og slæður geta því
verið góð hugmynd fyrir dömur
og herra og eru upplögð til að
hressa upp á gamlar yfirhafnir
eða gefa þeim dekkri og hress-
ilegra yfirbrað. Verðið er eins
margbreytilegt og munstrið. Hjá
H & M finnast klútar á tæpar
tíu evrur, hjá Kokaï á 35 evrur
meðan fínu tískuhúsin eins og
Louis Vuitton eða Hermès selja
slæður á 350-750 evrur svo
dæmi séu tekin um verð.
Jólapakkar innihalda einnig
oft ilmvötn og helstu framleið-
endur senda gjarnan nýju ilm-
vötnin á markað fyrir jólin. Hjá
Guerlain er Idylle nýjasta afurð-
in, Dolce & Gabbana veðjar á
Rose the one og Ricci Ricci frá
Ninu Ricci gæti bjargað jólunum
en þetta er aðeins brot af dýrð-
inni. Snyrtivöruframleiðendurn-
ir leggja ekki minni áherslu á
sífellt dýrari yngingarkrem sem
oft eru blönduð sjaldgæfum jurt-
um sem eiga að búa yfir ótrúleg-
um eiginleikum og að sjálfsögðu
kosta sitt. Kremin hafa því hald-
ið innreið sína í gjafastríðið,
upplagt í jólapakkann fyrir þá
sem eiga nokkra tugi ilmvatna.
Það frumlegasta er þó nýi vara-
liturinn frá l´Oréal sem bland-
aður er kremi sem á að vinna
gegn hrukkumyndun í vörunum.
Ja, allt er nú til, myndi einhver
segja!
Fyrir þá sem setja mark-
ið hærra er auðvitað hægt að
skella sér á eins og eitt Rolex
með demöntum eða þá nýja
blómahringinn frá eðalsk-
artgripaframleiðslu Dior. Á
krepputímum hækka eðalstein-
ar og gull í verði og demanta er
alltaf hægt að selja, ólíkt hluta-
bréfum sem geta orðið verðlaus
á einum degi. Ekki veit ég hvort
það tengist auknu verðgildi
skartgripa en einn af gömlu
skartgripaframleiðendum rúss-
neska keisarans, Fabergé, hefur
að nýju hafið framleiðslu á
eðalskartgripum eftir níutíu ára
hlé. Söluaðferð Fabergé er hins
vegar gjörbreytt því eðal skart-
ið er selt á Netinu en ekki í
búðum til að sleppa við að eyða í
umgjörðina.
Svo eru þeir til sem lifa í takt
við breytta tíma. Bio-coop-búð-
irnar í París selja bæði mat-
væli og allt sem tengist lífrænni
ræktun. Þar svarar starfsfólkið
ef spurt er um gjafapappír: fólk
getur bara pakkað inn í dagblöð!
Eðalkrem og steinar í jólapakkana
Karlotta.
Laufey.
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París