Vikan


Vikan - 29.08.1963, Qupperneq 21

Vikan - 29.08.1963, Qupperneq 21
„Hann getur ekki lagt af stað fyrr en að hann hefur fengið ein- hverjar fregnir af félögum sín- um. Sér í lagi langar hann til að vita hvernig telpunni líður. Nadyu kallaði hann hana. Hann kvaðst hafa lofað henni því að taka hana með sér, þegar hann flýði land.“ „Ég skil. Að sjálfsögðu skal ég gera allt, sem í mínu valdi stendur." „Katya. Hver veit nema ég verði farinn áður en þér tekst að verða nokkurs áskynja. Viltu þá skreppa upp í fjöllin, á gamla stefnumótstaðinn, þegar þú hef- ur haft tal af þeim, unglingunum, og segja Dmitri fréttirnar — sér í lagi af telpunni, henni Nadyu? Dmitri kvaðst mundu bíða þín þar. Eða heldurðu ekki að þú munir rata þangað aftur?“ „Það skal ég gera. Þú veizt að mér er ljúft að verða við þeirri beiðni hans.“ Þau vöfðu hvort annað örmum í kveðjuskyni. Hún fylgdi hon- um fram á stigaþrepin og horfði á eftir honum. Hana langaði til að fylgja honum eftir, þegar hann hvarf henni sjónum af stigapallinum, en vissi ósköp vel að það væri þýðingarlaust. Og hún sá hann ekki aftur, áð- ur en hann lét í haf. ÞAÐ sama kvöld gekk hún á fund Arnaldovs fulltrúa. „Jæja, þá hefur ykkur tekizt að hafa hendur í hári unglinganna," varð lienni að orði. „Dmitri gengur laus.“ „Ég geri ráð fyrir að ég geti orðið þar að liði. Og mig langar til að sýna og sanna að mér sé ekki alls varnað, þó að svona tækist til,“ sagði hún. „Þú veizt að mér er ljúft að gera þér sérhvern þann greiða, sem í mínu valdi stendur." „Get ég þá fengið að tala við þessa unglinga?" spurði hún. Hann yppti öxlum. Skrifaði síðan leyfið, sem með þurfti og afhenti henni. Börnunum hafði verið búin dvöl í bráðabirgðafangabúðum í einum af hinum nýreistu skál- um. Katya gerði sér far um að tala við drengina áður en hún sneri sér að Nadyu. Þegar til kom, veittist henni örðugt að fá hana til að tala við sig. „Þú veizt að Dmitri hefur ekki flúið land,“ sagði hún, þegar hún -hafði árangurslaust reynt að rjúfa þagnarmúrinn, sem telpan hlóð um sig. Þá leit Nadya stórum augum á hana. „Hvers vegna ekki? Þeir ná honum, ef hann dregur það á langinn.“ „En hann hét þér því að taka þig með sér, ef hann færi,“ mælti Katya enn. Nadya kinkaði kolli. „Þér vit- ið þá allt,“ sagði hún. „Já, því að Dmitri bað Grant Hollis að sjá svo um að ég tal- aði við ykkur. Ég á að hitta Dmitri á eftir og segja honum hvernig ykkur líði. Hvað viltu að ég segi honum frá þér?“ Telpan greip um arm henni svo fast að hana kenndi til. „Segðu honum, að ég vilji að hann fari tafarlaust. Hann getur ekki orðið okkur að neinu liði. Það mundi verða óþolandi fyrir hann, ef þeir tækju hann og lok- uðu hann inni, eins og okkur.“ „En ef hann færi, mundir þú aldrei sjá hann aftur,“ sagði Katya. „Vildirðu ekki heldur að hann gæfi sig fram, eða að hann yrði tekinn? T?k fengirðu að sjá hann.“ „Nei, segðu honum að flýja. Segðu honum að ég ætlist alls ekki til þess að hann efni loforð sitt við mig, því að það getur Framhald á bls. 42 Hann gekk á undan henni þessa löngu og eríiðu lcið og varð sífellt þöguili. Loks sáu þau Kirkjuncs og hann mælti: Nú sný ég aftur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.