Vikan


Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 11

Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 11
Anita Ekberg hefur prýtt þessa síðu áður, en ýmsum fannst kynbomban vera heldur beljuleg í það sinn. — Til að bæta úr þessu, birtum við nýlega mynd af Anitu, en hér sjáum við hana ásamt eiginmanninum, Rik von Nutter. Myndin er tekin <1 á sveitasetri þeirra í grennd við Róm. Stórveldin hafa notað geimfarana sína eins og hver önnur áróðursvopn, en það geta smá- veldin vitanlega ekki ennþá. Þau verða því að finna upp á einhverju í staðinn og hér sjáið þið aðal mannvopnið hans Castros. Hún heitir Bertina Acevedo og er kvikmyndaleik- kona á Kúbu. Þarna er Bertina stödd á Rauða torginu í Moskvu og eins og sjá má ber hún alvæpni. A Vafalaust teljið þið þetta vera Picasso þann fræga listamann, en það er mesti misskilningur. Þetta er enginn annar en kvikmyndaleik- arinn Robert Mitchum sem þarna er verið að sminka. Þessa meðferð verður hann að þola í þrjá tíma samfleytt, en þá er henni loks lokið. Sminkunin er gerð í tilefni af þátt- töku hans í nýrri kvikmynd en í henni leika m. a. Frank Sinatra, Burt Lancester og Kirk Douglas, sem einnig verða að þola sömu með- ferð. Þetta hlýtur að vera einhver sérstök sminkun, hún kostar nefni- lega 100 þúsund dollara vegna aðal- leikaranna. O Gamanleikkonan Kay Stevens, hefur verið nefnd „Danny Kaye kvenþjóðarinnar“. Nú er komið að því að hún og Danny leiki saman í kvikmynd, en myndin liér til hliðar er tekin skömmu“fyrir fyrstu upptöku. Það er eins og Danny sé að hugsa hvað þau eigi sam- eiginlegt. En hann komst fljótlega að því, er þau fóru að leika, hún var nefnilega engu síður skemmtileg en hann sjálfur. — Danny Kaye er duglegur áhuga- ljósmyndari. A litlu mynd- inni hér að neðan er hann að taka myndir af sam- leikurum sínum án þeirra „Ég elska hann Nonna vitundar. Það gerir hann minn, þó aðrir tali illa ósialdan og kemur þeim um hann,“ segir Valerie síðar á óvart með ^ví að Hobson eiginkona Johns Sefa þeim myndirnar til Profumo, sem hún minningar um samstarfið. Kristine Keeler gerði vitlausan í sér. Frú Valerie virðist vera um- burðarlynd gagnvart eiginmanninum, varla ® mundu allar konur þola svona nokkuð. Myndin af þeim hjónum er tek- in suður í Mílanó á Ítalíu, en þar komu þau við á ferðalagi því, sem þau fóru í strax þegar Nonni var búinn að segja af sér. Sumir segja að þetta sé eins konar brúðkaupsferð hjá þeim, þau séu að endurnýja hveitibrauðs- dagana. Vonandi verða þeir skorpulausir. V w Við íslendingar erum ekki lengi að tileinka okk- ur ýmsa siði eða ósiði sem aðrar þjóðir taka upp á. En eitt höfum við ekki apað eftir nágrannaþjóð- unum ennþá (svo vitað sé), en það er striplinga- skapurinn. Þetta „aftur- hvarf til náttúrunnar, eins og striplingarnir nefna þaðl- er að verða mjög algengt erlendis og þar finnst bert fólk í tuga og hundraða- tali. Meðfylgjandi mynd er tekin í Svíþjóð, en þar cru striplingar taldir í kringum 1000. V VIKAN 37. tbl. 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.