Vikan


Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 12

Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 12
Ég var hugfanginn af að horfa á hlemmistóra lús, sem skreið upp eftir lærinu á mér. Hún var álíka stór og lítill einseyringur, ljósgrá að lit og ósköp kurteis. Hún fikraði sig hægt og hægt ofar, og lét ekkert aftra sér frá beinu striki. „Þetta er bölvaður barningur“, sagði Sig- fús, og sveiflaði háfnum út i loftið. „Eintóm- ir Þórsarar" bætti hann við, þegar prófessor- inn tók dauðabeygju framhjá netinu, gargaði tvisvar og stakk sér lóðrétt áttatíu metra niður undir sjó. mm OGLDS „Farðu nú að drepa hana,“ sagði Garðar „hún fer að stinga sér bráðum“ — og starði eins og dáleiddur á lúsina, sem var komin langleiðina upp í nára. „Ef hún nær að bíta sig fasta, er ekki fyrir fjandann sjálfan að ná henni aftur.“ „Hún er svo falleg,“ sagði ég „að ég tími þvi varla.“ „Þú sérð eftir því, piltur minn. Sjáðu bara til!“ Við litum báðir upp, þegar ámátlegt væl heyrðist úr liáfnum hjá Sigfúsi, ekki ósvipað eggjahljóði i hænu, blandað stokkandarkvaki að einum þriðja. Þarna var Týrari kominn í háfinn hjá faonum, og nú var engin miskunn hjá Magnúsi. Lundinn var dreginn á land, vísifingur og löngutöng Sigfúsar ldipptu utan um háls lians (lundans) — snöggur rykkur og snúningur í landátt — og andlát lundans var um garð gengið. Ég gaf lúsinni selbita, svo hún flaug fram af bjargbrúninni við fætur mér, og segir ekki af henni meir í þcssuin þætti. „Hvaða tegund lunda er það, sem þið kallið Týrara?“ spurði ég barnalega, og leit saklaus- um grængráum augum á Garðar, sem var nú að ná sér eftir áfayggjurnar af lúsinni á lærinu. „Jú, það eru til aðeins tvær tegundir lunda,“ svaraði liann alvarlegur í bragði „týrarar og þórsarar. Þú veizt að það eru tvö íþróttafélög i Vestmannaeyjum, Týr og Þór. Við erum

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.