Vikan


Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 13

Vikan - 12.09.1963, Qupperneq 13
Þórsarar hérna úti í Bjarnarey, og veiðum aðeins týrara.“ „En hvernig farið þið að því að þekkja þá í sundur?“ spurði ég spenntur. „Jú, það er einfalt mál. Allir, sem lenda í háfnum, eru týrarar. Þeir, sem sleppa eru þórsarar. Þeir eru mikið fjöl- mennari hérna i eynni. í öðrum eyjum veiða þeir einungis þórsara, þrjótarnir þeir arna. Þeir eru að vísu betri til átu, en ég get aldrei borðað þá. Það cr eins og maður sé að éta sinn bezta vin.“ „Sparðátíningur!“ sagði Sigfús, og snéri týrara úr háls- liðnum. „Drepið þið alla týrara, sem þið náið í?“ spurði ég Garðar. „Nei, við sleppum silisfuglum." „Sílisfuglum?“ „Já, ef þeir eru með síli í nefinu, þá látum við þá eiga sig.“ „Hvaða tiktúrur eru það? Er mannúðin á svona háu stigi hjá ykkur, að þið eruð að hugsa um ungana, sem biða heima í holunuin eftir pabba með morgunmatinn?" „Já, segðu það i greininni þinni, ef þú lætur verða af þvi að skrifa hana einhverntíma. Annars get ég sagt þér það, svona alveg prívat, að ástæðurnar eru raunar fleiri. Ef fugl kenist með sili heim í sína byggð, þá er það nokkurnveginn víst, að allir nágrannarnir leggja af stað til að fá sér í soðið. Þeir fljúga svo hérna framhjá okkur, og skapa hringrás og Framhald á bls. 28. Það er oft erfitt að losa úr netinu, — og svo er snúið úr. Lundinn er eins og mý á mykjuskán í björgunum. Sigfús er að fá hann, og nýtur sólarinnar um leið. VIKAN 37. tbl. — mm

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.