Vikan


Vikan - 12.09.1963, Page 23

Vikan - 12.09.1963, Page 23
4 HÚS OG HÚSBÚNAÐUR Það sem prýðir þessa borg öðru fremur, eru verk einstaklinganna. Hingað og þangað standa hús, sem öllum aðilum eru til sóma, arkitekt- unum og þeim er byggðu. Þau eru augnayndi, hvert út af fyrir sig, slitin úr samhengi við umhverfið. En heildin er aldeilis afleit, svo ekki sé meira sagt. Það væri ekki vanþörf á að stokka þetta allt saman upp; raða því saman, sem saman á og síðast en ekki sízt: útrýma þessum óþarflegu þrengslum í nýjum íbúðahverfum. Brekkugerði er hátt upp í hæðinni ofan við Borgarsjúkrahúsið. Þar eru einungis ný hús og allt einbýlishús. Þau eru flest vel heppnuð en standa aftur á móti illa saman. Einn hefur til dæmis fengið að byggja talsvert hærra hús en hinir. Og heildin verður sem fyrr; skörð- ótt og klaufaleg. Guðmundur Björnsson, augnlæknir, hefur byggt afburða veglegt hús í Brekkugerði 5. Það er sönn bæjarprýði og augnayndi, hvar sem að því er komið. Kjartan Sveinsson, byggingatæknifræiðngur, hefur teikn- að þetta hús. Það er á tveim hæðum; stofa, borðstofa, eldhús, skrif- stofa og eitt herbergi á efri hæð, en svefnherbergi, baðherbergi, þvotta- hús, geymsla, bílskúr og lítil íbúð niðri. Það sem fyrst og fremst einkennir þetta hús að utan og innan, er hversu hlýlegt og vingjarnlegt það er. Það er sjaldgæfur eiginleiki í Framhald á bls. 50. \ ' . ' í : mi * * . v/muSí. 1) Þannig lítur stofan út, séð frá vest- urglugganum. Lengst til hægri er suðurglugginn og þar sést inn í borð- stofuna. Dyrnar eru inn í eldhúsið. Takið eftir furunni í loftunum og dökku furunni í borðstofuveggnum. Til vinstri sést fram í forstofuna. 2) Skarsúð í herbergi, hreindýrshorn, grútarlampi og gömul ausa. Þetta herbergi er eins konar baðstofa í húsinu. 3) Það var nokkuð hátt undir loft í skrifstofunni, svo settir voru bitar í venjulegri lofthæð. Þeir gefa skrifstofunni sérkennilegan svip og lækka undir loft. 4) Þegar komið er inn, sést lítillega inn í stofuna. Dymar á skrifstofunni standa opnar. Til hægri: Bambusstengur með klifurblómum. 5) Norður- og vestur- hlið hússins, séð frá Stóragerði. G) Hér sést úr borðstofunni fram í stofuna. Myndin er tekin síðla dags, sólin er komin í vesturgluggann. SJA næstu SlÐU • • • • 6 Myndirnar VIKAN 37. tbl. 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.