Vikan


Vikan - 20.08.1964, Síða 2

Vikan - 20.08.1964, Síða 2
í fullri alvöru: NVl ■ penol SKÓLAPENNINN Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er áreið- anlegasli skólapenninn, sem nú er völ á. Hann er einkar sterkur, og nýja blekkerfið tryggir, að blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður. Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír- inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun. ^ PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur með hinum eftirsótta, sveigjanlega penna. PENOL sjálfblekungurinn er með nýju blek- kerfi - PENOL-EVERSHARP. PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr óbrjótanlegu undraefni: ,,DELRIN". PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í hendi, fallegur í útliti og viðurkenndur af skriftarkennurum. rENOL sjálfblck. ungurinn or með Quink blekfyllingu. Það er ávallt bezt að skrifa með sjálfblekungi. Kaupið því PENOL sjálfblekunginn strax í dag. Hann kostar 153,50 með Quink blekfyllingu, og fæst i öllum bókaverzlunum Innkaupasambands bóksala. Læknarnir og utlandið Ekki alls fyrir löngu rákumst við á viðtal i einu dagblaðanna við íslenzkan lækni, sem starf- að hefur vestur i Bandaríkjunum um árabil. Læknirinn gat þess, að vestra aflaði hann sömu tekna á mánuði og sumir starfsbræð- ur lians hér væru heilt ár að vinna sér inn. Af þessu var dreg- in sú ályktun, að ekkert væri sjálfsagðara en að gripa gæsina meðan hún gæfist, þvi störfuðu islenzkir læknar erlendis, þar sem þessi gullnu tækifæri bjóð- ast. Að visu gat vesturfarinn þess, að ekki væri að undra, þótt laun kollega lians banda- riskra væru há, þar eð háskóla- nám vestur þar væri firnadýrt, námsgjöldin svimandiliáar upp- hæðir. Á seinni árum virðist það mjög hafa farið i vöxt, að ís- lenzkir háskólamenn, sem lilot- ið hafa menntun sína i Háskóla tslands og lokið liér embættis- prófi, hafi siglt til annarra landa i leit að fé og frama. Stór hóp- ur manna fer á hverju ári utan til framlialdsnáms og ilendist um lengri eða skemmri tíma eftir að námi er lokið. Fram- haldsnámið er dýrt, og kann það því að þykja ofureðlilegt, að menn íreistist til að vinna af sér námsskuldir erlendis, þar sem slíkt má takast á skemmri tíma en hér heima. Vart verður við því amast. Hitt virðist því miður vera alltitt, að menn annaðhvort gleymi þvi eða kæri sig kollótta um, að háskólanám hér heima er líka dýrt, þótt það bitni ekki nema að litlu leyti á þeim, sem menntunina hljóta. Háskóli er livergi rekinn ókeypis, hvorki hér ná annars staðar. Hér er það ríkið, skatt- greiðendur, sem borga skóla- gjöldin, en ekki hver námsmaður fyrir sig eins og litt er víða er- lendis. Þeirri hugmynd hefur þvi verið fleygt, að þeim liá- skólagengnum mönnum, sem kjósa að láta aðrar ])jóðir njóta menntunar sinnar og starfs- krafta, kjósa ævistarfi sinu ann- an vettvang en íslenzka grund, verði gert að greiða til baka það, sem nám þcirra hér kost- aði rikið. Þessi hugmynd virðist engan veginn út ihött. Það er nefnilega ekki nóg að vera reiðu- búinn til að njóta þess, sem að manni er rétt — en hirða svo Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.