Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 50
I Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. ifll Nýtt útlit Ný tækni ÆZ7 MALMQLUGGAR ‘/t. 4^7 LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SÍMl 50022 öryggi mínu og velferð . . „Ég ber umhyggiu fyrir velferð þinni. Og ég ber fyllstu umhyggiu fyrir öryggi þínu", sagði hann og það var bæði gremia og undirgefni í röddinni. „Og það var ekki ég, sem réði hana til þín; hún bað Lauru Sutherland að útvega sér vinnuna. Og ég hafði ekki minnstu hugmynd um að nokkuð athugavert væri við þessa stúlku". „Sennilega var það ekki heldur þó", sagði ég. „Hún hefur orðið fyrir losti. Mætti ég segja við yður nokkur orð undir fjögur augu?" Frú Bradshaw tilkynnti titrandi röddu; „Þetta er mitt hús og heimili, ungi maður". Ég skildi þegar, að þó að orð- unum væri beint til mín, voru þau um leið viðvörun til dr. Bradshaw; svipuhögg til að minna hann ó að hann væri háður henni efnahags- lega. Það var auðséð, að hann skildi það líka. „Þetta er líka mitt heimili", sagði hann. „Eg viðurkenni skyldur mín- ar gagnvart þér og reyni að upp- fylla þær, eins og mér er frekast unnt. En ég hef einnig skyldum að gegna gagnvart nemendum mín- um". „Þú og þessir dýrmætu nemendur þínir", hreytti hún út úr sér og hvessti á hann augun. „Allt í lagi — farðu á bak við mig. Ég skal fara út úr mínu húsi, svo að þú eigir auðveldara með það". Hún tók á rás út að útidyrunum; vafði sloppnum fast að holdskvap- inu eins og hún væri að fara út í hvassviðri. Bradshaw veitti henni eftirför, tók undir hönd hennni en hún streittist við fyrst, svo urðu bæði að þvf er virtsit á eitt sátt og þykkja hennar leystist upp í faðmlögum, en ég leit undan fyrir hæversku sak- ir, og loks leiddi hann hið afbrýði- sama holdskvap upp stigann. „Þér megið ekki dæma móður mína of hart", sagði Roy Bradshaw, þegar við vorum setztir inn í skrif- stofu hans. „Hún er mjög tekin að eldast, og á örðugt með að haga sér samkvæmt því. Góðhjartaðri manneskju get ég ekki gert mér í hugarlund". Ég gerði hvorki að neita þeirri fullyrðingu hans eða játa. Hann þekkti hana, ég ekki. „Ég ætla að biðja yður að aka mér þangað, sem Helena Haggerty á heima, ef þér vitið hvað það er. Ég treysti mér ekki til að rata þang- að í myrkrinu. Dolly segir mér að Helena hafi verið myrt. Hún kvað það blóð hennar, sem hún hafði á höndum sér. Ég tel hyggilegast að við skreppum þangað, þó að ekki væri til annars en komast að raun um hvernig á því stendur að Dolly er blóðug á höndunum". Branshaw kyngdi. „Sjálfsagt. Það er ekki nema spölkorn þangað ef farinn er gangstígurinn, en ég geri ráð fyrir að við verðum fljótari í bflnum samt. En hvað um Dolly?" „Hún dvelst úti í hliðvarðarhús- inu. Eiginmaður hennar er hjá henni, og Godwin sálfræðingur er á leiðinni hingað . . ." „Gott. . . ég þekki Jim Godwin". Það var eins og honum þætti allt öruggara fyrst Godwin sálfræðing- ur var á leiðinni. Ljós skein úr öllum gluggum á húsi Helenu. Við stigum úr bílnum við hliðið og gengum síðasta spöl- inn upp brekkuna. í sömu svifum heyrði ég hratt fótatak á malar- stígnum, frá húsinu. Maður nokkur kom hlaupandi ofan stíginn, rann á okkur, svo hart að Bradshaw hraut út í runna, en ég reyndi árangurslaust að ná taki á náunganum um leið og hann rak í mig öxlina. Fótatak hans fjarlægð- ist og hann hvarf út f myrkrið, án þess mér tækizt að sjá framan f hann. Ungur hlaut hann að vera og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. I næstu andrá var bíll ræst- ur í brekkunni fyrir neðan hliðið . . . Helena lá fyrir innan útidyrahurð- ina. Hún lá á hliðinni og blóð hafði runnið úr sári á enni hennar. Eftir byssukúlu. A milli dyranna og blóð- pollsins á gólfinu gat að líta blóð- stokkið far eftir hönd, sem stærð- arinnar vegna gat vel verið eftir hönd Dollýar. Roy Bradshaw hallaði sér magn- vana upp að dyrastafnum. „Vesal- ings Helena. Þetta er svívirðilegur glæpur. Heldurðu að náunginn, sem stökká okkur þarna í myrkrinu . . „Ég mundi telja að hún hefði verið myrt fyrir tveim stundum að minnsta kosti. Að sjálfsögðu getur alltaf átt sér stað að morðinginn snúi aftur til að afmá einhver spor — eða fullvissa sig um, að hann hafi áður gert það. Kannski hefur hann líka verið að sækja skot- vopnið . . „Hann hagaði sér að minnsta kosti grunsamlega. Gerum við ekki lögreglunni viðvart?" Ég gekk um húsið og virti allt fyrir mér eftir því sem tími vannst til á meðan Bradshaw ræddi við lögregluvarðstjórann. Svo var að sjá, sem flestallt þar inni væri nýtt og ekkert hefði verið skorið við nögl sér í sambandi við kaupin — fatnaður, skartmunir og bækur. Ég fann einungis eina bók notaða, þýzka orðabók, með stimpli mennta- skólans í illinois. Og f þeirri bók fann ég bréf, umslagið póststimpl- að að Bridgeton í lllinois fyrir viku, en ekkert heimilisfang sendana. Framhald i næsta blaSi. f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. ekki um að láta eitthvað koma í staðinn. Þótt við höfum ekki bolmagn til að keppa við hinar stærstu og ríkustu þjóðir í launagreiðsl- um til hinna lærðu manna, hvort sem það eru læknar eða ein- hverjir aðrir háskólagengnir menn, þá munu fáir trúa þvi, að þeir lepji dauðann úr skel. Vémundur. gQ _ VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.