Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 38

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 38
ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn viS heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. Stærðir viS allra hæfi. Verð kr. 550,00 og meS klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst I Reykjavlk hjó: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 Hijómplatan með fjórtán Fósthræörum er að sló öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hér á ferð- inni einhver skemmtilegasta og vandaðasta hljómplatan um óra- bil. Á plötunni eru ótta lagasyrpur, eða alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraða plata. Platan kostar kr. 325,00 og verð- ur yður send hún um hæl, burð- argjaldsfrítt, ef þér sendið tékka eða póstóvísun að upphæð kr. 325,00 * SG-hljómplötur Box 1208 — Reykjavík hlaupið í burtu eins og ofsa- hrædd dýr, að útgöngudyrunum. Aðeins nokkrum metrum fyrir neðan okkur, tróðust menn hver á öðrum og felldu hver annan í æðislegri tilraun til að komast undan táragasinu, lögreglukylf- unum eða hundunum. Þetta var upphafið á mesta knattspyrnusorgarleik, sem nokkru sinnni hefur skeð. Hræðsluæðið varð algjört, þegar lögreglan tók að skjóta af skammbyssum sínum upp í loftið. Áhorfendur héldu að lögreglan væri að skjóta á þá. Þeir réð- ust að útgöngudyrunum eins og geysistór hjörð nautgripa á æðis- legum flótta, og þúsundir fólks ýtti og þrýsti á grindurnar. Ekk- er gat framar stöðvað þennan manngrúa sem þrengdi sér áfram í æði. Þeir fremstu köfnuðu, voru marðir undir hælum vitfirrts fólksins, eða kramdir í hel við grindurnar, sem gáfu ekkert eftir undan þunga mannfjöldans. Úti á flötinni féllu hundruð kvenna á jörðina, blindaðar af táragasinu, og það leið yfir marg- ar þeirra. Fólksstraumurinn rann yfir þá föllnu, en aðrir voru troðnir niður. Á eftir straumn- um komu svo hundarnir. Ég sá djöfullegan schaeferhund taka undir sig stökk rétt fyrir neðan mig og hafna á baki manns eins. Hundurinn beit manninn á háls eins og villidýr. Fyrir aftan mig á pöllunum náði fólkið í lögregluþjón, tók í hendur hans og fætur og sveifl- uðu honum fram og aftur en slengdu honum síðan út af pöll- unum. Hann drapst þegar í stað, er hann kom niður á höfuðið á steinsteyptan gangstíginn. Annar lögregluþjónn var kyrktur með sínu eigin hálsbindi annars stað- ar á pöllunum. Freistingin að fylgja mann- fjöldanum eftir til að reyna að komast undan, var svo sterk, að ég varð að beita mig valdi til að halda aftur af mér. En ég hafði son minn fastklemmdan niður milli hnjánna, þar sem hann þrengdi sér í krikann milli sætisins og gólfsins. Ef ég hefði verið einn, hefði ég sennilega hlaupið af stað með fjöldanum, og kannske beðið bana í þrengsl- unum. Sem betur fer, þá hvarf tára- gasið fljótlega, kannske eftir fimm mínútur, og vindurinn blés því á brott. Ég tók vasaklútinn frá augum sonar míns og þurrk- aði mín eigin, sem tárin runnu stanzlaust úr. Strákurinn var hræddur ekki síður en ég, en ég gerði mitt bezta til að hann tæki ekki eftir því. Ef við héldum okkur bara kyrrum þar sem við vorum, mundi allt fara vel, hug- hreysti ég sjálfan mig. Ég sá menn úti á vellinum, sem létu alveg eins og vitfirr- ingar, slógu um sig til allra, sem þeir náðu til, með flöskubrotum og öðrum bareflum. Ég sá þá troða undir fótum konur og börn, og ég heyrði óp og stunur þeirra, sem voru í andarslitrunum eða hættulega særðir. Ég sá þegar maður með barefli réðist að ber- höfðuðum lögregluþjóni og ætl- aði að slá hann í höfuðið, og ég sá þegar lögregluþjónninn skaut hann til bana án þess að hika augnablik. Ríðandi lögregluþjónar komu á vettvang og tóku að berja á fólk- inu með kylfum og öðrum vopn- um. Einn þeirra var dreginn nið- ur af hestinum og lenti í hönd- unum á óðum lýðnum, sem fór þegar að misþyrma honum. Ég veit ekki hvort hann komst lífs af eða ekki. Ég veit það ekki, því ég gef þessa skýrslu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þessar hörmungar dundu yfir, og ekki er enn hægt að segja til um það hverjir hafa komizt lífs af, vegna anna á sjúkrahúsun- um. Hópur af æstym lýð hljóp til bankanna, en þeir voru rétt hjá þeim stað, þar sem við vorum. Ég þrýsti mér enn betur niður yfir son minn til að verja hann. Ég fann þegar fætur þrömmuðu endalaust á bakinu á mér, þegar fólkið hljóp fram og til baka til að komast undan lögreglu- mönnunum, sem höfðu sent lið- styrk til að verja bankana. Þegar ég lá samanhnipraður yfir syni mínum og fann hvernig gengið var á okkur og sparkað í okkur, fékk ég skyndilega óskaplegt hræðslukast. Ég varð alveg frávita af hræðslu, ennþá verri en þegar hús foreldra minna hrundi til grunna í jarðskjálft- um fyrir mörgum árum og for- eldrar mínir fórust bæði. Ég lá kyrr og hvíldi olnbog- ana á jörðinni, en fólksmergðin hljóp fram og aftur yfir bak mitt, höfuð og háls. Þannig lá ég alveg kyrr þangað til ég fann ekki fyrir fleiri fótum. Völlurinn leit út eins og eftir orrustu, en orrustan var liðin hjá. Mannfjöld- inn barðist ennþá við útgangana, þar sem dauðir og dauðvona lágu í hrúgum. Fyrir utan vallarsvæð- ið sá ég eld og reyk leggja upp frá næstu byggingum. Ennþá hreyfði enginn hönd né fót til að hjálpa þeim slösuðu eða flytja burt þá dauðu. Lög- reglan reyndi að ryðja áhorfend- um braut, svo þeir gætu farið burt. Umhverfis mig sá ég fimm- tíu, kannske áttatíu menn, kon- ur og börn, reisa höfuðin og líta undrandi í kringum sig. Þau höfðu verið kyrr á sínum stað, eins og ég og sonur minn, og flest sloppið nokkurn veginn óslösuð. Ég beið með syni mínum þang- að til leiðin var opin. Ég hafði ákafan höfðuverk eftir fæturnar, sem höfðu gengið á mér, og kannske eftir táragasið. En ég var lifandi og sonur minn var lifandi, og það hafði meira að segja en nokkuð annað. Ég tók son minn í fang mér og gekk með hann niður pallana, yfir niðurbrotna girðinguna í fylgd með öðru því fólki, sem beðið hafði eftir að ósköpunum linnti. Við fórum til austurhliðs- ins, vegna þess að aðrar dyr voru allar fullar af slösuðu fólki og líkum. AUs staðar lá fólk á jörð- inni, margir svo kesstir og sund- urtættir, að það var engu líkara en þjöppunarvélar hefðu ekið yfir þá, en aðrir svo illa særðir UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HAfclS I>aS er allfaf saml lelkurlnn i hénnl Ynd- isíríS okkar. Hún hefur fallð örklna hans Nóa elnhvers staSar I hlaSlnu og hcltlr góSum vcrSlaunum handa þeim, sem getur fundiS örklna. VerSIaunln cru stór kon- fektkassl, fullur af hezta konfokti, og framlelSanðinn er auSvitaS SœlgœtlsgcrS- in Nól. NÓA2 Nafn Helmlll Síðast er drcglð var hlaut verðlaunin: HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Skógarskóla, Rang. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 34. thl. gg _ VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.