Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 14
Sunnudaginn 24. maí s.l. var haldinn knattspyrnukappleikur í Lima, en landslið Perú átti þá að keppa við Argentinu um þátttöku í Olympíu- leikunum. Allir aðgöngumiðar höfðu selzt upp sex vik- um áður, en völlurinn tekur 45 þúsund áhorf- endur. Meðal áhorfenda þennan minnisstæða dag, var maður að nafni Sánchez Cazana, sem fór með fimm ára gömlum syni sínum og kunningja sínum, Gómez Icaraz. Leikurinn var harðsóttur og spennandi, enda mjög jafn og stóðu leikar 0-0 í hálf- leik. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik gerðu Argentínumenn mark hjá Perú, og sorgin hjá áhorfendum átti sér lítil takmörk. Nú harðnaði leikurinn um allan helming, en dómarinn, Angel Eduardo frá Urugay skildi keppendur og ákafann í þeim og leyfði ýmsa hluti, sem hann annars hefði kannske gert athugasemdir við. Þegar sex mínútur voru eftir til leiksloka, gerðu Perúmenn mark úr þvögu, og hrifn- ing áhorfenda var æðisgengin. Svo dæmdi dómarinn markið ógilt! í sama bili og þessi úrskurður var gef- inn, stóð einn áhorfandinn, sem sat nálægt þeim félögum, upp, og fór að klifra yfir þriggja metra háa stálþráðsgirðingu, sem var umhverfis keppnissvæðið. Hann var með brotna flösku í hendinni, og stefndi beint á dómarann... Við skulum gefa Sánchez Cazana orðið og biðja hann að lýsa því, sem skeði eftir þetta: „Þegar maðurinn kleif yfir girðinguna, var eins og hann hefði skyndilega kveikt í áhorf- endum. Lögregluþjónarnir, sem höfðu það starf að gæta girðingarinnar, lágu skyndi- lega á jörðinni, þegar hundruð manna, aðal- lega karlmenn og unglingar ruddust inn á völlinn til dómarans og Argentínumannanna. „Drepum þá! Drepum þá! Drepum dómar- ann! Drepum dómarann!" hrópuðu þúsundir manna. Fólk á bak við okkur fór að klifra niður yfir bekkina í átt til vallarins. Ég tók son minn í fang mér og fékk geysiþungt högg á höfuðið, þegar einhver sparkaði í mig af þeim, sem ruddust fram fyrir og yfir okk- ur. Girðingin féll niður og æstur skarinn ruddist inn á völlinn. Flautur lögreglumann- anna skáru í eyrun. Aðrir lögreglumenn, sem höfðu öðrum störfum að sinna, komu hlaupandi með kylf- ur í höndum eða með mundaðar skammbyss- ur. Allt í einu hleypti einhver vatni í slöng- ur slökkviliðsins og fór að sprauta á mann- hafið. En ískaldar bunumar gátu ekkert kælt í óðum fjöldanum á vellinum — menn urðu þvert á móti ennþá brjálaðri. Rétt hjá mér heyrði ég Icaraz æpa: „Ég skal drepa dómarann!" og áður en ég gat gripið til hans og komið fyrir hann vitinu — hann átti unga konu og tvö lítil börn — sá ég hann hlaupa yfir girðinguna, sem lá á jörðinni og hverfa í mannhafið. Mér fannst skynsamlegast að reyna að komast út af leikvanginum, en þegar ég stóð upp með Rodriguez son minn og leit við, sá ég um 20 þúsund manns þrengjast um útgöngudynar og berjast eins og vitfirringa til að komast út. Ég vissi að margar út- göngudyrnar voru læstar. Þær voru alltaf læstar, strax og kappleikur hófst. Ef þær hefðu verið opnar, hefði þessi sorgarleikur, sem var að hefjast, líklega aldrei orðið að veruleika. „Við bíðum héma á meðan!“ hrópaði ég til sonar míns. Ég varð að hrópa til að hann heyrði til mín vegna hávaðans í fólkinu. „Æ — pabbi, við verðum drepnir!" hróp- aði drengurinn og þrýsti sér fast að mér. „Ég skýldi honum eins vel og ég gat og horfði í kringum mig til að vita hvort ég fyndi nokkurn útgang, sem ekki væri orð- inn umsetinn. Einmitt þá þaut eitthvað yfir höfuð okkar og lenti á jörðinni um fimmtán metra frá okkur. Þykkur, öskugrár reykur steig þaðan upp og barst með vindinum beint til okkar. í sömu svifum fór mig að svíða í augun. Ég tók vasaklút úr vasanum og bleytti hann með gosdrykk, sem ég hafði á flösku og batt klútinn yfir augu sonar míns. Ég sagði við hann að hann þyrfti ekki að vera hræddur, og að ég mundi ekki yfirgefa hann. Ég skildi strax hvað um var að vera: tára- gas. Lögreglan kastaði táragassprengjum til að reyna að hafa hemil á múgnum úti á Framliald á bls. 36. 14 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.