Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 48
BENZIN
V -ROVEl F J
m. A
DIESEL
Fjölhæfasta íarartækið á landi
Þeir, sem í dreifbýlinu búa, geta ekki skropp-
ið milli staöa í strætisvagni, þess vegna verða
þeir að eiga eða hafa til afnota farartæki, sem
þeir geta treyst á íslenzkum vegum og í ís-
lenzkri veðráttu. Farartæki, sem getur full-
nægt kröfum þeirra og þörfum.
Fjöðrunarkerfi Land/Rover er sérstaklega útbúið til að veita öruggan
og þægilegan akstur fyrir bilstjóra, farþega og farangur, jafnt á veg-
um, sem vegleysum, enda sérstaklega útbúið fyrir íslenzkar aðstæður,
með styrktum afturfjöðrum og höggdeyfum að framan og aftan svo og
stýrishöggdeyfum.
Allir þeir, sem þurfa traustan, aflmikinn og
þægilegan híl, ættu að athuga, hvort það sé
ekki einmitt Land/Rover, sem uppfyllir kröf-
ur þeirra.
LAND^ FJÖLHÆFASTA
^ROVER tarartækið a landi
HilLDYERZLUNIN
HEKLA hf
Lauyavag!
170-172
setjast að þarna til langframa.
Hún bar okkur drykkinn inn í
dagstofuna og tók sér sæti í segl-
dúksstól, þannig að sólin skein á
brúna fótleggi hennar.
„Þekkið þér til Dolly Kincaid,
ungfrú Haggerty?" spurði ég.
„Hún er góð stúlka, en ég kýs
heldur að tala um mig. Og ég er
ekki góð stúlka". Hún virti mig fyr-
ir sér yfir rönd glassins með við-
líka augnaráði og vísindamaður,
sem skoðar áður óþekkt skordýr.
„Hvernig litist yður á ef ég segði
yður, að ég yrði að öllum líkindum
myrt núna um helgina?"
„Á þetta kannski að vera eitt-
hvert bragð til að vekja áhuga minn
á sjálfri yður?"
„Ætli það ekki?"
„Allt í lagi, þá hefur yður tekizt
það. Og ég ráðlegg yður að skreppa
út úr borginni um helgina. Það er
aldrei að vita nema væntanlegur
morðingi yðar hafi séð sig um hönd
á mánudaginn".
„Morðingi minn . . Andlit henn-
ar varð allt í einu myrkt, þrátt
fyrir sólskinið, og svipuirnn lokaður.
„Hver mundi hafa hug á að
myrða yður, Helena?"
„Ég veit það ekki með neinni
vissu. Ég get ekki sagt um hvort
það var karlmannsrödd eða kven-
mannsrödd, sem ég heyrði í sím-
anum, þegar mér var tilkynnt, að
ég yrði myrt".
„Dolly Kincaid flýr frá eiginmanni
sínum, yfirkominn af skelfingu og
yður er hótað morði — er nokkurt
hugsanlegt samband þar á milli?"
„Kannski. Ég get ekki um það
sagt. Þetta er allt svo flókið".
„Segið mér hvað er svo flókið?"
„Það er löng saga", svaraði hún.
„Sú saga nær allar götur til borg-
arinnar, þar sem ég er borin og
barnfædd. Það var þar, sem það
gerðist. Ég flýði, en maður getur
ekki flúið umhverfi drauma sinna.
Strætin í Bridgeton vitja mín í
martraðarsýn. Röddin í símanum,
það var rödd Bridgeton, sem loks
náði til mín".
„Borgir drepa ekki fólk — ekki
í bókstaflegri merkingu."
„Þér þekkið ekki til í fæðingar-
borg minni. Hún á þar áreiðanlega
met".
„Hvar er sú borg?"
„í lllinois. Suður af Chicago".
„Það er langt héðan".
„Það hef ég líka haldið".
„Hún stóð á fætur, gekk út að
glerveggnum og horfði út yfir vatn-
ið í fjarska. Ég stóð einnig á fætur
og stóð lítið eitt fyrir aftan hana.
Það lagði þoku upp af vatninu, og
það var sem hrollur færi um Helenu.
Hún hallaði sér að mér".
„Vertu um kyrrt hjá mér. Ég
þarnast verndar", sagði hún.
„Það er ekki oft að alvara er
gerð úr hótunum".
„Þeim í Bridgeton er alvara. Láttu
mig ekki vera eina hérna. Ég er
hrædd".
Hún grét lágt. En ég gat ekki
orðið henni að neinu iiði, hversu
feginn sem ég vildi. Ég gat ekki
_ VIKAN 34. tW.