Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 16
Það var sagt í þorpinu að Manó- lis hefði verið viku að fæðast. Hvort sem nú eitthvað var til í því, var hann þekktur fyrir að vera níðlatur. Meðan aðrir unnu, ló hann í skugg- anum. Þegar aðrir lögðu af stað heim, þreyttir og sveittir eftir dags- ins önn, og farið var að kólna, færði hann sig til um nokkra metra til að geta legið í sólinni. Hann ótti bróður, sem hafði kom- ið sér vel ófram, þótt þeir hefðu misst foreldra sína snemma. Mitsó vildi hvorki heyra né s|ó Manólis, en hin góðhjartaða kona hans gaf honum oft mat og föt, sem bróðir hans var hættur að nota. Þar eð Manólis krafðist lítils af lífinu og átti ætíð öruggan svefn- stað undir stjörnunum á sumrin og í hlöðu á veturna, undi hann hag sínum dável. Hann var ánægður. Ánægður? Jæja, ekki alveg, ekki alltaf. Stundum, þegar hann lá á meltunni meðan aðrir strituðu í sveita síns andlits, dreymdi hann um að verða ríkur, flugríkur — og það án þess að þurfa að vinna fyrir auðnum. Þetta gat komið fyrir hvern sem var. Maður gat til dæmis unnið í happdrættinu, enda þótt Manólis ætti aldrei peninga fyrir happdrætt- ismiða. Maður gat fundið kúklu eða eitthvað annað dýrmæti frá því í gamla daga. Auðvitað átti að af- henda lögreglunni allt svoleiðis, en ef maður færi með það til Aþenu svo lítið bæri á, væri hægt að hagn- ast vel á því. Manólis hafði ekki á reiðum hönd- um neinar áætlanir um hvað gera skyldi, ef hann yrði ríkur. Það væri nóg að vita að maður væri það; þá yrði maður metinn að verðleikum.. .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.