Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 44
TELPUBUXURNAR
5snið4litir
stærðirO-8
SÖLUUMBOfl saiœt SÍMI 22160
að klæða sig, með hjálp herbergisþjónanna.
Angelique var kominn í gullfötin og stóð grafkyrr meðan Margot festi
þau að framan. Breiður gullofinn borði lá eins og glitrandi froða um
naktar axlir hennar og varpaði postulínsblæ á hörundið.
— Joffrey, hvaða skartgripi á ég að bera? spurði Angelique — Smar-
agðar eru ekki nógu sterkir í samanburði við svona klæðaburð og dem-
antar eru of harðir.
— Perlur, sagði Joffrey.
Angelique beygði sig yfir skartgripaskrinið og reyndi að velja hæfi-
lega skartgripi. Hún var ekki enn orðin vön að umgangast svona mikið
af dýrum gripum, og varð alltaf hálf rugluð, þegar hún þurfti að finna
eitthvað sérstakt í öllu þessu.
Þegar hún sneri sér við, var Joffrey að festa sverðið við demants-
skreytt belti sitt.
Greifinn var svartklæddur og silfurskreyttur. Yfir svartri axlaslá
hans var silfurnet, fest með demantshnöppum. Það voru demantsspenn-
ur á skónum og hálsklúturinn var skreyttur með litlum demöntum. Á
fingrinum hafði hann marga demanthringa og þar að auki hring með
stórum rauðum rúbín.
Hann setti á sig hatt með hvítum fjöðrum og spurði Kouassi-Ba hvort
hann hefði séð um gjafirnar, sem þau ætluðu að gefa kónginum og
skylduliði hans. Kouassi-Ba stóð við útidyrnar og vakti almenna at-
hygli. Hann var í kirsuberjarauðum jakka, tyrkneskum síðbuxum með
túrban og bogið sverð. 1 fanginu hélt hann á púða með stóru fallegu
skríni, klæddu rauðu skinni, með hnöppum úr ekta gulli.
Tveir burðarsstólar biðu eftir de Peyrac greifa og konu hans.
Það var ekki löng leið, þangað sem kóngurinn, móðir hans og kardi-
nálinn bjuggu.
Angelique fann að hjarta hennar barðist, um leið og hún steig yfir
þröskuldinn.
Ég á að hitta kónginn, hugsaði hún, og ekkjudrottninguna og kardin-
álann.
Henni fannst alltaf, að kóngurinn hefði staðið henni svo nærri, meðan
almenningur í París hrakti hann og hrjáði i gegnum Frakkland, meðan
á borgarastyrjöldinni stóð, hraktist frá einum staðnum til annars, frá
einni höllinni til annarrar, var svikinn, seldur í hendur óviníinurn, en
sigraði samt smátt og smátt. Nú gat hann loksins notið á.angursins
af baráttu sinni, En sá, sem í enn rikara mæli virtist njóta þessa sig-
urs, var drottningin. Angelique sá hana fjarst í herberginti — með
svartar slæður, fjarhyglislegan en þó náðarsamlegan svip, e.p vel hirtar
££ — VIKAN 34. tbl.
hendur, sem skáru sig úr móti svörtum kjólnum.
Angelique og maður hennar héldu áfram gegnum herbergið yfir gljá-
fægt parketgólfið. Tveir litlir negrastrákar héldu uppi slóða Angelipue.
Á eftir þeim kom Kouassi-Ba i allri sinni dýrð.
— De Peyrac greifi! tilkynnti hirðstjórinn.
Með hjartað uppi i hálsi, hneigði Angelique sig djúpt.
— Það gleður oss að sjá yður aftur, Monsieur, og fá Þannig tækifæri
til að dást að greifafrúnni, sem ég hef nú þegar heyrt svo margt fall-
egt um. En á móti öllum venjum sýnist mér, að veruleikinn fari fram
úr frægðinni.
Angelique leit inn í brún, skær augu, sem virtu hana fyrir sér að
mikilli athygli — augu unga konungsins.
Hann var i meðallagi hár, en hélt sig svo konunglega að hann varð
athyglisverðari og rismeiri en nokkur hirðmanna hans. Munnurinn
var sterklegur og nautnalegur, undir litla, brúna yfirskegginu. Og það
leit út fyrir, að kastaníubrúnn hármakkinn væri raunveruiegur. Hann
hafði vel vaxna fætur og fallegar hendur. Undir skikkjunni og borð-
unum var hægt að láta sig gruna, liðugan og sterkan likama, vanan
veiðum.
Ekkjudrottningin bað um að fá að sjá ofan í skrínið, sem Kouassi-
Ba setti fyrir framan konungsfjölskylduna. Lágvær gleðihróp heyrðust,
þegar innihaldið kom í ljós — greiður, skæri, viravirkisnálar, sylgjur,
festar og þar fram eftir götunum, allt úr skýra gulli og skjaldböku-
skel. Framar öllu öðru vakti Þó lítil altarismynd athygli ekkjudrottning-
arinnar og hirðkvenna hennar. Krossinn, litlu stytturnar af spönskum
dýrðlingum, náttlampinn og reykelsisskálin var úr silfri og gulli.
Kardinálinn beygði sig yfir skrínið og snerti við hinum ýmsu hlutum.
— Það er sagt, að gull streymi úr höndum yðar Monsieur de Peyrac
eins og vatnið streymir úr klöppinni, sagði hann.
— Líkingin er mjög vel til fundin, hæstvirtur kardináli, svaraði
greifinn rólega. — Eins streymir gullið úr klöppinni, klöpp sem hefur
verið sprengd í hellur, brotin og möluð. Eftir mikinn svita og erfiði
getur maður svo loksins séð, hvernig gullið rennur fram.
— Mjög vel sagt, um vinnu, sem gefur afrakstur .Eg hefði mjög gam-
an af að tala við yður um vinnu yðar einhverntimann.
— Einnig vér, sagði kóngurinn ákafur. — Það sem vér höfum heyrt
hefur vakið forvitni vora.
— Ég er auðmjúkur þjónn yðar hágöfgi og hæstvirts kardinálans.
Viðtalinu var lokið.
Angelique og maður hennar fóru til að heilsa erkibiskupnum, sem
þau sáu í fylgdarliði kardinálans. Síðan gengu þau um og kynntu sig
fyrir afganginum af háaðlinum. Angelique var orðin þreytt í bakinu,
af því að hneygja sig svona oft, en hún var svo full af spenningi og
ánægju, að hún hafði ekki tíma til að hugsa um þreytuna. Gullhamrarnir,
sem hún fékk, fullvissuðu hana um, að allir dáðust að henni. Það var
enginn vafi á, að hún og Joffrey vöktu mikla athygli.
Meðan de Peyrac greifi skiptist á nokkrum orðum við de Garmont
marskálk, skaut ungur maður upp kollinum fyrir framan Angelique.
— Þekkið þér mig aftur, gyðja, þótt þér séuð nýstigin niður úr sól-
inni? spurði hann.
— Já, auðvitað! sagði Angelique glaðlega. — Þér eruð Péguilin, svo
varð hún alvarleg og bætti við: — Fyrirgefið að ég tala svona kunn-
uglega við yður, Monsieur de Lauzun, en það segja bara allir Péguilin,
Péguilin hér og Péguilin þar.
— Vitið þér, að þér eruð langfallegasta konan í þessum mannsöfn-
uði. Ég veit um konur, sem hafa snúið í sundur blævængina sína af
öfund yfir klæðaburði yðar. Hvernig ætlið þér að vera klæddar á sjálf-
an brúðkaupsdaginn, úr því að þér eruð svona klæddar í dag.
— Þann dag verð ég einhvernsstaðar bákatil, en þetta er í fyrsta
skipti, sem ég sé kónginn.
— Geðjast yður að honum?
— Hvernig gæti maður komizt hjá því að láta sér geðjast að kóng-
inum? sagð Angelique og hló.
— Ég heyri, að þér hafið fengið nákvæmar upplýsingar um, hvað Þér
eigið að segja og hvað þér eigið ekki að segja við hirðina. Og kóngur-
inn er raunverulega aðlaðandi maður, en farið gætilega. Það er viss-
ara að koma ekki of harkalega við hann, þegar maður leikur sér við
hann. Hann er sem sagt heillandi vinur — svo lengi sem hann er ekki
óvinur.
— Hvers vegna eruð þér að segja mér þetta? spurði Angelique.
Péguilin leit á hana með tærum og heiðarlegum augum sinum.
— Ekki af neinu sérstöku, svaraði hann og tók um handlegg hennar.
— Komið, ég ætla að kynna yður fyrir nokkrum vinum mínum, sem
vilja endilega fá að kynnast yður.
Vinirnir reyndust vera hinir yngstu af fylgdarliði konungsins, osr
Angelique gladdist yfir því. að vera þannig jafnað við hina fremstu
innan ríkisins. Hún sá þar meðal annars de Guiche og bróðir konungs-
ins hékk í handlegg hans.
— Hana hef ég séð áður, sagði sá síðarnefndi og sneri bakinu við
henni.
— Takið honum það ekki illa upp, hvíslaði Péguilin. — Petit Mon-
sieur sér keppinaut í öllum konum, sem muni keppa við hanni um de
Guiche, og de Guiche var svo óforsjáll að líta vingjarnlega á yður.
— Hann vill ekki lengur láta kalla sig Petit Monsieur, sagði d’Humi-
éres, markgreifi. — Siðan frændi hans, Gaston d’Orléans dó, vill hann
aðeins láta kalla sig „Monsieur".
Liðsmenn konungsins voru að ryðja braut fyrir langa röð af þjónum
með silfurföt og skálar. Boðin gengu frá manni til manns, um að hans
hágöfgi og kardinálinn hefðu dregið sig til baka um stund, til þess að
snæða og hvila sig eftir móttökurnar um morguninn.
Péguilin og vinir hans hurfu til þess að gæta skyldu sinnar sem h)rð-
menn.
Angelique fór að leita fyrir sér meðal hópanna. Hún var að verða
svöng og vissi, að það var komið langt fram á dag. Hún ákvað að fara
ein heim og borða, ef hún rækist ekki fljótlega á Joffrey. Vinirnir heim-
an frá Toulouse hlutu að vera þegar farnir. Hún sá ekkert annað en
andlit, sem hún þekkti ekki.
Eftir nokkra stund rakst hún á rólegt skot undir einum stiganna,
og settist þar á bekk til að hvíla sig. Það var ekki auövelt að komast
út úr þessu spánska húsi, með hinum skuggalegu göngum og leynldyrum.