Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 10
Grein: Sigurður Hreiðar Ljjósm: Krístján Magnússon Bílaflotinn allur í einni röS, í tóknrænu Ódáðahraunslandslagi — skammt frá Jökulsá á Fjöllum. Hér rabba þeir saman í Reynihlíð fyrir brottför: Hróar Björnsson, Sigurður Egilsson og Björn Sigurðsson. VIKAN brá sér í ferðalag með Ferðafélagi Húsavikur inn yfir Ódáðahraun, allt upp í Kverkfjöll. Þar könnuðum við m.a. íshelli, sem enginn veit enn, hve langt nær inn undir jökulinn, en eftir bellisgólfinu rennur heit og nota- leg á. Frá því segjum við í þessari grein. Við segjum líka frá Eyvindar- kofa í Herðubreiðarlindum og því, hvernig Jökulsá á Fjöllum er brúuð fyrir bílaumferð á klukkutíma, og ýmsu fleira, sem fyrir gefur komið í öræfa- ferð. í síðari greininni, sem kemur eftir eina viku, heimsækjum við útilegu- mannabyggðir í Hvannalindum, rifjum upp gamla harmsögu úr Öskju og sitthvað fleira. Það er sólskin en hvasst, og það er gott að koma ofan í kofann og beygja sig niður í skjólið. Þar finnst manni næstum hlýtt. Það er rás í kofagólfið og rennur vatn eftir. Lindarhljóðið er róandi og svæfandi, og mig langar ekkert upp aftur upp í fimm stiga heita gjóluna úti fyrir, þótt það sé aðeins til þess að hlaupa heim í hús og skríða þar ofan í poka á vist- legu svefnloftinu og sofna. En trúlega verður kalt hér undir morguninn, svo ég dríf mig upp. A flötinni hinum megin við lækinn standa fimm „alför", (nýyrði fyrir tor- færubíla, sem eru of litlir til að heita trukkar) tveir jeppar og þrír Land- Roverar. Aftan í öðrum ieppanum er kerra, en flestir hinna eru með grind- ur á þaki og í þeim farangur, meðal annars bensínbrúsar og olíuföt. Inni í húsinu eru menn að tínast í pokana, og handan við gnæfir Herðubreið, með skýjaslæðu um kollinn. Það hlýtur að verða gott veður á morgun. Já, það er rétt. Við erum í Herðubreiðarlindum. Á leið inn í Vatnaiökul. Inn í. Ég skal skýra það nánar, þegar þar að kemur. Reyndar heyrðist mér áðan, að það væri vafasamt, að við kæmumst þangað alla leið. Það er sem sagt vatnsfall á leiðinni, sem heitir Jökulsá á Fjöllum, og við eigum eftir að brúa hana, svo bílarnir komizt yfir. Alveg satt. Og mér heyrðist áðan, að það væri vafasamt, að allt nauðsynlegt efni til brúargerðarinnar væri til staðar eða meðferðis. En það er sjálfsagt að vona hið bezta. Hér er Ferðafélag Húsavíkur á ferðinni, og með því i hóp erum við tveir frá Vikunni. Ég til að skemmta mér, Kristján Magnússon til að vinna. Og þriðji maður að sunnan er hér einnig á ferð, Eyþór Einarsson grasafræð- ingur. Hann ó embættiserindi upp í Vatnajökul. Við sunnanmenn hófum ferðina um hádegi, með því að stíga upp í flug- félagsvélina Sólfaxa á Reykjavíkurflugvelli og fljúga norður í Aðaldal. Það er orðið býsna langt síðan, að ég hef flogið með Douglas-vélunum frá Flugfélaginu, en það er bara gott ferðalag. Hins vegar hefði ég ekkert á móti því, að F.l. hefði svolítið meiri fjölbreytni í sætindunum, sem far- þegunum er gætt á við flugtak og lendingu, eða þá að maður fengi eitt- hvað til að losna við mesta sykurbragðið úr munninum á eftir. Á flug- vellinum í Aðaldal tók minn gamli kunningi og kennari Hróar Björnsson, nú kennari á Laugum á móti okkur á sínum gráa og hvíta Land-Rover, sem átti eftir að verða farkostur og góður kunningi okkar Vikumanna í þessari ferð. Þaðan var haldið heim í Laugar, en hin eiginlega ferð hófst ekki fyrr en klukkan 8 um kvöldið, þegar hópurinn mættist í Reyni- hlíð við Mývatn. Vonir höfðu staðið til að fleiri myndu taka þátt í ferð- inni, m.a. svo sem einn alfari með hjúkrunarkonum af Akureyri. En sú von brást, og við lögðum af stað tuttugu og tvö talsins, í glampandi sól og fínu veðri. Ekki vorum við langt komin upp á Mývatnsöræfin, þegar fór að rigna. Skömmu síðar jókst rigningin og breyttist, svo úr varð harðasta hagl og síðar slydda. Þetta var svo rammt, að gránaði í rót. Svo smábirti aftur, og á þessum stutta kafla, að afleggjaranum upp í Herðubreiðar- lindir, fengum við sýnishorn af öllum veðrum, sem við áttum eftir að lenda í í þessari ferð — og í henni fengum við sýnishorn af flestum veðr- um, sem tíðkast á voru landi. Aðalmarkmið þessarar ferðar voru Kverkfjöll [ Vatnajökli. Þangað er ekki tíðfarið, því þar til í fyrrasumar var varla hægt að komast þangað, nema helzt yfir jökulinn, og þótti mörgum helzt til seinfarin og erfið leið, til þess að leggja hana á sig að jafni. En í fyrrasumar tóku tvö félög sig til og brúuðu Jökulsá á Fjöllum, og er nú hægt að komast á alförum upp í Kverkfjöll. Þarna háttar svo til, að Jökulsá á Fjöllum og þverá hennnar, Kreppa, mynda óaðgengilegt horn milli sín frá jökli, norður að Arnardalsmúla. Fremst heitir þetta horn Krepputunga, en innar Kverkrani, og dregur þá nafn af Kverkfjöllum, sem aftur draga sitt nafn af því, að þau eru í kverk milli Dyngjujökuls að sunnan en Brúarjökuls að austan, og kverk- ar auk þess sitt hvorum megin við Kverkfjöllin. Þetta svæði er svo inni- lokað, að þar er sjaldan eða aldrei leitað fjár, því fé á ekki að komast þangað. Þó kemur fyrir, að þar finnst lifandi fé eða rytjur, og þá að- eins í Hvannalindum, sem er eina gróna vinin í þessari ógnarauðn. Norðlendingar höfðu komið sér upp göngubrú á Kreppu austan Hvannalinda, en sú brú var aðeins sett yfir, þegar á þurfti að halda, en var síðan tekin af aftur, þegar allir voru komnir heilu og höldnu yfir á eystri bakkann, En nú er sú brú orðin feyskin og talin hættuleg. Og HEITT FÚTABAD UNDIR JQ — VIKAN 34. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.