Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 36
tómatana með þessu og stráið
svolitlu raspi ofan á og smjör-
bita þar áy tómatannir síðan
settir i eldfast fat og steiktir í
ofni i u. þ. b. 15 mín eða þar
til þeir hafa fengið á svo svo-
lítinn lit og orðnir gegnheitir.
Tómatsúpa með blómkáli.
2 stórir laukar, 2 matsk. smjör-
líki, 3/4 kg. vel þroskaðir tóm-
atar, 1 I. kjötsoð (má vera úr
súputeningum), 1 lítið blómkáls-
höfuð, salt pipar, timian. Brauð
með súpunni: litlar ósætar liveiti-
bollur, smjör, rifinn ostur.
Hakkið laukinn smátt og
steikið liann í smjörlíkinu, án
þess að láta hann brúnast. Bæt-
ið flysjuðum og söxuðum tóm-
ötunum í og heimingnum af
kjötsoðinu. Látið malla í 20 —
30 mín. Sjóðið blómkálshöfuðið
á meðan i hinum helming kjöt-
soðsins, kljúfið það í smástykki
og hellið bæði soði og káli í
tómatsúpuna. Kryddað með
salti, pipar og timian. Nokkur
sykurkorn gera lika gott bragð.
Brauðið á að vera tilbúið um
leið og súpan, en bollurnar eru
skornar í sundur í miðju,
smurðar og rifnum osti stráð á
þær. Bakaðar i ofni þar til
osturinn er bráðnaður og ljós-
brúnn. Það má hvort sem er
setja þær ofan i súpudiskana eða
bera þær með.
Tómatar í fati.
V2 kg. tómatar, V2 kg. kart-
öflur, Vt kg. laukur, rifinn ost-
ur, kjötsoð, pipar, salt smjör
eða smjörlíki.
Skerið kartöflur, lauk og tóm-
ata í þunnar sneiðar, sérstak-
lega eiga lauksneiðarnar að vera
þunnar. Leggið þetta til skiptis
í eldfast fat og stráið rifnum
osti milli laganna og kryddið
með salti og pipar. Hellið kjöt-
soði yfir, en látið það ekki
fijóta yfir, heldur vera nokkr-
um cm. lægra en innihaldið.
Leggið nokkra smjörbita ofan á
og lokið forminu með þéttu loki
eða málmpappír og sjóðið í
ekki mjög heitum ofni þar til
allt er meyrt. Hægt að bera
fram eitt eða með köldu kjöti.
Tómatmorgunverður.
Skerið tómatana í sneiðar og
leggið í smurt form, þannig að
þeir standi hallandi. Kryddið og
leggið baconsneiðar ofan á og
steikjið þar til allt er Ijósbrúnt.
Stráið perselju yfir fatið.
Fylltir, steiktir tómatar.
Skorið er lok af tómöturium,
þeir síðan fylltir með einhverju
af þeim 6 fyllingum, sem gefnar
verða uppskriftir af hér á eftir.
Hve lengi þarf að stéikja fer
eftir því hvort fyllingin er hrá eða
soðin fyrir.
1. Blandið brúnuðum lauk, pers-
ilju, salti og pipar í soðin hrís-
grjón.
2. Blandið laussteiktu hökk-
uðu kjöti, brúnuðum lauk, salti
og pipar saman við soðin hrís-
grjón (soðin í vatni, auðvitað).
3. Stráið salti og pipar innan
í tómatinn og hellið hráu eggi
í hann.
4. Þeytið egg og blandið góð-
um söxuðum soðnum fiski og
graslauk i.
5. Steikið lauk i feiti, en lát-
ið hann ekki brúnast. Blandið
sardinum, kapers, saxaðri pers-
ilju og pipar í.
Hökkuð, steikt nýru eru
sett í tómatinn, raspi stráð yfir
og smjörbiti settur efst.
Tómatbögglar.
200 gr. smjör eða smjörlíki,
tómatar, pipar, salt, rifinn sterk-
ur ostur, egg til að pensla með.
Skerið vel kalt smjörið í hveit-
ið þar til það er smákornótt,
hnoðið það síðan með vatninu.
Látið deigið standa um stund á
köldum stað. Flysjið litla tóm-
ata (ef erfitt er að ná húðinni
af, má halda (þeim yfir loga
stutta stund). Kryddið þá með
nýmöluðum pipar og salti.
Fletjið deigið út og skerjð hæfi-
lega ferhyrninga til að hægt sé
að vefja þeim um tómatana.
Penslið með lausþeyttu eggi og
bakið í ofni þar til bögglarnir
eru Ijósbrúnir. Ef vill má láta
svolitið af saxaðri skinku með
í umslögin. Þetta er ágætt sem
forréttur eða smáréttur á kvöld-
borð.
Að lokum eru svo tvær uppá-
stungur um kalda fyllingu:
1. Harðsoðið, saxað egg, maj-
ones, rækjur eða humar.
2. Sardínur i olíu eða tómat,
majones, saxaður graslaukur,
smáskorin gúrka. ★
MARKSKOT SEM
KOSTAÐI... ■
Framhald af bls. 14.
vellinum. Jafnframt var stanz-
laust sprautað vatni á mannfjöld-
ann.
Viltum lögregluhundum var nú
sleppt gegn fólkinu, og í fyrsta
sinn varð ég órólegur um öryggi
sonar míns. Lögregluhundarnir í
Perú eru ef til vill þeir grimm-
ustu í heimi. Þeim hefur verið
kennt að drepa, ef gæzlumenn
þeirra sleppa þeim. Ef einn slík-
ur hundur kæmizt nálægt okkur,
mundi hann rífa okkur í sundur,
og ég væri algjörlega varnarlaus.
Ég sló botninn úr tómu gos-
drykkjarflöskunni minni, og bjó
mér þannigtil vopn í hendur. Ef
hundur réðist á okkur, mundi ég
reyna að drepa hann með flösk-
unni, eða í það minnsta reyna að
blinda hann með skörpum gler-
brúnunum á botninum.
Fólkið, sem verið hafði í kring-
um okkur, var nú horfið, hafði
gg — VIKAN 34. tbl.