Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 7
hjá hverjum ogr öðrum grín- leikaira. Ég mundi mæla með því að slíkar hárkollur fengj- ust hér, en að gæjamir létu klippa sig eins og siðuðu fólki sæmir innanundir. Ég veit að þetta er alveg satt hjá þér að slíkar hárkollur fást úti fyrir lítinn pening, — jafnvel þótt hrosshár séu í þeim, og kannske einmitt þessvegna — og nú vil ég koma þessu á framfæri við okkar mörgu og framtakssömu heildsala ... ! Vikan í umferðaröng- þveitinu Hr. ritstjóri. Það liggur við að ég fái vonar- glætu, þegar ég sé blöðin taka á allri óhæfunni í umferðinni, en aldrei hefur þetta verið gert jafn rösklega og í blaði yðar nú fyrir skemmstu. Aftur á móti gat ég ekki séð, að þessi svarpistill lög- reglustjóra væri fugl né fiskur. Hvað sá maður meinar er víst dulið fleirum en mér. Kærar kveðjur. Jóhann Pálsson. Til póstsins í Vikunni. Það gladdi mig, hvemig þið tókuð á umferðarníðingunum, en eitt vildi ég taka fram og undir- strika í sambandi við þunga- vinnuvélar og vörubíla, sem þið sögðuð réttilega að stjórnuðu um- ferðinni, og það er þetta: Sá trafali, sem þessi tæki valda er ekki vélunum að kenna, heldur mönnunum sem stjórna þeim. Tillitssemi af þeirra hálfu er næsta fátítt fyrirbrigði. S. K. S. Kæra Vika. Enda þótt ég væri að mörgu leyti ánægður með greinar ykk- ar um vandræðaástand í um- ferðinni, þá fannst mér eins og þið reynduð að afsaka umferð- arnefnd og skella skuldinni á alþingi. Þetta er ég viss um að er rangt. Ef einhver ber ábyrgð á ástandinu Csem ég fyrir mitt leyti held að enginn geri, því allir þessir menn eru ábyrgðar- lausir) þá er það þessi umferð- arnefnd. En hún er eins og all- ar þessar sofandi nefndir og þessvegna fljótum við sofandi að feigðarósi og banaslys í um- ferðinni eru að verða daglegur viðburður. Ég vil taka það fram, sem bílstjóri í Reykjavík, að ég er alveg rasandi vondur út í þessa menn. Ekill. Þýtt úr „vinnukonu- blöðunum“ Kæra Vika. Meðan ég keypti dönsku blöð- in (sem þið nefnduð eitt sinn vinnukonublöð hér í póstinum) þá las ég oft þátt, sem hét „Du skönne Danmark" og var um allskonar dramatiska atburði, sem höfðu gerzt úti á lands- byggðinni í Danmörku fyrir löngu síðan. Væri ekki hægt að þýða þessar greinar í Vikuna? Þær voru svo agalega spennandi. Hanna. Jú, mikil skelfing, ekkert væri hægara. En mættum við annars biðjast undan því. Á- hugi okkar á því, se(m gerist eða gerðist úti á landsbyggðinni í Danmörku stendur nákvæm- lega á núlli. Við kærum okkur kollótta, hvort einhver sko- mager Jensen drap konu sína í Hilleröd árið 1857, né heldur að okkur langi til að vita, „hvor- dan lille, söde Jytte Hansen har det‘1 Vikan er íslenzkt blað; við reynum fremur að fjalla um islenzkt fólk og ís- lenzk vandamál. Haltu bara áfram að kaupa vinnukonu- blöðin, Hanna mín. Leiðrétting................... í 30. tbl. Vikunnar, þar sem meðal annars var skrifað um öngþveitið í umferðinni, kom fyrir sú villa, að Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeildar S.f.S., var titlað- ur ráðuneytisstjóri Þetta var eitt af þessum dularfullu atvik- um prentvillupúkans; Agnar var allt í einu orðinn ráðuneyt- isstjóri, þegar örkin var komin gegnum prentvélina og tnginn vissi, hvernig það hafði komið fyrir. Leiðréttist þetta hér með. ® Skodh Sffellt vlnsælli Innflutningur til Islands f sumar var meiri en nokkru sinni áðurl SKODA er öpuggup, sterkur og ódýr Hagsýrtir kaupa SKODA Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. Vonarstpæti 12 - Slmi 2-1981 VIKAN 34. tbl. — rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.