Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 27
Gylfi Ásmundsson er stúdent fró MR 1956. Hann stundaði nóm
við Edinborgarháskóla árin 1957—61 og útskrifaðist þaðan með
MA(Hons.)-próf í sálarfræði. Hann starfaði síðan við Geðvernd-
ardeild Heilsuverndarstöðvarinnar '61—'63, en fór svo utan til
framhaldsnáms við Wayne State University í Detroit og starfaði
jafnframt við geðsjúkrahús þar í borg. Hann er nú nýkominn
heim og hefur aftur tekið til við störf á Geðverndardeildinni.
Gylfi er kvæntur Erlu Líndal. 0
Myndirnar að neðan eru af leiksettum, sem notuð eru á geð-
verndardeildinni sem hjálpartæki barnanna í glímunni við að
„leika sér út úr vandamálunum."
— Nei, því fer fjarri. Rannsóknin leiðir oft í Ijós, að frekari meðferð
af okkar hálfu er óþörf, þannig að okkar hlutverki er í rauninni lokið.
í ýmsum vægari tilfellum er einmitt rétt og jafnvel vænlegra til árang-
urs, að foreldrar eða kennarar taki við. Þegar um uppeldisleg vanda-
mál er að ræða, hafa foreldrafundir oft gefið góða raun. Er þá efnt til
funda með nokkrum foreldrum, sem glíma við hliðstæð uppeldisleg vanda-
mál heimafyrir. Læknir eða sálfræðingur stýrir fundinum og leiðir um-
ræður. Þarna fá uppalendur tækifæri til að ræða sín á milli um málin
og öðlast oft og tíðum réttari skilning á þeim vanda, sem um er að
ræða heldur en raunin hefði orðið á með ráðleggingum læknis eða sál-
fræðings einum saman.
Ráðleggingar eru oft tiltölulega gagnslitlar, ef ekki fylgir þeim skiln-
ingur á því, hvers vegna þær eiga við. Ráð má lesa af bókum, en þau
reynast oft dauður bókstafur og enginn fer eftir þeim. Þetta er svipað
því að fá í hendurnar stærðfræðilega formúlu og hafa litla hugmynd
um, hvort rétt sé að nota hana, þótt ágætis formúla sé, hvað þá heldur,
að maður sé fær um að leysa ný vandamál með sömu formúlu. —
Foreldrafundunum er einmitt ætlað að bæta úr þessu. A þeim öðlast fólk
aukinn skilning á vandamálunum og gerir sér betur grein fyrir því hvers
vegna ráðin passa og gengur betur að beita þeim en ella.
— Er ekki hætt við því, að slíkir fundir verði nokkurs konar eintal
læknisins og hinir veigri sér við að leggja orð í belg?
— Þvert á móti. Læknirinn leggur orð í belg, þegar honum finnst með
þurfa. Annars eru það foreldrarnir, sem ræða fram og aftur sín sam-
eiginlegu vandamál. Venjulega eru það mæðurnar, sem koma á fund-
ina, en stundum foreldrarnir báðir, og er það auðvitað ekki lakara.
I sumum tilfellum geta kennarar fengið meiru áorkað í rétta átt en
nokkur annar, enda hafa þeir oft tekið við af okkur og hjálpað mörg-
um börnum. Aðstaða kennara getur verið sú, að hann verður ímynd
foreldris í augum barnsins.Þá er enginn betur til þess fallinn að hjálpa
því til þess að laga ýmsar veilur, eins og minnimáttarkennd, eirðarleysi
eða að leiða stirt samband við skólaféiagana í réttan farveg.
— En hvað um þau börn, sem þið takið til meðferðar, að rannsókn
lokinni?
— I flestum meiri háttar tilfellum teljum við okkur geta hjálpað. Barnið
er sett á biðlista eftir rannsóknina og getur þurft að blða nokkra mánuði,
áður en að því kemur. Þá er barnið búið að bíða eftir rannsóknartím-
unum, svo að þetta er biðlisti númer tvö. Þetta sýnir, að aðsókn að
deildinni er meiri en svo, að við getum annað henni, og óhjákvæmi-
lega fá mörg börn ekki þá úrlausn, sem við gætum annars veitt.
— Getur það ekki komið sér illa að láta barnið bíða lengi?
— Jú, því er ekki að neita. Hitt getur líka átt sér stað, að á biðtím-
anum lagist það að sjálfu sér, sem lækna átti. Hver einstaklingur býr
yfir sínum eigin lækningakrafti. Einnig er haft stöðugt samband við for-
eldrana. Félagsráðgjafinn talar við þá viku- eða hálfsmánaðarlega, og
á þann hátt reynum við að fylgjast sem bezt með barninu. Einnig koma
fyrir þau tilfelli, sem við teljum að ekki megi bíða. Þau börn eru að sjálf-
sögðu tekin fram fyrir.
— Og á hvaða aldri eru svo börnin, sem hér eiga að fá bót meina
sinna?
— Oll börn geta fengið aðstoð hér til 16 ára aldurs, en yfirleitt eru
þau ekki yngri en tveggja til þriggja ára. Þó höfum við að undanförnu
vísað börnum á skólaaldri til Sálfræðideildar skóla.
Franihald á bls. 30.
VIKAN 34. tbl. — 27