Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 25
ég heyri talaö um þennan Fouquet, muldraði hún. Ég sé eituröskjuna fyrir mér, þótt ég hafi ekki leitt hugann að henni í mörg ár. — Þú ert dálítið taugaóstyrk, vina min. Þarf ég að eiga eiginkonu, sem skelfur fyrir minnsta vindi? — Það er svolítið, sem ég þarf að muna, sagði Angelique og lokaði augunum. Hún strauk kinninni við hár Joffreys. — Ef þú gætir bara hjálpað mér að muna.... Ef ég gæti rifjað þetta upp, hef ég á til- íinningunni, að ég vissi, hvaðan hættan kemur. — En það er alls engin hætta, ástin min. — Ég sé fyrir mér herbergið.... hélt Angelique áfram með lokuðum augum. — De Condé prins stökk upp úr rúminu, af því að einhver bankaði á dyrnar. Prinsinn fór í náttsloppinn og hrópaði: — Ég er upp- tekinn af de Beaufort hertogafrú. En I hinum endanum á herberginu hafði þjónninn þegar opnað dyrnar og tilkynnt mann, sem var að koma, hann þarna munkinn.... Allt í eiu þagnaði hún, og starði fram fyrir sig a£ svo mikilli ákefð að það fór hrollur um Joffrey. -— Angelique! —• Nú mán ég það, sagði hún hljómlausri röddu. — Joffrey, þjónn- inn hjá de Condé prins var — Clément Tonnel. — Þú ert með óráði, sagði Joffrey og hló. — Þessi maður hefur verið í okkar þjónustu í mörg ár, og nú fyrst dettur þér þetta i hug. — Ég sá hann rétt aðeins í svip, en Þetta bólugrafna andlit.... Jú, Joffrey, ég er viss um, að þetta var hann. Og mannst Þú, hvað þú sagðir einu sinni: „Hættulegasti njósnarinn er sá, sem ekki vekur grun- semdir." — Imyndunarafl þitt fer að verða of fjörugt fyrir’ konu, sem hefur áhuga fyrir vísindum. —• Gerðu ekki grín að mér, sagði hún. ■—i Það fer hrollur um mig, þegar ég hugsa til þess, að hann hefur njósnað um mig dag og nótt árum saman. Og hver hefur fengið hann til þess? De Condé prins? Fouquet? — Hefurðu sagt nokkrum frá þessu með eitrið? — Bara þér — og þá lá hann á hleri. —• Reyndu nú að róa Þig, vina mín. Ég er viss um, að áhyggjurnar þínar eru ástæðulausar. En nokkrum mánuðum seinna kom Joffrey til hennar að morgni dags, um það leyti sem hún var að venja Florimond af brjósti: —• Angelique. Ég ætla ekki að neyða Þig til neins, en mér væri þökk í því, að þú tækir svona skammt á hverjum morgni, um leið og þú borðar morgunmatinn. Hann opnaði lófann og sýndi Angelique litla hvíta pillu. — Hvað er þetta? spurði hún. — Eitur — mjög lítill skammtur. —• Hvað óttastu, Joffrey? spurði hún. — Ekkert. En þetta er öryggisráðstöfun, sem mér hefur gefizt vel. Likaminn venst eitrinu smám saman. —• Heldur þú, að einhver ætli að eitra fyrir mig? — Ég held ekkert, elskan mín< Það er bara Það, að ég treysti ekki alveg hæfileikum einhyrningshorns. 1 næsta mánuðiy maí, var de Peyrac greifa og konu hans boðið að vera viðstödd hið konunglega brúðkaup I Saint-Jean-de-Luz. Filippus IV, kóngur af Spáni, ætlaði persónulega að afhenda hinum' unga kon- ungi, Lúðvík XIV, dóttur sína, Maríu Teresíu. Það var morgunn þegar Joffrey og Angelique yfirgáfu Toulouse. Florimond var einnig með í för, ásamt fóstrunni sinni, eftirlitsstúlku og litlum svertingja, sem hafði það embætti að koma honum til að hlæja. ■Hin óbugandi Margot vakti yfir fötum húsmóður sinnar á einum vagnanna. Kouassi-Ba, sem hafði fengið þrjá nýja einkennisbúninga, hvern öðrurn litskrúðugari og fallegri leit út eins og höfðingi, þar sem hann reið á hesti, sem var jafn svartur og hann sjálfur. 1 hópnum voru einnig fjórir tónlistarmenn og Francois Binet, rakari og hárkollu- meistari, sem Joffrey de Peyrac hafði alltaf með sér á ferðalögum. Þar að auki voru með í hópnum þjónar, þjónustustúlkur og smásveinar, fyrir utan hina sjálfsögðu fylginauta Bernard d’Andijos og Cerbalaud. Uppfull af spenningi og öllum undirbúningi í sambandi við brott- förina, tók Angelique varla eftir því, að þau voru í þann veginn að yfir- gefa Toulouse. Þegar vagninn þeirra fór yfir brúna á Garant, hrópaði hún lágt upp yfir sig og þrýsti nefinu að vagnglugganum. — Hvað er að, Angelique? spurði Joffrey. — Mig langaði að sjá Toulouse einu sinni enn, svaraði hún. Hún horfði heim að rauðleitum borgarmúrnum, sitt hvoru megin við ána, yfir skóginn að turnum og spirum. Skyndilegur kvíði læstist um hjartarætur hennar. — Toulouse! muldraði hún, hálfkæfðri röddu. — Höll hinna glöðu vísinda! Hún hafði það á tilfinningunni, að hún myndi hvorki sjá borg- ina né höllina framar. III HLUTI. VÖLUNDARHÚS LOUVRE 24. KAFLI —• Nú er komið nóg! Ég er yfirkomin af sorg, en samfl verð ég að þola heimskt fólk í kringum mig. Ef ég hefði ekki heiður stéttar minn- ar I huga, gæti ekkert hindrað mig frá því að stökkva hér fram af svölunum og ljúka þannig þessari tilveru! Angelique þaut út að glugganum í herberginu sinu, þegar hún heyrði þessa upphrópun. Hún sá stóra konu í náttklæðum, með andlitið hulið í vasaklút, hallast fram á svalariðið í næsta húsi. Þegar hún hélt áfram að kjökra, kom önnur kona til hennar út á svalirnar, en við það tók sú fyrri að sveifla handleggjunum í kringum sig. — Fífl! Asni! Farðu! Vegna heimsku þinnar, verð ég aldrei tilbúin. Það skiptir svo sem engu máli heldur. Ég er í sorg, og það er bezt, að ég sé ein með mína sorg. Hver lætur sig nokkru varða, þótt höfuðið á mér sé eins og á fuglahræðu? Hún ýfði þykkt og mikið hár sitt og lyfti upp tárvotu andlitinu. Þetta var kona á fertugsaldri. — Ef Madame de Valbin er veik, hver lagar þá á mér hárið? hróp- aði hún tilgerðarlega. — Þú og allar hinar eruð klunnalegri en björninn i Saint-Germain! — Madame, greip Angelique fram í. Svalirnar tvær voru í seilingu hvor frá annarri yfir þröngri götunni i Saint-Jean-de-Luz. Allir vissu, hvað fram fór hjá nágrannanum. Þótt dagurinn væri að rísa; fölur, rósrauður morgun í kring, var borgin löngu vöknuð. —- Madame, endurtók Angelique. — Get ég orðið yður til hjálpar? Ég heyrði, að þér hafið áhyggjur af hárinu á yður. Ég hef hárkollu- meistara, sem er mjög notinvirkur. Ef yður þóknast, stendur hann yður til ráðstöfunar. Konan á hinum svölunum snýtti sér og andvarpaði djúpt. —• Þetta er sannarlega fallega gert af yður, sagði hún. — Það er ekki að sjá, að ég hafi neina hjálp af þjónustufólki minu I dag. Koma Spánverjanna hefur gert það einstaklega duttlungafullt. — Leyfið mér aðeins að klæða mig betur, og svo skal ég koma yfir með hárkollumeistarann minn. Angelique flýtti sér aftur inn í herbergi sitt, þar sem allt var í ó- reiðu. Margot og Þjónustustúlkurnar voru að leggja síðustu hönd á glæsileg veizluklæði Angelique. Koffortin og gimsteinaskrínan stóðu opin, og Florimond skreið á fjórum fótum innan um öll herlegheitin. Joffrey verður að segja mér, hvaða gimsteina ég á að bera með þessu gullskarti, hugsaði hún, meðan hún flýtti sér í einfaldan kjól og lagði yfir sig slá. , Hún fann Francois Binet í kjallaranum, þar sem hann hafði haft nóg að gera alla nóttina við að liða hárið á vinkonum Angelique. Hann tók með sér tösku sína, fulla af greiðum, töngum, olium og fölskum fléttum. Unglingspiltur bar fyrir hann glóðarfatið, þegar hann fylgdi Angelique inn í nágrannahúsið. Þarna var ennþá þrengra en í hinu húsinu, sem var í eigu gamallar föðursystur de Peyracs greifa. Angelique tók eftir fögrum einkennis- klæðum þjónana, og gat sér þess til að hin örvæntingarfulla kona væri mjög hátt sett. Til öryggis hneigði hún sig mjög djúpt fyrir henni, þegar hún kom inn. —• Þér eruð dásamleg, sagði konan, meðan hárkollumeistarinn rað- aði tækjum sínum og tólum á stól. — Ef það væri ekki yður að þakka, hefði ég eyðilagt andlit mitt með tárum. — Þetta er ekki dagur til að gráta, sagði Angelique. — En góða mín, hvað á ég að gera? Ég er alls ekki í skapi til Þess að taka þátt í allri þessari gleði. Sjáið þér ekki, að ég er svartklædd? Faðir minn er nýdáinn. — Ó, ég votta yður innilega.... — Við þoldum ekki hvort annað. En einmitt þessvegna er það ergi- legra, að þurfa að vera sorgarklædd, meðan stendur á öllum þessum hátíðahöldum! Ég þekkti föður minn, svo að ég gruna hann næstum um að.... Hún þagnaði til Þess að stinga andlitinu í pappastrokk sem Binet hélt fyrir framan hana, meðan hann jós vellyktandi púðri í hár hennar. Angeliqua hnerraði. — .... að hafa gert Það viljandi, sagði konan, um leið og hún leit aftur upp úr strokknum. — Gert það viljandi? Hvað? Gert hvað, Madame? — Dáið, auðvitað. En hugsið ekki um það. Ég fyrirgef og gleymi. Faðir minn dó kristilegum dauðdaga — og það er alltaf bót í máli. Það, sem ergir mig, er bara það, að þeir skyldu flytja lík hans til Saint- Denis, án þess að nokkuð væri gert í kringum það. Finnst yður það ekki hræðilegt? — Jú, svaraði Angelique, sem var orðin hrædd um, að verða sér til skammar. Þetta stórmenni, sem hafði verið grafinn i Saint-Denis, hlaut að hafa verið af hinni konunglegu fjölskyldu. — Ef ég hefði verið með, hefði þetta að minnsta kosti litið öðru vísi út, sagði konan og hnykkti höfðinu. — Ég er hrifin af íburði og til- haldi, og maður verður að gæta stöðu sinnar. Hún þagnaði til þess að líta í spegilinn, sem Francois Binet hélt fyrir framan hana. — En þetta er stórkostlegt! hrópaði hún ánægð. — Hárkollumeistarinn yðar er listamaður, góða mín. Ég veit mjög vel sjálf, að ég hef erfitt hár. Etn þessi maður er hreinasti töframaður. Hann verður hreint og beint að krulla hárið á stelpunum. „Stelpurnar voru sóttar, tvær hávaxnar stúlkur. — Eru þetta dætur yðar? spurði Angelique. — Nei, þetta eru litlu systur mínar. Þær eru óþolandi. Sjáið bara þá minni. Það eina fallega á henni er húðin. En svo þarf hún endilega að vera að væla, til þess að eyðileggja hana líka. — Hún er náttúrlega sorgmædd yfir fráfalli föður síns. — Alls ekki. En það hefur alltaf verið talað um, að hún ætli að gift- ast kónginum. Og nú er hún reið, af því að hann ætlar að giftast ann- arri. Meðan hárkollumeistarinn var önnum kafinn við hár telpnanna, heyrðist fótatak i stiganum, og ungur aðalsmaður kom í ljós í dyrunum. Hann var mjög lágvaxinn, og það var brúðuandlit, sem stóð upp úr hálsmálinu. —• Kæra frænka sairði hann með þjálfaðri röddu. — Mér er sagt, að þér hafið hárkollumeistara, sem gerir kraftaverk. — Ó, Philippe! Þú ert verri en falleg kona, þegar slíkt er annars vegar. En þú getur að minnsta kosti sagt, að ég sé orðin falleg. Aðalsmaðurinn ungi rak fram neðri vörina og grandskoðaði hár- greiðslu frænku sinnar með hálflokuðum augum. — Ég verð að viðurkenna, að þessi listamaður hefur gert eins mikið fyrir andlit þitt og hægt er. Svo fór hann aftur fram fyrir dyrnar og hallaði sér yfir stigahandriðið.-De Guiche, komdu upp! hrópaði hann. — Við erum á réttum stað. Angelique þekkti þann, sem inn kom — myndarlegan, mjög hörunds- dökkan og vel vaxinn ungan mann — de Guiche, greifa, elzta son de Gramant hertoga. Philippe tók í handlegg hans og hallaði sér; blíðlega upp að öxl hans. — Ef þú vissir, hvað ég er hamingjusamur, sagði hann. — Við verð- um tvímælalaust með beztu hárgreiðsluna við hirðina. Péguilin fölnar af öfund. Hann rak upp háan, gjallandi hlátur, og klappaði de Guiche á kinn- ina. De Guiche greifi tók þessum atlotum, án þess að fara hið minnsta Framhald á bls. 43. VIKAN 34. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.