Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 30
fóru á einum bíl til þess að leita að akfærri leið alla leið inn í Kverk, milli Kverkfjalla og Dyngju|ökuls! Eg þakkaði mínum sæla fyrir, að ég hef aldrei haft þingeyskan verkstjóra. Um tíuleytið komu fjallagarparn- ir aftur, frískir og kátir, og nokkru síðar vegagerðarmennirnir. Þeir fyrrnefndu sögðu: ,,Sjáið tindinn? Þarna fór ég". En hinir síðarnefndu sögðust hafa mokað veg niður brekku, þar sem vel mætti fara niður, en óvíst, hvort farandi væri upp aftur sama veg. Og þar með var gengið til náða. Við bjuggumst í pokana með því að dúða okkur í allt, sem við höfð- um meðferðis af fatnaði, og reynd- um svo að sofna. Mér þykir yfir- leitt bölvað að sofa í venjulegum svefnpoka, en mér hefur aldrei ver- ið það jafnljóst og eftir þess nótt, að venjulegir svefnpokar eru ein- göngu til þess að sofa í skálum og sæluhúsum, eða lána næturgest- um, til þess að hreiðra um sig á stofugólfinu. Einkum og sér í lagi eru þeir þunnir að neðan, og opið á þeim alltof stórt. Veðrið reif í tjaldið og barði því til og frá, en einhvern veginn lánaðist okkur að sofna. Klukkan sex um morguninn heyrðum við mannamál. Þar rædd- ust við Hróar og Sigurður Egilsson, formaður Ferðafélags Húsavíkur og aldursforseti ferðarinnar, 72 ára að aldri. Ekki leizt þeim sem bezt á útlitið. Enga sól að fá í dag. Við Kristján kveiktum á gastækinu okk- ar og brugðum katlinum yfir. Gastæki eru þægileg suðutæki á ferðalögum, en þau hita bókstaf- lega ekkert frá sér. Við létum loga á tækinu í tvo tima samfleytt þarna um morguninn, en andskotakornið, að það hafi hitað nokkuð nema vatnið í katlinum. Fyrst í stað forð- uðumst við að opna tjaldið og skyggnast út, en einu sinni, þegar við heyrðum í Sigurði Egilssyni fyr- ir utan tjaldið, kallaði Kristján í gamni: „Ætlið þið vilduð ekki moka okkur út?" En það segi ég satt, að okkur leizt hreint ekki á, þegar Sigurður svaraði: „Það mætti kannski reyna það", og í sama bili heyrðum við skófluhljóð og sáum gegnum tjalddúkinn, að mokað var frá tjaldinu! En sem betur fer var ásfandið ekki eins dökkt og það virtist. Rok- ið hafði aðeins hrannað snjónum upp að tjöldunum og öðrum mis- fellum, en að öðru leyti var til þess að gera autt, aðeins grátt í ójöfnur. Kvöldið áður var ég hálfargur yfir því, að ekki skyldi vera haft meira samflot. Þennan morgun varð ég þakklátur fyrir það. Það varð sem sagt að ráði, að Húsvíkingar færu á kerrujeppanum og við á einum Land-Rovernum á undan hin- um norður að Hvannalindum, en hinir ætluðu að fara inn í Kverk og ganga á fjöll með Eyþóri. Hann var enn glaður og kátur og lét sér ekki detta í hug að fara erindis- 30 - leysu, þótt veðrið væri ekki sem allra bezt. Við litum ekki til baka, þegar bílarnir tveir runnu niður melana í áttina frá tjaldstaðnum. Hann virtist bjartari til lofts í norðri, og við höfðum enga samúð með þeim, sem af frjálsum vilja fóru að glenna sig upp um jökla i byl. Eg var meira að segja svo argur um morguninn, áður en mér voru téð þau gleðitíðindi, að hluti hópsins færi strax niður í Hvannalindir, að TÍZKULITIR VARALITI R NAGLALÖKK MAKE-U P Avon Einkaumboð: J. P. Guðjónsson h.f. Skúlagötu 26-Box 1189 - Sími 11740 ég hreytti því út úr mér við ein- hvern, að nú ætlaði grasafræðing- urinn að vaða upp á jökul með hóp grasasna. Eg skal játa það, að þetta var lítið frumleg athugasemd og óverðskulduð, en ég meinti það þá af heilum hug. Framh. og niðuri. í næsta blaði. SKYGGNZT INN UM SÁLARGLUGGA Framhald af bls. 27. — Hve lengi eru þau á ykkar vegum? — Það er auðvitað ákaflega mis- jafnt. Þau koma hér einu sinni til tvisvar í viku, og það telst mjög stutt, ef við höfum náð árangri eftir tvo til þrjá mánuði. Miklu algeng- ari er sex mánaða meðferð, stund- um allt upp í eitt til tvö ár og jafn- vel enn lengur. — Og getið þið hjálpað öllum, sem hjálpar eru þurfi? — Nei, því miður. Hingað koma börn, sem eru svo illa á vegi stödd, að við getum ekkert gert. Annað hvort eru þau svo veik, að þau þarfnast sjúkrahúsvistar eða heimilisaðstæður eru svo slæmar, að okkar hjálp er jafnóðum eyði- lögð. — Hvernig er hægt að leysa mál- ið í þessu síðast talda tilviki? — Mjög er aðkallandi, að hér verði komið á fót heimili fyrir taugaveikluð börn, enda hefur þeg- ar verið stofnaður sjóður í því augnamiði. — Segðu mér, Gylfi. Er algengt, að hingað komi foreldrar og kvarti undan óhlýðni barna sinna? — Já, mikil ósköp. Algengustu hegðunarvandkvæðin eru einmitt óhlýðni, þrjózka, frekja og skap- ofsi. Slíkt þekkist sjálfsagt á nær öllum heimilum þótt ekkert alvar- legt sé á ferðinni. En svo rammt getur kveðið að þessum skapbrest- um, að foreldrar geri fullkomlega rétt í því að leita aðstoðar við að ráða niðurlögum þeirra á réttan hátt. — Má ég leggja fyrir þig „raun- hæft verkefni", þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir starfsaðferð- um ykkar? — Já, gjörðu svo vel. — Hugsum okkur, að til ykkar komi móðir með 5 ára son. Sonur- inn þjáist af hræðslu við að vera einn. Móðirin getur aldrei skilið hann við sig. Hann fæst ekki til að leika sér úti á bletfinum, inni í barnaherberginu eða hvar sem er, nema pabbi eða mamma séu við- stödd. Er þetta til í dæminu? — Já, mikil ósköp. — Og hvað er skal gert? — Við reynum að gera okkur grein fyrir orsökum óttans og styðjumst við allar þær upplýsing- ar um barnið, fjölskylduna og heimilið yfirleitt, sem að gagni mega koma. Segjum til dæmis, að við komumst að þeirri niðurstöðu, að hræðslan stafi af sektarkennd, sem aftur á rót sína að rekja til ómeðvitaðrar afbrýðisemi, t.d. út í yngra systkini, en það er alkunn staðreynd, að slíkt á sér oft stað. Foreldrunum kann að þykja þetta undarleg niðurstaða. Eldri .sonur- inn sé sem sagt mjög hændur að „litla kút", geri sér dælt við hann og megi ekki af honum sjá. — Nið- urstaðan getur samt sem áður ver- ið rétt. Þegar „litli kútur" kemur í heiminn, getur þeirri flugu skotið upp í undirvitund eldri bróður, að nú sé hann sjálfur ekki sólargeisl- inn á heimilinu, nú sé hann ekki lengur númer eitt. Þessi hugsun hreiðrar um sig án þess að stráksi hvað þá foreldrarnir geri sér nokkra grein fyrir því eða að nokkur sýni- leg ástæða sé til. Smátt og smátt fara „Ijótar hugsanir" að gera varf við sig hjá stóra bróður, hugsanir, sem hann ræður alls ekki við. Ljótu hugsanirnar sækja fastar á og ágerast: Bezt væri að litli kútur hefði aldrei komið, og réttast væri að hann færi, væri ekki lengur til. Stóri bróðir veit, að Ijótt er að hugsa svona og honum yrði senni- lega refsað, ef einhver kæmist að leyndarmálinu. Þar með hefur sektarkenndin skotið rótum. — Ef eitthvað kæmi nú fyrir litla bróður, hverjum yrði þá kennt um? Hverj- um yrði þá refsað? Myndi ég verða sendur burt, eða gæti það allra versta og óhugnanlegasta skeð: Færi mamma frá mér. Þessar og þvílíkar hugsanir verða að kvíða og smátt og smátt að óbærilegum ótta — ótta við að missa móðurina. Það er því ekkert undar- legt, þótt barninu sé annt um vel- ferð litla bróður. Nú þarf að uppræta þennan ótta. Lækningin er fólgin í tvenns konar samhliða aðgerðum. Annars vegar þurfa foreldrar barnsins að öðlast skilning á erfiðleikum þess og þeim aðstæðum sem skapa þessa erfiðleika, en þær er oftast að finna í fjölskyldulífinu. Ytri orsakir erfið- leikanna þurfa að hverfa jafnhliða lækningu á innri orsökum í sálar- lífi barnsins sjálfs. Samvinna foreldranna er því oft- ast nær skilyrði fyrir því að lækn- ing komi að haldi. Foreldrar, ann- að eða bæði koma því jafnoft born- inu og ræða við félagsráðgjafa, sem hjálpar þeim til að skilja barn- ið og taka þátt í lækningu þess heima fyrir og e.t.v. ráða fram úr eigin erfiðleikum, sem kunna að hafa áhrif á barnið. Oft er þáttur félagsráðgjafans og foreldr- anna hinn mikilsverðasti í lækningu barnsins. Hins vegar tekur sálfræðingur- inn barnið til meðferðar, sem mið- ar að því að draga hinar ómeð- vituðu hugsanir upp á yfirborðið. Til þess beitum við aðallega hinni svokölluðu leikaðferð. Hún er kennd við Onnu Freud, dóttur hins fræga Sigmund Freud. Aðferðin stefnir að því að gera hinn ómeðvitaða vanda meðvitaðan, en það er einmitt mark- mið allra sállækninga og á jafnt við um börn sem fullorðna. Þar sem fullorðnir ræða um sín vanda- mál, tjá börnin sig með leik. Hlut- verk sálfræðingsins er að hjálpa barninu í viðleitni þess til að tjá vandamál sín og leysa þau. — Og hvernig fer þessi leikur fram? — Við getum hugsað okkur, að barnið fái augastað á leiksetti, þeg- ar það kemur í fyrsta tímann. Það er nokkurs konar brúðuhús með herbergjum, húsgögnum og heimil- isfólki, foreldrum og þremur börn- um, og barnið sezt niður og byrjar að leika sér. Sálfræðingurinn situr úti í horni og lætur sem minnst á sér bæra, en fylgist vel með þvf, sem fram fer. Hér eru engar leik- reglur til. Barnið fær að fara sínu fram í einu og öllu — allt má. Það VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.