Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 32
Norska Dala-garnið «-1 Tízkupeysan í ár ER PRJÓNUÐ OR DALA-GARNI. HEILO -4- ÞRAÐA. FASAN SPORTGARN -6- ÞRAÐA. DALA-GARNIÐ ER GÆÐA VARA. MÖLVARIÐ - HLEYPUR EKKI - LITEKTA OG HNÖKRAR EKKI. MJÖG FJÖLBREYTT LITAORVAL. TOGIR MYNSTRA FAANLEG. ÞESS VEGNA VELJIÐ ÞER AÐEINS DALA-GARNIÐ TIL AÐ PRJÓNA OR. DALA-GARNIÐ FÆST OM ALLT LAND. * ii ’HUpnap Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þér er faliö verkefni, sem er mjög strembið úr- lausnar, en þú gætir þó leyst, ef þú leitaðir að- stoðar. Gættu þín á dómgirni og svartsýni. Þú hefur vantraust á ýmsum félögum þínum, sem sökum kuldalegrar framkomu þinnar, geta ekki nálgast þig. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Smá truflanir, sem koma 1 veg fyrir eðlilega þróun mála, gera þér gramt í geði, sem svo getur leitt af sér ennþá lengri tafir, ef þú hefur ekki gát á þér. Kunningjar þínir eru með mjög athyglisverð- ar hugmyndir á döfinni. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Smá erfiðleikar verða óhjákvæmilega á vegi þín- um, en þú yfirstígur þá léttilega, ef þú ert við- búinn. Umgengni þín við kunningjana ætti ekki að vera eins mikil og að undanförnu. Þér er langheppi- legast að eyða kvöldunum heimavið. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Vegna jafnvægis þíns og atvinnu, er þér nauðsyn- legt að koma til móts við mann, sem vill leið- beina þér og aðstoða. Gegndu sem minnst félags- störfum og helgaðu þig aðkallandi verkefnum. Um helgina verður óvenjumikið annríki. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Hikaðu við, áður en þú tekur nokkrar persónulegar ákvarðanir. Þú átt eftir að uppgötva eitthvað sem breytir áformum þínum innan skamms. Sinntu meir ástvinum þínum. Samband þitt við fjölskylduna verður óvenju innilegt. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Þú ert venju fremur eftirvæntingarfullur og óþolin- móður vegna atburða innan fjölskyldunnar. Stjörn- urnar spá því, að innan fárra daga leysist spurn- ingarnar af sjálfu sér og að þú fáir hin æskilegustu ;vör. Reyndu að skemmta þér upp á eigin spýtur. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Persónulegra samband við yfirmenn þína væri mjög heppilegt. Reyndu að komast í nánari snertingu við umhverfið. Það verða gerðar háar kröfur til mannkosta þinna og stór liður þar 1 er prúðmann- leg framkoma og heiðarleiki. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Einhver töf verður á verki þínu, svo þú þarft að leggja meira að þér en endranær til að vinna upp tapið. Temdu þér að vinna skipulegar en þú hefur gert, svo þú getir lokið einu, áður en þú grípur í annað. Helgin getur orðið ævintýraleg. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): ©Þú átt í brösum við persónu, sem er þér mjög kær- komin. Brjóttu odd af oflæti þínu og réttu fram sáttarhönd, það mun reiknast þér til tekna síðar meir. Skemmtu þér eftir föngum, en reyndu ekki að leita nýrra kynna með hinu kyninu. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Sá hæfileiki þinn, að vinza kjarnann frá himsinu, reynist þér mjög þarflegur um þessar mundir, og 'imikil hjálp í dagsins önn. Þú færð ágætt tilboð um hlutdeild í arðbæru fyrirtæki, sem ennþá hefur ekki litið dagsins ljós. Heillatala er 3. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum með val kunningja þíns, en það mun verða þér lærdómsríkt. Á vinnu- stað ættirðu að gefa gaum að starfsaðferðum þeirra sem eru reyndari en þú, það er alltaf hægt að læra meira, þótt maður þykist ekki vera neinn klaufi. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Ef þú beitir meðfæddri bragðvísi þinni, geturðu komið þér laglega fyrir, en þú skalt gæta þess að vera ekki of róttækur. Þú verður vitni að atburði, sem á eftir að vekja hjá þér ýmsar spurningar. Kappkostaðu, að verk þín komi að gagni. m DALA-UMBOÐIÐ g2 — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.