Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 20
ÞAÐ SEM ÁÐUR HEFUR SKEÐ: Ungu brúShjónin, Alex Kincaid og Dolly McGee ætluðu a3 eySa hveiti- brauSsdögunum á baSstrandar- hótelinu BrimgarSi, en morguninn eftir brúSkaupsnóttina hverfur brúS- urin ó dularfullan hótt. Lögreglan daufheyrist viS vandræSum Alex. Dolly er orSin 21 órs og sjólfs sín róSandi og frjóls ferSa sinna, svo aS yfirvöldin telja sig ekkert geta gert nema sannanir séu færSar fyr- ir því, aS eitthvaS afbrot sé tengt hvarfi hennar. Á meSan Alex brá sér niður á baðströndina, hafði skrifstofumaður á hótelinu séð Dolly fara, tíu mínútum á eftir grá- skeggjuðum, miðaldra manni, sem hafði heimsótt hana upp á hótel- herbergið. Hún hafSi gengið ein út. Allar tilraunir Alex til að hafa upp á konu sinni eru árangurslausar. Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá hvarfinu og hann er ráSþrota. AS síðustu gengur hann á fund Archer einkalögreglumanns og seg- ir sínar farir ekki sléttar. Archer hlustar á sögu Alex og tekur aS sér aS hafa upp á Dolly. Hann finnur fljótlega gráskeggjaða mann- inn, sem gefur þá skýringu á heim- sókninni til Dollyar, að hann hafi séS brúðarmynd af henni í dag- blaSi og haldið, aS þar væri dóttir sín, sem hann hafði ekki séS í tíu ár. Hann hafi þó strax séS, aS um misskilning var að ræSa, þegar hann hitti Dolly. Þá hafi hann fariS sína leið. Lagskona þess gráskeggj- aða kemur nú til skjalanna og seg- ist viss um, aS Dolly sé enn í borg- inni, hún hafi séð hana fyrir nokkr- um dögum viS bifreiðaverkstæSi, sem hún tilgreindi. Frá bifreiðaverk- stæSinu rekur Archer slóðina í heldri- mannahverfi borgarinnar. Ekkjan, Brandshaw, kannast strax við mynd af Dolly, sem hún telur vera nem- anda í háskólanum, og hafi hún ráSiS hana sem bílstjóra sinn. Mál- in virðast ætla að leysast fljótt og vel, og Archer leggur leið sína í háskólann og nær tali af ungfrú Sutherland yfirkennara. Hún segir Archer, aS engin stúlka sé skráð í skólanum undir nafninu Dolly Kin- caid eSa Doliy McGee. i Ijós kemur, aS Dolly hefur skráS sig í skólann undir fölsku nafni og kallar sig þar Dorothy Smith. „Gerið svo vel", mælti hún glað- lega. „Komið inn og fáið yður sæti. Hvað er yður á höndum?" Ég tjáði ungfrú Sutherland hver ég væri og hvert væri erindi mitt. „Én hér er engin stúlka skráð sem nemandi undir nafninu Dolly Mc- Gee. Ekki heldur Dolly Kincaid". „Ég veit að hún er skráður nem- andi við þennan skóla. Það er stúlk- an sem ekur bíl frú Bradshaw", sagði ég. „En hún heitir Dorothy Smith. Ég fæ ekki skilið að hún hafi getað skráð sig undir fölsku nafni, nema þá að hún hafi framvísað fölsuðum námsskírteinum. Afsakið mig and- artak, herra Archer". Hún brá sér inn í hliðarherbergi og kom aftur að vörmu spori með lausblaðabók, sem hún lagði á borðið og tók að fletta. „Látum okkur sjá . . . hérna kem- ur það; hún hefur látið skrá sig sem bráðabirgðanemanda til september- loka, svo að hún þarf ekki að leggja fram námsskírteini sín fyrr en að níu dögum liðnum. En nú verður hún að koma með einhverja fram- bærilega skýringu, og það heldur fyrr en seinna. Annars hef ég reynzt henni sérlega hjálpfús, hver svo sem hún er, því að ég útvegaði henni aukastarf við bókasafnið. Það er ekki að vita nema hún sé þar stödd einmitt þessa stundina. „Kannske að ég athugi það?" „Ég held að það væri hyggilegra að ég talaði við hana áður. Reyni að komast að hvaða -fyrirætlanir hún gengur með í sínum litla kolli". Hún bað mig að bíða frammi á ganginum á meðan hún ræddi við stúlkuna inni í bókasafninu. Stuttu síðar kom Dolly fram, dökkhærð stúlka í vaðmálspilsi og peysu. Nokkuð virtist hún hafa látið á sjá frá því er myndin í dagblaðinu var tekin; hún var föl í andliti og hárið ekki nýgreitt að því er virtist. Hún leit til mín, dimmum, hvimandi aug- um og ég var ekki viss um að hún tæki eftir mér. Dyrnar að skrifstofu ungfrú Sut- herland yfirkennara lokuðust að baki henni. Mér varð gengið fram- hjá þeim eftir nokkur andartök, heyrði óm af kvenmannsröddum fyrir innan en ekki nein orðaskil. Um sama leyti kom og fylking yfir- kennara út úr skrifstofu Roy Brads- haw og minntu mann, þrátt fyrir gleraugun og kennaraskikkjurnar, á hóp skóladrengja, sem hleypt er út úr tíma. Yturvaxin stúlka með hörgult hár kom inn á ganginn, að utan, og dró samstundis að sér allra athygli eins og segullinn svarfið. Hún hélt rakleitt þangað sem kennari nokk- 2 riiuti Eftir Ross Mc. Donald Lofftur Guðmundsson pýddi Teikning: Þórdís Tryggvadóttir ur stóð í dyrunum að skrifstofu Roy Bradshaw, laglegur maður með þunglyndislegt augnatillit, sem jafn- an vekur móðurástríðu með konum. Þó að jarpt, liðað hárið væri nokkuð tekið að grána í vöngum, minnti hann helzt á skólanemanda .... námsmann, sem verður litið upp úr bókunum, þrjátíu árum eftir að hann tók burtfararpróf, og gerir sér allt í einu grein fyrir því, að hann er orðinn miðaldra. Ungfrú Sutherland opnaði dyrnar á skrifstofu sinni og gaf honum merki um að hún vildi tala við hann. „Andartak, , dr. Bradshaw", mælti hún, „það er dálítið áríðandi, sem ég þarf að ræða við yður . . ." Þá voru þeir orðnir tveir, yfir- kennararnir, sem Dolly varð að svara til sakar. Stúlkan með hör- gula hárið leit til mín, rétt eins og hún væri að svipast um eftir vara- manni fyrst Bradshaw brást. Hún hafði kyssilegasta munn, fallagar fætur og annarlega eirðarlaust fas. „Eruð þér að leita að einhverj- um?" spurði hún. „Einungis að bíða". „Eftir Lefty eða Godot? Þar kvað nefnilega nokkur munur á", sagði hún. „Það er sagt svo. Annars var ég að hugleiða hvort ég ætti ekki að setjast aftur á skólabekk. Munduð þér mæla með þessum skóla?" „Ekki fyrir yður, herra . . ." „Archer; Lew Archer". „Helena Haggerty heiti ég. Kenn- ari í nútíma tungumálum", sagði hún um leið og augnatillit hennar bauð mig velkominn í deildina, en munnsvipurinn gaf aftur á móti til 2Q — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.