Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 43
að þeir voru ósjálfbjarga. Við ruddum okkur braut milli dauðra og deyjandi. Það var hræðileg ganga. Á götunum fyrir utan barðist lögreglan við að halda uppi reglu. Hús og bílar voru alls staðar í björtu báli. Ég reyndi ekki einu sinnni að nálgast gamla bílinn minn, en ég hafði skilið við hann á miðju bílastæðinu. Þar virtist allt brenna. Ég gekk langan krók um göt- urnar heim til min, eftir götum sem voru fullar af fólki, særðu og blæðandi. Allir flýttu sér heim til skyldmenna eða til sjúkrahúsa til að fá gert að sárum sínum. Ég staulaðist einhvernveginn heim í hálfgerðu meðvitundar- leysi, og hafði ekki hugmynd um að blóðið rann úr tveim djúpum skurðum, sem ég hafði fengið á höfuðið þegar stígvélahælar dundu á því. Þegar ég kom að útidyrunum, heyrði ég grát. Það var konan mín og Soffía, eigin- kona Icaraz, sem þar voru fyrir og reyndu að hugga hvor aðra. Konan mín fór heim til þeirra og setti miða á dyrnar: „Ég er heima hjá Barbara og Sánchez“, og svo biðum við fram eftir öllu kvöldi, — en enginn kom. Loks fór ég til sjúkrahússins, þar sem flestir hinna særðu voru, og beið þar í biðröð í þrjá tíma þangað til ég komst að til að leita að vini mínum. Ég gekk hægt meðfram röðum líka, sem lágu á gólfinu, um 150 talsins, flest óþekkjanleg vegna áverka, en hvergi fann ég Icaraz. Daginn eftir fengum við að vita að hann hefði látizt í troðningn- um. Sonur minn fékk ekki á sig skrámu, og sárin á höfði mínu eru ekki slæm. Við lifðum af mesta sorgarleik í sögu íþrótt- anna, en þar létust yfir 300 manns. ★ hjá sér. Angelique hafði aldrei fyrr séð tvo karlmenn haga sér á þennan hátt, og henni fannst það mjög óviðeigandi. Framkoma þeirra virtist heldur ekki falla húsmóðurinn í geð, því hún sagði allt í einu: — Philippe, reyndu að verða þér ekki til skammar! Ég vil ekki, að mamma þín geti ásakað mig um, að ýta undir þessar úrkynjuðu til- hneigingar þínar. Reyndu að haga þér eins og maður, eða ég sendi einhvern eftir Péguilin, til þess að hann geti notað þennan hárkollu- meistara líka. Ég skal annars líta út af svölunum og vita, hvort ég sé hann ekki. Hún flýtti sér út á svalirnar, en kom strax aftur og hélt hendinni á hjartastað. — Herra guð. hann er kominn! hrópaði hún. — Péguilin? spurði Philippe. — Nei, maðurinn þarna frá Toulouse, sem ég er svo hrædd við. Angelique fór út á svalirnar, og sá manninn sinn koma gangandi upp eftir götunni, .með Kouassi-Ba á eftir sér. —• Jú, þetta er fatlaði maðurinn frá Languedoc, sagði Philippe, sem einnig var kominn út á svalirnar. — Hvers vegna ertu hrædd við hann? Hann hefur mild augu og mjúkar hendur, og er mjög gáfaður. — Þú talar eins og kona, svaraði frænka hans fyrirlitlega. — Ég hef heyrt sagt, að allar konur séu vitlausar í hann. — Nema þú. — Ég fell aldrei fyrir múgtilfinningum. Ég veit aðeins það sem ég sé. Finnst þér ekki eitthvað hræðilegt yfir þessum andlitsskaddaða, halta ma:nni, og þessum kolsvarta þjóni hans? De Guiche greifi leit órólegur á Angelique og opnaði tvívegis munn- inn til að segja eitthvað, en Angelique gaf honum merki um' að þegja. Hún hafði gaman af þessu samtali. —• Það er einmitt Það, þú veizt ekki, hvernig á að horfa á karlmann með augum konu, sagði Philippe. — Þú manst aðeins, að Þessi heið- ursmaður neitaði einu sinni að hneigja sig fyrir Monsieur d’Orléans og það er nóg til þess að þú getur aidrei fyrirgefið hoinum. — Það er satt, að hann sýndi einu sinni freklega ókurteisi.... Einmitt í sama bili leit joffrey upp á svalirnar. Hann naam staðar, tók ofan hattinln og hneygði sig djúpt. — Þarna geturðu sjálf séð, hvað Þú ert óréttlát, sagði Philippe. ■— Það er sagt, að hann sé skeytingarlaus og ókurteis, en samt — hefurðu séð mann heilsa öllu kurteislegar og betur? Hvað finnst þér, de Guiche? — De Peyrac greifi er þekktur fyrir höfðinglega framkomu, sagði de Guiche greifi fljótmæltur. — Og gleymið ekki þessum glimrandi móttökum, sem hann veitti okkur í Toulouse. — - Nei, kóngurinn man það ennþá. Hans hágöfgi er mjög forvitinn um, hvort konan hans er raunverulega eins falleg og fólk segir. Honum finnst óskiljanlegt, að hægt sé að elska svona mann. Angelique forðaði sér hægt inn í herbergið aftur þangaði sem Fran- cois beið. — E’iginmaður minn er kominn aftur, og hann mun áreiðanlega spyrja eftir yður. Látið ekki þessa manneskjur rugla yður í ríminu. — Hafið ekki áhyggjur, Madame, ég þarf aðeins að Ijúka, því, sem ég er að gera við hárið á þessum ungu stúlkumrf og svo fer ég héðan. Angelique gekk niður stigann, og sneri aftur til hússins þar, sem hún sjálf bjó. Þegar hún kom inn í herbergi sitt, sat Joffrey* þar með hvitan dúk um hálsinn og beið eftir rakaranum. — Þú sóar ekki tímanum, sagði hann og hló. —• Þú svafst Þegar ég yfirgaf þig til þess að komast fyrir um dagskrána, og þegar ég kem heim, um klukkutíma seinna, hallarðu þér út yfir svalariðið ásamt de Montpensier hertogafrú og „Petit Monsieur", bróður kóngsins! —■ De Montpensier hertogafrú! Grande Mademoiselle, sagði Angelique og greip andann á lofti. Meðan Angelique hafði fataskipti, útskýrði hún fyrir manni sínum, hvernig hún, fyrir hreina tilviljun, hefði kynnst dóttur Gastons d’Orlé- ans, auðugasta erfingja Frakklands. Rakarinn kom þjótandi, með öndina i hálsinum, og tók að sápa hús- bónda sinn. Nú var um að gera að vera nógu fljótur á fund konungs- ins, sem hafði gefið skipun um, að allir aðalsmenn við hirð hans ættu að koma og votta honum hollustu sína um morguninn. Með munninn fullan af nálum hjálpaði Margot Angelique í gullofinn undirkjól og siðan annan kjól með gullknipplingum, þynnri en köngu- lóarvef og bryddaðan með eðalsteinum. — Er þessi kvenlegi unglingur semsagt bróðir konungsins? spurði Angelique. — Hann hagaði sér I 'meira lagi undarlega vlð de Guiche greifa; maður gæti haldið að hann væri ástfanginn af honum. Joffrey! Heldurðu raunverulega að þeir.... — Þetta er það, sem kölluð er ítölsk ást, sagði Joffrey og hló. — Prinsinn sagði, að þú værir mjúkhentur, sagði Angelique og hrukk- aði ennið. — Hvernig getur hann vitað það? —• Ástin mín, ef þú tekur þér svona hluti nærri, líður ekki á löngu áður en þú rekur þig alvarlega á. öll hirðin er eins og risastórt, límkennt net. Þú festir þig örugglega fljótlega i því, ef þú lærir ekki að horfa á það sem gerist og gert er dálitið að ofan. Joffrey de Peyrac stakk andlitinu ofan í skál með rósavatni, til þess að endurnæra það eftir óvægilega meðferð rakhnífsins. Svo tók hann VIKAN 34. tbl. — Svalandi - ómissandi á hverju heimili l

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.