Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 12
irstöðurnar sitt hvorum megin. Bitarn- ir eru festir saman tveir og tveir með boltum, en síðan sett yfir þá fleka- gólf, okar negldir á rendurnar og þá er brúin tilbúin. Þegar Krepputungur eru svo kvaddar á ný, eru brúin tekin af á sama hátt, nema í öfugri verka- röð, borin upp á öruggan stað, þar sem áin neer ekki til hennar, þótt hún bólgni eitthvað, og síðan verður næsti hópur að fara að á sama hátt. Brúin er eign þeirra tveggja félaga, sem ég að framan nefndi, og verður að sjálf- sögðu að fá samþykki þeirra til þess að nota brúna, enda skynsamlegast að hafa einhvern með í för, sem til kann. Hámarksþungi, sem leyfður er á brúnni er IV2 tonn. Við gistum sem sagt fyrstu nóttina í vistlegum og notalegum skála Ferða- félags Akureyrar í Herðubreiðarlind- um, en lögðum af stað morguninn eftir inn að Jökulsá. Brúin var sett þar upp í fyrra, en þetta var fyrsta ferð- in á þessu ári, og það var ekki alveg víst, hvar boltarnir væru niðurkomnir. Flestir forsvarsmenn brúarinnar voru á einu máli um það, að boltarnir væru með öðru brúarefni uppi við Jökulsá, en einhver einn var næstum viss um, að boltarnir hefðu verið fluttir niður á Akureyri í fyrrahaust. En þeir höfðu hvergi fundizt í byggð, svo við lögð- um ótrauð af stað í glampandi sól, en talsverðri gjólu og það var ekki hlýtt. Við ókum sem leið lá suður hraun og sanda, austur fyrir Hlaupfell og Upptyppinga að brúarstæðinu. Brúar- efnið var á sínum stað og stöplarnir með réttum ummerkjum. Kunnugir sögðu, að áin hefði ekki flætt upp úr gljúfrinu síðan f fyrrasumar. En hvar voru boltarnir? Hróar var fyrstur að ánni, og við snerum okkur þegar að því að leita að boltunum. Við leituðum alls staðar utan með flekastæðinu, en ekkert fannst. Við leituðum eins og óðir, og nú komu hinir. Það var leyst utan af stæðunni og hún rifin niður. Og viti menn, boltarnir komu í Ijós! Við lust- um upp fagnaðarópi og sá sem fann boltana fyrstur veifaði þeim yfir höfði sér í glampandi, þingeyskri hamingju. Svo var að ferja menn yfir, til þess að taka á móti bitunum. Að vísu var með minnsta móti f ánni, en straum- urinn þungur og ekki girnilegt að svífa þarna yfir og hafa ekkert fyrir neðan sig annað en iðukastið. Það þurfti því fullhuga til þess að fara yfir. Fyrstur steig Hróar í læralykkjurnar, þá Kristján Ijósmyndari, og loks Tryggvi Harðar- son frá Svartárkoti. Svartárkot er innsti bær í Bárðardal og næstum þvi uppi í Ódáðahrauni, svo Tryggvi er ýmsu vanur. Svo fóru bitarnir á eftir, og þar sem margar hendur vinna létt verk, vorum við ekki nema klukkutima að setja brúna yfir. Það tók fyrir sól, þegar við kom- um lengra inn í landið. Kverkfjöll lágu í mistri og þoku, og á móts við Rifna- hnúk var sólin horfin. Það hvessti enn, og sandurinn tók að fjúka. Frá þvf að Útilegumenn I Ódáðahraun I. Fyrir neðan er ólgandi jökulsáin. En Tryggvi frá Svartárkoti er hvergi hræddur, þegar hann er ferjaður yfir — enda er ekki að sjá á hópnum, að þetta sé mikið skelfilegt. 1) Yfir Jökulsá á Fjöllum. Gerast brýr betri en þessi? O Brúin boltuð saman. Það er betra að missa ekki jafnvægið eða missa eitthvað. ý ' '» j- lí - s • Herðubreiðarlindum sleppti, sást ekki nokkur gróður, í mesta lagi stingandi strá á stöku stað. Auðnin var tilbreytingarlaus á litinn, en því breyti- legri í landslagi. Klettar, hraun, urðir, hólar, mel- ar, sléttir sandar, foksandar, gróðurlaus fell — hrikalegt og mikilúðlegt landslag. En þetta var óþægilega mikið sandfok. Sandurinn þrengdi sér alls staðar inn, upp í augun, inn í eyrun, nefið og munninn, það rann úr augunum á okkur, og sandurinn settist í tárastrauminn og myndaði svart- ar rákir. Leiðin var ekki alls staðar sem glæsilegust. Ég hef svolítið átt við að ferðast á samskonar farartækjum og nú voru með í för, en það segi ég satt, að sums staðar, þar sem ekið var án þess að hika, hefði mér ekki dottið í hug að reyna að fara. Ég lét svo sem vera, þótt við þræluðumst það á Land-Roverunum og lausa jepp- VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.