Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 5
um voru Ijósmyndir af íslenzkum stúlkum, og var þar stofnað til nokkurs-
konar fegurðarsamkeppni, líklega þeirri fyrstu ó Islandi. Þó voru líka
myndir úr fornsögunum, ísienzkar landslagsmyndir, myndir af íslenzkum
leikurum eða erlendum íþróttakempum.
En einhverjir sáu ofsjónum yfir þessu, og svo voru sett lög á Alþingi,
sem bönnuðu að setja slíkar myndir í umbúðir varningsins, því allt
þarf auðvitað að banna, sem nokkurt vit er í.
En að þessu sinni birtum við fjórar myndir úr „Teofani"-seríunni, en
þær eru eins og áður er sagt af íslenzkum yngismeyjum. Ekki vitum
við nöfn á þeim, en vafalaust kannast einhverjir við þær. Sennilegt er
að þær hafi verið um tvítugt, þegar þetta var — því á bakhlið mynd-
anna stendur að „Árangurinn verði birtur 26. júní 1930". Sennilega eru
þær því núna rúmlega fimmtugar, ef þær eru enn á lífi.
En hver árangurinn var, vitum við ekki. Sendandi: Þorgr. Sigurðsson.
Gamlar myndir
ATHUGIÐ AÐ VIKAN GREIÐIR 150 KRÓNUR
FYRIR HVERJA MYND SEM BIRTIST I ÞESS-
UM FLOKKI OG ER LESENDUM HÉR MEÐ
BENT Á AÐ ATHUGA, HVORT ÞEIR EIGA
EKKI EITTHVAÐ AF SLÍKU EFNI f FÓRUM
SÍNUM......
Kiósið Sigurð Og Svoin! Um Þessa Skemmtilegu mynd af gamla Ford getum við ekki mikið sagt, því mennina þekkjum við
* 5 S ■ ekki Sennilega er myndin tekin einhverntíma um um 1913—15, en hægt er að tímasetja hana með
því að athuga hvenær þær kosningar fóru fram, sem þessir herramenn störfuðu við. Það er nefnilega miði á framrúðunni á bílnum —
sennilega mundi bifreiðaeftirlitið ekki leyfa það nú — og á honum stendur: „Kjósið Sigurð Jónsson og Svein Björnsson".
Athugið að Fordinn er með gasljós (karbid) að framan, en ekki rafmagnsljós. — Gaman væri að eiga þennan bíl í dag.
K**t*<3 vm
SÖLVHÓLL OG GAMLI
GULLFOSS
Og hér er ein mynd úr Commanderpakka,
úr skipaseríunni og sýnir gamla Gullfoss,
en hin myndin er úr annarri seríu og heitir
myndin: „Gamalt og nýtt“ og sýnir Sam-
bandshúsið og Sölvhól, gamla torfbæinn, sem
lengi stóð við hliðina á þvi, en er nú horf-
inn fyrir löngu.
VIKAN 34. tbl.
5