Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 11
jrV-
Úfilegumenn I
Ódáðahraun I.
nú þykir fátt feert, nema það sé farandi á véi-
knúnu farartæki, og það var ekki hægt að koma
þeim í Krepputungu og Kverkfjallarana, nema ef
vel gekk yfir Jökulsá uppi undir jökli og þó
mikið vogunarspil. Mér er kunnugt um, að tveir
bílar fóru þá leið árið 1958, en lentu í kröggum
þegar farið var til baka, því ekki má hika í ánni,
þá grefur óðar undan bílunum, og þarf þá líkast
til ekki að standa í því að selja það farartæki.
En þó fór allt vel, enda stóðu reyndir vatna og
fjallabílstjórar að þessari tilraun.
Svo datt Akureyringum í hug að gera bíla-
brú yfir Jökulsá suðaustur af Upptyppingum. Með-
limum Ferðafélags Akureyrar leizt misjafnlega á
þetta tiltæki, vildu sumir en aðrir ekki. Sá varð
endirinn á, að Akureyringar og Húsvíkingar slógu
saman í púkk og komu brúarmálinu í framkvæmd.
Steyptir voru stöplar, þar sem áin rennur í mjó-
um streng milli kletta, og upp úr stöplunum rís
sinn stólpinn á hvorum bakka. Milli stólpanna er
strengdur gildur vírstrengur, og brúargerðin hverju
sinni hefst á því, að tveir menn eru dregnir yfir
á lærhólkum. Á eftir þeim eru svo dregnir fjórir
stálbitar, sem eru síðan festir upp á rönd á und-
Þessar þrjár myndir eru úr íshellinum í Kverkjökli.
Fegurðinni er varla hægt að lýsa — og þó sáum
við hellinn ekki í sól.
VIKAN 3A tbl. —