Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 24
Angelique er dóttir de Sancé, baróns af Monteloup. Hún er send í klaust-
urslcóla til aö lcera góöa siöi, en sótt þangaö 18 ára til aö giftast flugrik-
um greifa: Joffrey de Peyrac. En hún er hrædd viö mann sinn í fyrstu.
Hann er fatlaöur, og hefur skelfilegt ör í andlitinu. En hann er tillits-
samur, og kveöst ekki munu þröngva ást sinni upp á hana, hún muni
koma til hans af sjálfsdáöum fyrr en varir. Smám saman vaknar meö
henni ást á manni sínum, en stoltiö kemur í veg fyrir, aö hún láti þaö í
Ijósi. Dag nokkurn kemur erkibiskupinn í Tcmlouse í heimsókn, og reyn-
ir aö fá Joffrey til aö játa, aö hann hafi komizt yfir auöæfi sín meö
samningi viö Djöfulinn, og sé göldróttur. Þar aö auki hafa þau á tilfinn-
ingunni, aö einhver njósni um þau í höllinni. Einkum veröa þau þess
vör, þegar hún segir manni sínum frá því, þegar hún var vitni um sam-
sœri um aö ráöa kónginn af dögum, meöan hún var ennþá barn í fööur-
húsum. Um þetta leyti veröur hún eiginkona Joffreys í öllum skilningi,
en erkibiskupinn lœtur þau ekki í friöi. Til þess aö róa hann, sýnir
Joffrey munki, sem vinnur sem gullgeröarmaöur á vegum biskupsins,
hvernig hægt er aö vinna gull úr gullgrýti, en munkurinn skilur ekki
bofs. Nokkru síöar eignast þau greifahjónin son, Florimond, og um sama
leyti segir einkavinur þeirra d’Andijos, markgreifi, þeim frá því, aö
hann hafi séö bryta þeirra, Clément Tonnel, l samrœöum viö fjármála-
ráöherra Frakka, Fouquet. Þaö var hann, sem var aöalmaöurinn í sam-
særinu móti kónginum foröum.
— Mér er sama um það, en þetta var Tonnel, sagði d’Andijos, — og
mér fannst þetta dálítið undarlegt. Það atvikaðist þannig, að ég kom
óvænt inn í herbergið. En ég sá þó, að þessi Tonnel var að tala við
Fouquet, og það meira að segja mjög kunnuglega. Hann virtist helzt
langa til Þess að hverfa niður úr gólfinu, þegar ég kom inn. Hann
þekkti mig undir eins. Þegar ég fór út aftur, sá ég hann segja eitthvað
í flýti við Fouquet. Fouquet leit á mig köldum, drepandi augum og
sagði síðan: „Ég held, að það hafi ekki neitt að segja.“
Ég verð að reyna að muna, hugsaði Angelique. Ég hef það hérna
einhvernsstaðar lengst inni í höfðinu og ég veit, að það er mjög mikil-
vægt. Ég verð að reyna að muna, hvað það er!
Hún byrgði andlitið í höndum sér, lokaði augunum og einbeitti hug-
anum. Það, sem hún var að reyna að muna, var löngu, löngu liðið.
Það gerðist í höll du Plessis, hún var viss um það, en að öðru leyti gat
hún ekki munað. Eins og hún hafði samt lagt hart að sér, síðan dag-
inn sem d’Andijos sagði þeim frá fundi hans og brytans þeirra hjá
Fouquet.
Ylurinn frá opnu eldstæðinu lék um hana. Úti í myrkrinu geisaði
óveður. Hver haglgusan á eftir annarri glumdi á glugganum. Angelique
hafði ekki getað sofnað, en settist þess i stað fyrir framan eldinn. Það
fór í taugarnar á henni, að hún skyldi ekki ná sér fljótar. Barnfóstran
hafði látið að því liggja, að hún væri svona veikluleg vegna þess, að
hún vildi sjálf hafa barn sitt á brjósti, en Angelique hlustaði á það lok-
uðum eyrum, þvi móðurást hennar varð því meiri, sem hún lagði barnið
oftar að barmi sinum.
I kvöld sat hún og beið þess að maður hennar kæmi heim. Hann
hafði sent sendiboða á undan sér, en sennilega myndi óveðrið hindra
hann, svo hann kæmist ekki heim á þeim tíma, sem ráðgert hafði verið.
Henni lá við gráti af vonbrigðum. Hún var svo spennt að heyra hann
segja frá því, hvernig tekið hefði verið á móti kónginum. Hún hafði
heyrt sagt. að veizlan og dansleikurinn hefðu verið stórkostleg. Það var
synd, að hún hafði ekkl getað verið þar með, 1 stað þess að sitja hér
og grufla yfir löngu liðnu atviki. Það var í höll du Plessis. I herbergi
de Condé prins, meðan ég húkti á veggsyllunni og horfði inn S gegnum
gluggann. Ég verð að reyna að rifja upp hverti smáatriði....
Dyrum var skellt, og hún heyrði mannamál í anddyri hallarinnar.
24 — VIKAN 34. tbl.
Framhaldssagan
10. hluti
eftir Serge og
Anne Golon
Hún þeyttist upp úr stólnum og hentist út úr herberginu. Hún þekkti
rödd Joffreys.
— Ástin mín! Loksins! Ó; hvað ég er glöð, að þú skulir vera kom-
inn heim aftur!
Hún flýtti sér niður stigann og hann tók hana í fangið. Þegar þjón-
arnir voru farnir, settist hún við fætur hans og sagði:
— Segðu mér nú allt.
— Þetta gekk allt saman mjög vel, byrjaði de Peyrac greifi. — Tou-
louse skartaði sínu: fegursta, en án Þess að gorta, held ég að ég geti
með sanni sagt, að móttakan í höllinni hafi verið með því allra, allra
bezta.
— Og kóngurinn? Kóngurinn!
— Tja, þetta er þokkalegur ungur maður, sem virðist hafa gaman af
þessum látum, sem gerð eru með hann. Ég sá líka „Grande Demoiselle"
og „Petit Monsieur". Þeim virtist ekki koma sem allra bezt saman.
Ja, og hvað á ég að segja meira? Ég heyrði fjöldann allan af fallegum
nöfnum, og sá jafn mörg ijót og leiðinleg andlit. Það sem gladdi mig
mest, var að hitta þarna aftur Péguilin litla, þú veizt, bróðurson de
Gramands hertoga. Hann var þjónustusveinn hjá mér, áður en hann
fór til Parísar. Hann er nú i mikilli vináttu við kónginn.
— Já, kónginn! Segðu mér meira um hann. Lét hann í ljós ánægju sína
með móttökurnar hjá þér?
—■ Já, það gerði hann. Hann var svo sem nógu lítillátur — alltof
lítillátur.
— Hvað meinarðu með því? Af hverju segirðu það með þessum svip?
— E'inn þjónanna minna sagði mér dálítið athyglisvert á eftir. Þegar
kóngurinn steig upp I vagninn sinn sagði einn hirðmannanna við hann,
að veizla hjá okkur stæðist samanburð við veizlurnar hjá Fouquet, og
þá svaraði hans hágöfgi: „Aldeilis rétt, en ég er að velta því fyrir mér,
hvort að það sé ekki kominn tími til fyrir þessa menn, að láta af! öll-
um þessum íburði." Þá sagði drottningin: „Hvernig geturðu sagt þetta
sonur minn, þegar menn hafa gert allt til þess að hylla þig og gleðja?"
Og þá svaraði kóngurinn: „Ég er orðinn þreyttur á því að horfa á þegn-
ana mína veita mér virðingu, með þvi að sýna mér auðæfi sín.“
—• Þetta er nú það dónalegasta, sem ég hef heyrt, hrópaði Angelique
reið. — Ertu viss um, að þetta sé satt?
— Alfonso hélt opnum vagndyrunum fyrir hann, og hann sagði mér
þetta sjálfur.
— Það hljóta að vera hirðmennirnir,! sem hafa reynt að koma ein-
hverri vitleysu inn hjá honum og egnt hann á móti okkur. Ertu aiveg
viss um, að þú hafir ekki sýnt neinum gestanna lítilsvirðingu?
— Ég hagaði mér mjög vel og gætilega, það get ég fullvissað þig um.
Ég sýndi stöðugt mínar beztu hliðar og gekk meira að segja svo langt,
að leggja gullstöng í hvert einasta gestaherbergi. Og enginn gestanna
gleymdi að stinga stönginni 4 sig.
— Þú hefur slegið þeim gullhamra, en þú fyrirlítur þá, og það finna
þeir á sér, sagði Angelique og hristi höfuðið. Hún reis á fætur og sett-
ist í kjöltu manns síns. — Það fer hrollur um mig, í hvert skipti sem