Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 28
 A A-K-8-2 V A-K-4-2 ♦ D-6 * 6-5-2 6-5 N A 10-9-4-3 G-8-6 V 10-3 A-K-G-8-7-3 V A ♦ 9-2 A-9 S A K-G-10-7-3 A D-G-7 V D-9-7-5 ♦ 10-5-4 * D-8-4 Allir á hættu, vestur gefur. Margir álíta bandarísku spil- arana Charles Goren og Helen Sobel beztu spilara heimsins og Vestur Norður 1 tígull dobl pass 2 hjörtu pass Frú Sobel spilaði út tígul- kóngnum, Goren lét níuna, síð- an kom ásinn og Goren lauk við „kallið“ með því að láta tvist- inn. Nú kom tígulgosinn, lauf úr borði og Goren lét laufsjöið. Ef frú Sóbel hefði nú spilað laufás og meira laufi, þá hefði sagnhafi átt restina. En frúin sá lengra, því hún spilaði laufníu, ÚTILEGUMENN f ÓDÁÐAHRAUN Framhald af bls. 13. húsvíska belgvettlinga á höndum, leið mér harla vel. Ég stakk vasa- Ijósinu, sem ég keypti við Mývatn af Jóni lllugasyni, útibússt|óra, í rassvasann, og svo var skálmað af stað. Nú er líklega mál að segja, hvert átti að fara: Við ætluðum að skoða íshelli, sem fannst í Kverkjökli í fyrra. Þá fór þangað hópur manna, einnig frá Ferðafélagi Húsavíkur, og lagði leið sína upp í Hveradal, sem er nokkurn veginn í totunni milli Kverkjökuls og Dyngjujökuls. í þeirri ferð varð að vaða yfir á eða stóran læk, og kom þá í Ijós, að hann var volgur. Þegar honum var fylgt upp eftir, fundu menn stóran, fallegan (shelli, sem áin hafði brætt frá sér. Ferðamennirnir voru lítt Ijósum búnir, svona um hásumarið, en gengu samt í hell- inn, oftast nær eftir ánni. Innarlega í honum fundu þeir foss, klifruðu upp með honum og héldu áfram, en fundu engan botn á fyrirbrigð- inu og sneru við án þess að kanna hellinn til hlítar. Ferðin núna átti á ofangreint spil sinn þátt í því. Vörn þeirra í því var stórkostleg. Sagnir gengu þannig: Austur Suður pass 1 hjarta pass pass Goren lét kónginn og spilaði meira laufi. Nú kom meiri tígull, Goren stakk með tíunni og vest- ur • var kominn með öruggan trompslag. Það er varnarspilamennska sem þessi, sem skilur meistar- ann frá hinum venjulegu bridge- spilara. meðal annars — ef hægt væri — að vera til þess að fræðast meira um þetta náttúrufyrirbirgði, sem líklega á fáa sína líka utan Is- lands: Heit á rennandi út undan jökli! Það var fremur stutt frá tjald- stað upp að hellinum, sem er í tot- unni á Kverkjökli, líklega um 10—15 mínútna gangur. Það var slyddu- slettingur, meðan við gengum upp eftir, og við sáum, að við vorum ekki svo ýkja langt á eftir næsta hópi á undan. Leiðin lá upp á mel- bungur og niður aftur, og í gili hinum megin við, þar sem melurinn og jökullinn mættust, blasti hellis- opið við. Ofan við er jökullinn, óhreinn og lítið aðlaðandi, en sjálft opið er næstum hálfhringur, hrein- blátt og fallegt. Þar náðum við ferðafélögunum, sem voru að búast til að vaða inn eftir hellinum. Það var ekki beint glæsilegt að bleyta sig þarna, svo að segja að óþörfu, svo sumir tóku það ráð að fara úr buxunum og sokkunum, en vaða síðan buxnalausir og berfættir í skónum inn eftir. Ég var hins veg- ar svo bjartsýnn, að ég bretti að- eins skálmarnar upp fyrir hné, og treysti því fastlega, að sprænan væri ekki dýpri en svo, að það dygði. Kristján var harla ánægður. Hon- um leizt glæsilega á hellisopið. Birt- an kom inn um munnann, en þar að auki um litla glufu, einskonar þakglugga, svo sem tíu metrum inn- ar. Það tók okkur nokkurn tíma að ferðbúast inn eftir hellinum, og á meðan dundi á okkur Ijósmynda- hríðin. Þegar við vorum tilbúnir að fara inn eftir, komu Húsvíkingar og Bárð- dælir til baka. Þeir voru langt á undan okkur upp eftir og höfðu nú farið inn eftir hellinum. Þeir sögðu slnar farir ósléttar. Það var svo mikill súrefnisskortur inni, að það var ekkert hægt að komast. Við hlustuðum á, en trúðum ekki. Svo héldum við af stað. Lækurinn var kaldur fremst í hell- inum. Mér var ekkert of hlýtt fyrir, hvað þá af því að ösla I bleytunni. Ég hafði orð á því, að mér þættu þetta svik. Lokka mig hingað upp eftir á þeirri forsendu, að hér væri gott að vaða í notalega volgu vatni, en svo væri hér ekkert nema ískald- ur fjandi. Þingeyingar svöruðu allir í senn og báðu mig að vera ekki of þunghöggan, fyrr en ég hefði farið lengra og kannað málið. Og það var satt. Vatnið volgnaði held- ur. Nokkru innar í hellinum var op upp úr honum, vel gengt, og við það námum við staðar. Þarna var allgóð birta, í fyrsta sinn, eftir að ijósinu frá munnanum sleppti, en þar sem ekki var annarri birtu til að dreifa, sást lítið I skímunni af vasaljósunum annað en rétt niður fyrir fætur sér. Ég gizka á, að undir þessu innra opi sé hellirinn svo sem 10—12 metrar á breidd, en ca. 4—5 metrar á hæð, þar sem hæst er undir. Loftið í honum getur verið varasamt. Hit- inn hefur losað klakaþiljur neðan úr því, og þær geta dunið niður, án fyrirvara. Við sáum þess merki hér og þar, að slíkt hefði gerzt, og þar var íshellan víðast um 50— 75 cm á þykkt. Llklega ónotalegt að fá ofan yfir höfuðið á sér. Eftir nokkra bið héldum við áfram inn eftir. Kristján varð eftir frammi við munnann með sín tæki, enda varla mikið varið í að mynda inni í þessu brúnamyrkri. Að vísu hafði hann blossljós meðferðis, en það hefði ekki haft mikið að segja í þessum geim. Eyþór varð eftir við innra opið, því hann hafði tak- markaðan áhuga fyrir „þessari holu". Enginn taldi hópinn, sem inn fór. Hins vegar skiptum við röð eftir Ijósum, þannig að fremst fór mað- ur með Ijós, í miðju annar, og loks söguritari síðastur. Hellirinn er fremur greiðfær, ýmist gengið eftir læknum (sem nú var orðinn nota- lega hlýr), grýttur í botn en ekki háll, eða í gljúpum ruðningi á bökk- um hans. Ég fór að hugsa um það, hve illa maður áttar sig iðulega á halla. Mér fannst við ekki stefna svo ýkja mjög upp á móti, en samt var ég orðinn blásmóður. Gekk bókstaflega upp og niður. Ég beindi Ijósgeisl- anum að læknum. Jú, það var nokk- ur straumur í honum, en ekki svo, að hallinn gæti réttlætt þessa mæði. „Svona verður maður af því að sitja alltaf kyrr á sama rassi og pikka á ritvél", hugsaði ég, og slumsaðist á eftir hinum. Hellirinn er ekki mjög krókótt- ur. Hann liggur í fáeinum, aflíðandi hlykkjum, og væri áreiðanlega gull- fallegur, ef birtu nyti. Vasaljósin sögðu ekkert. Gufan jókst með hit- anum, svo varla sást í næsta mann. Það virtist vera hátt til lofts, en mismunandi langt milli veggja. En mér var ekki sama um mæð- ina. Nú hafði ég fengið sting gegn- um brjóstið hægra megin. Eins og þar hefði verið rekinn í gegn bolti og hert á með róm beggja megin. Ég staldraði við um stund til að blása mæðinni, en hún lét sér ekki segjast. Þá tók ég skorpu og rudd- ist á eftir hinum, sem voru að klöngrast upp með fossi í læknum. Ég flýtti mér á eftir, skriplaði á steini og rak fótinn ofan í vatnið. Iskalt. Vorum við komnir framhjá heitu uppsprettunni? „Þetta er vitlaus leið", sagði Hró- ar. „Þessi foss var ekki hér í fyrra. Við eigum að fara til hægri". Hann var líka móður. Samt kallar hann ekki allt ömmu sína. Það voru allir lafmóðir. En enginn virtist taka til þess. Og þó. „Ertu ekki móður, Hróar?" spurði mesti beljakinn í hópnum. Hróar svaraði því játandi, en ég fékk ekki betur séð, en þar með væri málið afgreitt. Við fórum aftur niður, yfir lækinn, þar sem hann var ennþá heitur, og upp með honum til hægri. Þar var hann vel heitur. Þar hafði hrunið úr loftinu, og við urðum að klofast yfir klakann. Hann var kald- ur að nudda við hann berum fót- unum. En þetta var ekki einleikið. Ég hélt ekki almennilega jafnvægi lengur. Ég riðaði, hrasaði, var að detta. Samt var þetta ekki svimi. Mér fannst ekkert hringsnúast. Ég gat bara ekki haldið jafnvæginu. Ég man ekki, hvort ég gat þess, en um sama leyti var farið að tala um, hve loftlaust væri þarna inni í hellinum. Það væri bezt að snúa við. Og það var gert. Ég beið um stund, til að reyna að kasta mæð- inni, og eins til að láta hina fara á undan. Það var ómögulegt að vera Ijóslaus og aftastur. Ég hafði þó Ijós. Sá síðasti fór framhjá mér, og svo fikraði ég mig á eftir. Ég vildi ógjarnan detta, svo ég fór hægt og studdist með veggjum. Hinir fóru hraðar. Nokkru neðar þurftum við að vaða lækinn á flúðum. Þá hafði ég engan stuðning. Fyrirrennari minn hafði staf og rann þetta lipurlega. Ég einbeitti mér að því að vera nú stöðugur, og fikraði mig yfir ylvolga flúðina. Þetta ætlaði að hafast, nú voru svo sem tvö skref eftir. í sama bili fann ég sjálfan mig liggjandi á fjórum fótum f læknum. -• VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.